Alþýðublaðið - 05.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐI9 Xoli konungnr.. Eftir Upton Sinclair. (Prh.). XXIV. Hallur hafði lofað Alec Stone, að gefa nákvæmar gætur að því, hverjir það væru, sem nöldruðu, og eitthvert sinn stöðvaði verk- stjórinn hann á götunni og spurði, hvort hann hefði frá nokkru að skýra. Hallur ákvað, að veita ktiisháttar skemtun. „Mike Sikoria, er ekki hættu- legur", sagði hann. „Hann þarf að riðja úr sér, við og við, en hann krefst einskis meira, en að einhver hlusti á hann. Hann er bara nöldrandi karlfauskur. En það er annar náungi, sem við ættum víst að gefa auga". „Hver er það?“ spurði verk- stjórinn. „Eg veit ekki hvert heiti hans er. Hann er kallaður Gus, og er við lyftinn. Rauðbyrkinn náungi“. „Einmitt”, sagði Stone — „Gus Durkin". „Já. Hann gerði alt sem hann gat, til þess, að fá mig til að tala um verkamannafélagsskap. Hann heldur áfram að tala um það; eg held að hann sé einn þeirra, sem nöldra”. „Þökk", sagði verkstjórinn, „eg skal veita honum athygli'. „Þér segið víst ekki frá því, að það sé eg, sein hefi sagt yður þetta?“ sagði Hallur með hræðslu- hreim í rómnum. „Nei — auðvitað ekki“. Hallur sá að bros lélc um varir verk- stjórans. En sjálfur fór hann hlæjandi leiðar sinnar. Gus, rauðbyrkni náungmn, var einmitt sá sami, sem Madrik hatði varað hann við, vegna þess, að hann væri snuðr- ari félagsins. Þetta snuðr var mjög flókið, og oft var erfitt að botna í því. Sunnudagsmorgun einn gekk Hal!- ur upp eftir dalnum og mætti á leiðinni manní, sem gaf sig á tal við hann og tók brátt að minnast á kjör verkamanna i Norðurdaln- um. Hann sagðist að eins hafa verið þar eina viku, en allir sem hann hefði talað við, töluðu um að þeir væru sviknir á vigtinni. Sjálfur væri hann ofanjarðar, svo að sér gerði það ekkert til, en Arshátíð Verkakvennafélagsins ,,Framsókn“ verður haldinn í Bár- unni laugardaginn 7. febr. kl. 8 síðd. stundvíslega. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað föstudaginn 6. frá kl. 2—7 og laugard. 7. kl. 2—5 öllum skuld- lausum meðlimum. — Ekkert selt við innganginn. Húsið opnað kl. 77s. Nefndin. H Notið: steinolíuna „Óðinn“ hráolíuna „Alía“ Benzín og- Smuming-solíur frá Ijinu islenzka steiaeMlntajélagi. Sími 214. Fulltr úar áð sí undur verður haldinn annað kvöld, föstud. 6. febr., kl. 8, á venjulegum stað. Lagðir fram til samþyktar endurskoðaðir reikn- ingar Brauðgerðar alþýðufélaganna fyrir árið 1919. Framkvæmdastj órinn. hann hefði gaman af að vita um þetta og hvað Hallur segði um það. Hallur spurði sjálfan sig undir eins, hvort þessi ungi maðar mundi í raun og veru vera verka- maður, eða njósnari, sem Alec Stone hefði sent af stað, til þess, að veiða upp úr Halli. Hann var ameríkumaður og hyggindalegur, en það var eimnitt grunsamlegt, því flestir þeir nýjir, sem félagið fékk, voru einhversstaðar langt austan að. I. O. G. T. St. Skjalðbreið nr. 117. Fundur annað kvöld (föstud.) kl. 81/*. Upptaka nýrra félaga. Fjölmennið og haflð innsækj- endur með ykkur. Ritstjóri og ábyrgðarrrjaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.