Alþýðublaðið - 05.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ og talaði Ólafur þar hvorki með eða móti tillögunni. yfirlýsingu þessa gefum við vegna ummæla í „Morgunblaðinu" 31. f. m. í grein með yfirskriftinni „Ritstjóri Alþýðublaðsins og „jafn- aðarmaðurinn“ Ó. F.“. Reykjavík 3. febr. 1920. Kjartan Ólafsson. Pétur G. Guðmundsson. Ingimar Jónsson. Khöfn 3. febr. Bolsivíkar hafa aftur boðið Pól- verjum frið. Litvinoff segir, að Rússar (bolsivikar) séu reiðubúnir að senda heim herlið það, er þeir hafa boðið út, ef saminn verði friður. FpaJkkaí* og skamm&stl Khöfn 3. febr. Stjórnarvöld Frakka og ítala deila opinberlega um jagóslavnesku málin (Fiume). Með næstu skipsferð fer Ríkarð- ur Jónsson til Khafnar og þaðan til Rómaborgar, eins og leið iiggur suður Þýskaland og Sviss til Ítalíu. Það er að segja ef ekki breyta fróttir um Svartadauða og inflú- enzu fyrirætluninni. í íör með Ríkarði verður Kjarval málari. Ríkarður æt.Iar að vera alls utan eitt ár eða svo, en nokkurn hluta þess árs ætlar hann að vera í Paris. 2000 kr. styrk til farar þessarar hefir Ríkarður fengið, en skamt mun það hrökkva. Gunnar Gunnarsson er að sögn haldinn til Róma með fjölskyldu sinni, og þangað kvað bráðlega vera von á myndhöggvaranum ungfrú Nínu Sæmundsson. Það munu því verða óvenju margir íslendingar í Róma á þessu vori. Styttiag viiiiiutimans. í enska vísindaritinu „Nature" sem tvímælalaust mun vera fræg- asta þesskonar rit í heimi, er (15. jan. 1920) sagt frá umræðum um styttingu vinnutímans, er fram fóru nýlega f Brezka Vísindafé- laginu. Þátttakendur f umræðun- um voru vísindamenn, sem höfðu það eitt markmið að koraast að sem réttastri niðurstöðu, eða þeirri er bezt væri fyrir þjóðarheildina, án þess að horfa sérstaklega, hvorki á hag atvinnurekenda né verkalýðsins. Umræðurnar hófust með því að dr H. M. Vernon hélt fyrirlestur: Ahrif sex stunda vinnudagsins á íramleiðslumagn og vinnuþreytu (The Influence of the Six-hour Day on Industrial Efficiency and Fatigue). Leverhulme lávarður (eigsndi verksmiðjanna sem búa til sól- skinssápuna) hafði getið til að hagkvæmara mundi vera að iáta tvo flokka vinna 6 tíma á dag hvorn flokk, heldur en að láta einn flokk vinna 8 tíma. Gerði ráð fyrir að þegar þannig væru hafðar tvær áhafnir í verksmiðj- um, sem notuðu hinar dýru vélar f 12 tfma samtals (á sólarhring), þá mundi það borga sig betur en að hafa aðeins eina áhöfn sem notaði vélarnar aðeins í 8 tíma. Sýndi ræðumaður fram á ýms dæmi þess að þ3.nnig löguð stytt- ing jók framíeiðsluna, en einnig ýms dæmi þess að framleiðslan minkaði, Aðalatriðið virtist vera vöðvakraftiirirn sem lagður væri í vinnuna. Þegar um erfiða líkam- lega vinnu væri að ræða, væri hægt að vinna þeim mun hrað- ara að framleiðslaa ykist þegar vinnutíminn væri styttur [úr 8 tímum], en þar sem ekki væri um erfiða likamsvinnu að ræða, minkaði framleiðslan (við frekari styttingu). Mr. P. Sargant Florence stað- festi með skýrslum úr Bandaríkj- unum niðurstöðu þá er dr. Vern- on komst að í fyrirlestri sfnum. Hann benti ennfremur á, að horfa bæri á hvað væri meðalaldur verkamanna þegar væri verið að rannsaka hvort vinnutíminn væri of langur, eða vinna of erfið. Hann benti og á, að hávaði [véla- F,rrölt] f verksmiojum væri mjög þreytandf. Prófessor E. L. Coilis mælti með styttingu vinnutímans af heilsufræðislegum ástæðum, en sagði að það ytði að gera það með hægð. Það væri verið að reyna að bæta úr hinni ójöfnu skiftingu auðæfanna, en það yrði að auka framleiðsluna. Sir Hugh Bell becti á að mis- munandi ætti við í hinurn ýmsu framleiðslugreinum. I þeirri fram- leiðslugrein, þar sein vinuulaunin væru sðeins lítill hluti af fram- leiðslukostnaði vörunnar væri auð- veldara að hækka launin heldur en þar sem verkakaupið væri meginhluti framleiðslukostnaðarins. Miss C. Smith-Rossic mælti með betra kensíumalakerfi (alm- mentun) bygt á svipaðan hátt og það sem notað væri í Danmörku. Með betri almennri menni»gu kæmi betri skilningur og áhugi (interest) sem inni á nióti þreytu- Menn athugi þetta f ssmbandi við togavavökumálið. cffiömincjarnar. Breytingar á listunum. Af 807 kjósendum, sem kusu A-listann, höfðu aðeins 84 breyR listanum, strikað út eða breytt um röð nafnanna. Af 1562, sefli kusu B-listann, höfðu 389 breytt listanum. Breytingar á B-listanuua eru pví ca. 25%, eða %, en á A-listanum ekki nema ca. 10,5°/°» eða rúmlega Þetta sýnir, að þrátt fyrir allan róginn um efstu mennina á lista AlþýðuflokksinS/ þá er þó samheldnin miklu rneirl hjá Alþýðuflokknum en andstseð' ingunum. Og það er skiljanlegt- Þeir berjast um málefni, siefnU, en ekki menn. Hinir, aftur á mótb hafa ekkert sameiginlegt, anua^ en það, að berjast fyrir eigin hagS' munum, en móti hagsmunum a*' mennings. En eigin hagsmunirhir eru margvíslegir, og því er gluað' roðinn eðlilegur. Pí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.