Vonin


Vonin - 28.08.2025, Side 11

Vonin - 28.08.2025, Side 11
kynningHELGA Íþróttaleg, myndarleg og ekkert eðlilega efnileg. Já þetta eru þrjú orð sem lýsa nefndarmeðlimum ÍÞRÓ best, og það má með sanni segja að við séum lang fittasta nefnd skólans. Ég heiti Helga Sif og er formaður ÍÞRÓ. Ég var svo heppin að vera tekin inn í nefndina sem nýnemi og er því að hefja mitt þriðja ár í þessari einstöku nefnd. En hvað gerir ÍÞRÓ? Við skipuleggjum fjölbreytta íþróttaviðburði jafnt og þétt yfir skólaárið, eins og golfmót, handboltamót, fótboltamót og körfuboltamót. Við höldum einnig mest INSANE vikur skólans þar sem seinni vikan endar á skíðaferð til AK-city, og eru allir Verzlingar sammála um að þessi helgi sé sú besta og eftirminnalegasta á öllu skólaárinu! Vikurnar eru troðfullar af skemmtilegum viðburðum: dancebattle, lipsync battle, körfuboltaleikur við MS, blindbox, stjórnarbolti, yoga með Dóru Júlíu og margt fleira. Síðan getum við ekki verið stoltari af golfmótinu okkar. Þar sem rómantíkin blómstrar svo sannarlega milli busa og þriðja árs nema. Nefndarvinna ÍÞRÓ er bæði fjölbreytt og skemmtileg. Þó má ekki gleyma því hvað nefndin myndar líka sterk og góð vinasambönd. Mér er óhætt að segja að bæði fyrrverandi og núverandi nefndarmiðlimir ÍÞRÓ séu meðal nánustu vina minna. Þar sem viðburðir nefndarinnar dreifast yfir allt skólaárið heldur hópurinn sér vel saman. Hjá Íþró er alltaf stutt í fjör og gleði, og þú getur alltaf treyst á tryllta stemningu með okkur. Við erum öll svo ótrúlega spennt að taka móti ykkur og við hvetjum ykkur hiklaust að skrá ykkur í busaviðtal til okkar. Hlökkum til að sjá ykkur heilla okkur upp úr skónum!!! LOVE ÍÞRÓ VALDIMAR-ELSA-TÓMAS-EGILL-SESSELJA-ÓÐINN-VALUR MAGNÚS MARGRÉT-ÚLFUR-MARTA-NINJA-GUÐBERGUR-ÞÓRDÍS-INGA Velkomin í Verzló kæru nýnemar, you made the cut. Þetta verða ekki leiðileg næstu þrjú ár því get ég lofað. Þú ert eflaust að velta fyrir þér hvernig þú getur eitt þessum árum í skólanum og þar kemur Nemó til sögu. Við höldum tvær vikur í skólanum fyrsta er Möffluvikan þar sem nemendur gæðast á heimabökuðum möffins og vöflum . Ekki nóg með það gerum við lag eða svökallaða “Möfflulagið” sem hefur slegið öll met á landinu þegar kemur að tónlistagerð. Síðan er komið að trailernum þar sem við kynnum leikstjóra og söngleikinn sem hefur verið fyrir valinu í ár. Seinni vikan er svo Nemó vikan, eða árshátíð nemenda þar sem við höldum STÆRSTA menntaskóla söngleik og STÆRSTA ball á landinu allt á einni viku. Ýmindaðu þér þetta: þú mætir í leikprufur, kemst áfram, kemst aftur áfram og færð að lokum hlutverk í söngleiknum. Þetta eru þau sem gera söngleikin að veruleika og þetta væri ekki hægt ef fólk eins og þú myndi ekki bara segja fuggid og skrá sig í prufur, það hefur enginn séð eftir því. Nefnd, Leikhópur og aldrei að síður undirnefndir, það eru þær sem sjá til þess að sýningin gangi smurt fyrir sig. Þess vegna þurfum við að stóla á þú sem lesandi mætir í eitthvað ef ekki alltsaman. Ef þú ert enþá að lesa þetta er ég skíthræddur um það að þú hefur brennandi áhuga á þessu og þess vegna ættir þú að mæta í busaviðtal til okkar. Þegar öllu á botni er hvolf kemur í ljós að þetta er bara eintóm hamingja og ekkert annað en það.

x

Vonin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vonin
https://timarit.is/publication/2078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.