Vonin - 28.08.2025, Side 5
Kæru lesendur,
Ég heiti Naima og það er mér sönn ánægja að
ég fái að ávarpa ykkur í fyrsta sinn sem ritstjóri
Viljans. Þessi útgáfa er sérstaklega tileinkuð þér
sem ert að stíga fyrstu skrefin í átt að þessum
frábæru árum sem nemandi í
VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS LFG.
Að sitja sem ritstjóri Viljans hefur verið svo
skemmtilegt hingað til, ég hef kynnst frábærum
hópi af yndislegum einstaklingum og fengið
þann heiður að vinna með þeim að fyrsta blaði
Viljans, Voninni. Við höfum stungið höfðum
saman og gefið okkur tíma til að skapa efni sem
við vonum að verði þér bæði gagnlegt og
skemmtilegt. Hér finnur þú góð ráð, æskileg orð,
létt grín og mögulega framtíðar nefndina þína,
allt skapað og skrifað af fólki sem hefur verið í
þínum sporum.
Prófaðu allt sem þú getur og ekki taka þér of
alvarlega, það er enginn að pæla í því sem þú
gerir því það er í raun ekkert rétt og rangt við
þessa skemmtiferð sem þú mótar, þú munt
ábyggilega týnast á leiðinni en átt eflaust eftir að
finna þinn stað, þinn hóp og þinn takt. Og við
vonum að Vonin geti verið þér smá ljós í þeirri
byrjun.
Njótið lestursins elsku nýnemar.
Kær kveðja,
Naima Emilía Emilsdóttir,
Ritstýra Viljans.
ÁVARP RITSTÝRU ODDUR
HILDUR
TÍM I
NAIMA
BIRNA
DAVÍD
GERDA
NATAL ÍA