Alþýðublaðið - 03.03.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1926, Blaðsíða 4
'4 ALÞ'ÝÐUBLAÐID H. B. við 3. gr. frv., 1. liður, samþ. með 6 :8 atkv. og var þar með fallinn a-liður br.till. allshn. við 3. gr. frv. 2. liður var samþ. með naínakalli með 13 :1 atkv. (Egg- erts Pálssonar). Br.till. allshn. við 4. gr. frv. var samþ. með 13 sam- hlj. atkv. og einnig br.till. hennar við 9. gr. frv. Að því búnu var frv. svo breytt samþ. og sent til forseta n. d. Þá var tekið fyrir síðasta málið á dagskránni ,sem var fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um útibú í Stykkishólmi frá Landsbankanum, hvort leyfð skuli. Var fyrirspurnin leyfð með öllum greiddum atkv. Leikf élag • Reykjavíkur. „Á útleið“, sjónleikur i þrem þáttum eftir Sutton Vane. Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir sjónleik, er fyrir margra hluta sakir er einn hinn merkasti og eftirtektarverðasti sjónleikur, er sýndur hefir verið á íslenzku leiksviði. Sjónleikur þessi er á islenzku nefndur „Á útleið“, en enska heiti hans er „Outward bound“. Höfúndurinn er ungur Englendingur, Sutton Vane, sem hefir verið lítt þektur til skamms tíma, en hefir hlotið heimsfrægð fyrir þetta leikrit sitt. Meðal annara leikrita þessa höf- undar, er vakið hafa athygli manna, má einkum nefna „Falling Ieafs“ og „Overture". Er hið síð- arnefnda seinna samið en „Á út- Ieið“, en eigi óskylt því um efni og meðferð. Fjallar það um menn, sem enn þá eru ófæddir á jörðu hér, er leikurinn hefst, en eru í 'þann veginn að stiga á skip Cha- rons og halda til jarðarinnar til þess að lifa lifi sfnu þar. Allir eru menn þessir hver öðrum ólík- ir, bæði um skapgerð og ytri háttu og ala í brjósti sér ólíkar óskir um tilveru sína og hlutskifti hér á jörðinni. Einn vill verða þetta og annar hitt. En allir eiga þeir það sameiginlegt að verða fyrir vonbrigðum, er hingað kem- ur. — "" ‘ 1!! Léikritíð „Á útleið'* er bæöi uitt efnr og* form svb óvenjulegt og ^iuMgíf'kíf^SojffÉi'durnif véTða' ^oi^’Wfe^gja í senn, hrifnir og Leikurinn fer allur fram á skipsfjöl, í sama herberginu, reykingasalnum. Og aðalpersón- ur leiksins, farþegarnir á skipinu, eru framliðnir menn á leið frá lífinu hér á jörðinni yfir í annað líf. Farþegarnir eru ekki margir, en hver með séreinkennum sínum. Þeir eru hver um sig fulltrúar stéttar sinnar, mótaðir hið ytra og innra af umhverfi sínu og lífs- kjörum. Þar er þingmaðurinn og kaupsýslumaðurinn Lingley úr hlutafélaginu Lingley & Co. með takmarkaðri ábyrgð, kaldranaleg- ur og formfastur maður, fullur sjálfsblekkingar, er heldur, að öll vandamál þessa heims og annars verði leyst með nefndarskipunum og fundahöldum. Hann er ímynd fjármálamannsins, er einskis svífst til þess að afla sér fjár, en lofar svo sjálfan sig og hlýtur óskifta aðdáun annara og virðingu fyrir það, að hafa komið sér svo vel áfram, enda þótt hann hafi byrjað með „tvær hendur tómar", eins og jafnan er viðkvæðið um menn þessa. Þar er skækjan og tild- urdrósin frú Cliveden-Banks, gömul og syndug málskrafsskjóða. Hún hefir reynt að temja sér fág- aða ytri framkomu, en þó skín ávalt í gegn um hana mentunar- skorturinn, hrokinn og skinhelgin. — Þar er pfdrykkjumaðurinn Tom Prior. Hann á í mikilli baráttu við drykkjufýsn sína, en sigrast á henni að lokum. Hann er gáf- aður maður og í raun og veru gæddur miklum siðferðisþroska. En hann er óróleg og sjúk, leit- andi sál, er þráir, en óttast sann- leikann um örlög þau, er bíða hans á því, tilverustigi, sem hann er á leið til. Virðist höfundurinn leggja meiri rækt við persónu þessa en aðrar persónur leiksins. — Þá er og presturinn William Duke á meðal farþeganna. Frem- ur er hann sviplítil persóna. En hann er góður maður og hæg- látur og hógvær í framkomu sinni. Hann er eins og þorri allra presta. Hann treystir eigi kenn- ingum sjálfs sín, þegar á herðir. Traustið reynist veikt og trúin reikul, þegar hann verður þess áskynja, hvert ferðinni er heítið. Kvíðittrí og óvissan um þáð, sem fram úiridan er, hefir griþið harin, préstihn, engu síður en hina far- þegana. (Frh.) mÆ J>w Áímar. W Um daginn ©gg veginn. Næturlæknir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693. Leiðrétting. 1 gær misprentaðist í nokkrum hluta upplagsins 400 000 í stað- 4 000 000, í greininni „Ný konungs- heimsókn". Sást þó af sambandinu, að prentvilla hlaut að vera. Togararnir. Snorri goði fór á saltfisksveiðar urn leið og hann kom frá Englandi og kom aftur i gær með 44 tunnur lifrar. Draupnir kom í gærkveldí' með 45 tunnur. Baldur kom frá Eng- landi í gær, en Karlsefni í nótt- Svo sem áður var ætlað, fór Arin- björn hersir í fyrra kvöld áleiðis til Englands með afla þeirra Skalla- gríms. ísfisksala. 1 fyrra dag seldi Skúli fógeti afla sinn í Englandi fyrir 732 sterl.pd- og Valpole í gær fyrir 701 sterl.pd,- Verkakvennafélagið „Framsókn“ heldur fund í Góðtemplarahúsinu annað kvöld. Kaupmálið er þar til umræði. Allar verkakonur innan fé- lags sem utan ættu að fjölsækja þenna fund. Samninganefndin gerir' þar skýra grein fyrir samningahorf- um. Sýnið samtakamátt ykkar, kon- ur: og fjölsækið fundinn! Veðrið. Frost minst 1 st. (í Grindavík); mest 10 st. (á Grímsst.); 4 st. í Reykjavík. Átt víðast austlæg, all- hvöss. Snjókoma á Suðurl. Veðurspá:: Austlægur og snjók. á Suðurl. Aust-- an, síðan norðvestan, hvass, og snjó- koma á Vesturlandi. Allhvass norð- austan og snjókoma á Norður- og. Austur-landi. I nótt sennilega norð- læg átt, hvöss. Heilsufar yfirleitt gott í Reykjavík, segir' landlæknirinn. Slys. I gærmorgun féll Jón Setberg tré- smíðastjóri úr 5—6 metra hæð nið- ur af þaki húss, er hann hefir í smíðum vestur við Kaplaskjólsveg, Slasaðist hann mikið é höfði, baki og útlimum, og var þegar I stað fluttur í sjúkrahús. Jafnaðarmannafélagið heldur fund í kaupþingssalnum kl. 8 í kvöld, svo sem auglýst var [ bíaðinu í gær. Félagar! Fjölmenniðí Hljómsveit Reykjavikur heldur fjórðu hljómleikana á. þess- , uiu vetri næst komandi suimudag, en, aðalæfing ér á föstudagskvöldiö kl. 7,15 í Nýja Bíö, eins og áugíyst er' á 'öðruin stað i ölaðiiltr.' ■líi5'!«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.