Húsgangur - mar 1997, Qupperneq 5

Húsgangur - mar 1997, Qupperneq 5
Húsgangur - Mars 1997 5 Islandskort á Alnetinu Flestir starfsmenn safnsins þekkja væntanlega til verk- efnis sem unnið er að hér og felur í sér að setja gömul íslandskort í eigu safnsins á stafrænt form og veita að- gang að þeirn um Alnetið. Forsaga verkefnisins er að við opnun safnsins 1.12. 1994 gaf Nordinfo safninu 50.000 finnsk mörk (rúmlega 700.000 krónur) og var ætl- ast til að upphæðin væri notuð í verkefni á sviði upplýsingatækni. Eftir talsverðar vangaveltur var ákveðið að taka fyrir fyrrgreint verkefni. Það hefur talsvert notagildi og nýjungargildi og er auk þess hæfí- lega takmarkað í umfangi. Það var ljóst að slyrkurinn myndi ekki nægja og í mars 1996 var ákveðið að senda umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs stúdenta og voru tilgreindir til verksins þeir Bjöm L. Þórðarson og Jökull Sævarsson sem vom hér í hlutastörfum. Styrkur fékkst til 4 mánaða vinnu. Hafa þeir unnið að þessu verkefni frá því í maí 1996 og em verklok í augsýn. Verkið hefur gengið ágætlega og engin vandamál komið upp sem ekki hefur verið hægt að leysa. Markmið Víða um heim em söfn, þ.e. einkum þjóðbókasöfn, háskólabóka- söfn og listasöfn að vinna að því að setja hluta af safnkostinum á stafrænt form og veita aðgang að honum um Alnetið eða með því að gefa út geisla- diska. Meðal þess ávinnings sem felst í þessu má nefna að hægt er að bæta og auka verulega aðgengi notenda að safnkosti sem er á stafrænu formi, veita aðgang að ýmsu safnefni sem vegna lélegs ástands, fágætis eða ein- hverra annarra takmarkana er ekki hægt að afhenda til skoðunar og að unnt er að dreifa safnefni sem er á stafrænu formi á mun auðveldari hátt en nú. Til viðbótar má nefna að stafrænt safnefni getur ef rétt er að staðið verið þáttur í framtíðar- varðveislu safnefnisins og annað hvort komið í stað örfilma eða verið sú fmmgerð sem örfílmur byggja á. Helstu markmið með verkefiiinu em að gera starfsfólki Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns kleift að stíga fyrsta skrefíð í að færa safnkostinn yfír á stafrænt form. Kortin sem um ræðir er safnefni sem erfitt hefur verið að veita góðan að- gang að út af varðveislusjónarmiðum, m.a. vegna þess hversu viðkvæmt það er fyrir allri notkun. Þessi nýja tækni gerir safninu kleift að bjóða upp á ýmsa möguleika varðandi aðgang að efninu, t.d. við leit og stækkun. Einn- ig öðlast starfsmenn bókasafnsins reynslu við meðhöndlun stafrænna gagna, þ.e.a.s. skráningu, vinnslu og varðveislu þeirra. Mikilvægt mark- mið verkefnisins er einnig að koma skipulagi á kortaeign safnsins, þ.e. skrá þau í Gegni, rannsaka sögu þeirra og ljósmynda þau. Samstarfsaðilar Verkefnið er unnið í samvinnu við NDLC (Nordic Digital Library Cen- ter) sem er ein af þekkingarmiðstöðv- um NORDINFO (Norræna samvinnu- nefndin um vísindalegar upplýsing- ar). NDLC er rekið sem deild innan Þjóðbókasafns Noregs. Kortin Kortadeild Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafhs á gott úrval af sögulegum íslandskortum frá því um 1540 til 1900. Sú eign jókst verulega 1994 og 1995 þegar safnið fékk að gjöf öll íslandskort Kjartans Gunnarssonar lyfsala. Fjöldi korta frá upphafi til ársins 1900 sem annað- hvort eru eingöngu af íslandi, eru með íhlutakort af íslandi eða eru af Norður-Atlantshafi er um 230. Vinnsluferli Ákveðið var að ljósmynda öll söguleg kort safhsins og senda ljós- myndimar til NDLC. Þar vora þær yfirfærðar á stafrænt form og sendar til baka sem skrár, ýmist yfir tölvunet eða á geisladiskum. Einnig var

x

Húsgangur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsgangur
https://timarit.is/publication/2070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.