Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 12

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Side 12
Margrét Guðmundsdóttir (Ida) lauk námi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1953 og hefur starfað hér samfellt síðan eða á fimmta áratug. Illutverk Idu mun vera hundraðasta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu. Margrét er í hópi okkar fremstu leikkvenna og verða hér aðeins nefnd örfá af öllum þeim hlutverkum, sem hún hefur gert minnisstæð á ferli sínum. Hún kom fyrst fram í hlutverki Lísu, konu Litla-Kláusar í Litli Kláus og Stóri- Kláus og hefur leikið í fjölmörgum barnasýningum leikhússins, m.a. Dórotheu í Galdrakarlinum í Oz, Möllu mús í Ferðinni til Limbó, mömmu Emils í Emil I Kattholti og eitt hlutverkanna í Næturgalanum, sem sýndur var um allt land. Hún lék Isabelle í Stefnumótinu í Senlis, Tsehang-IIaiting í Krítarhringnum, Gharlotte Corday í Marat/ Sade, Dísu í Galdra-Lofti, Maríu í Þrettándakvöldi, Blumu og Ghövu í Fiðlaranum á þakinu, Sólveigu í Pétri Gaut, Teresu í Gísl, titilhlutverkið í Lysiströtu, Stellu Kowalski í Sporvagninum Girnd, Sén Te í Góðus sálinni í Sesúan, annað aðalhlutverkið, Doris í A sama tíma að ári, Lindu í Sölumaður deyr og Elísabetu drottningu í Ríkharði þriðja. Á síðustu árum hefur hún m.a. leikið Kristínu í Hafinu, Frú Einsford-Hill í My Fair Lady, Stóra dverg í Skilaboðaskjóðunni og Kristínu koppaþeyti í Gauragangi. Margrét átti um árabil sæti í þjóðleikhúsráði sem fulltrúi Félags íslenskra leikara. 10

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.