Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 36

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 36
þannig hérna heima, nálægðin er svo rosaleg. Það er ekki hægt að hreyfa sig án þess að það birtist sem fréttaskot í DV. Helga Brá: Við hverju býstu. Þú lifir heldur aldrei lengi í gegnum annan einstakling. Helga Mjöll: Það var nú alltaf gott að vera með honum. Við eigum það þó sameiginlegt. Helga Gná: Já var það ekki? Þó að hann væri ekki neitt fyrir mig. Ekki beint mín týpa. Helga Brá: Hvað ætliði eiginlega að láta þessa kalla hanga lengi innan í ykkur?! Skiptiði aldrei um nærföt eða hvað? Helga Mjöll: Svona, svona. ímyndarðu þér að þú getir kannski ritskoðað fortíðina eða hvað? Helga Brá: Það er örugglega betra að elska Ijós- myndir frekar en þessa karlmanns- Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Gná: Helga Brá: Helga Gná: Helga Mjöll: Helga Brá: Helga Mjöll: skrokka, svei mér þá. Eða hvað finnst ykkur um það stelpur? Ekkert til- finningavesen og bakreikningar. Ætlar þú aldrei að verða þroskuð og þrí- tug? Rennir þetta bara á einhverju brim- bretti. Sko mína, bara með skoðun á hlutunum allt í einu. Þú verður samt alltaf sama innilokaða barnið sem sem fékk aldrei að gráta. Starði bara og þagði út í eitt. Hvað getur þú svo sem gefið annarri mann- eskju? Áttu ekki í nógu basli með sjálfa þig? Ég er handviss um að ef hún vinkona okkar fengi loksins að gráta myndi táraflóðið fylla heila sundlaug. Ætli það yrðu meira en lófafyllir eða tveir. Mér finnst hún hafa þornað upp með árunum. Það þyrfti að kannski vökva hana almennilega. Leyfa henni að hella sig blindfulla ha?! Mikið er annars gaman að hitta ykkur eftir öll þessi ár. Þú og þitt þefskyn! Hvaða maður var þetta annars sem keyrði þig hingað? Ertu svag fyrir honum? Ég verð samt að hryggja þig með því að hann veit hver þú

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.