Alþýðublaðið - 03.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1926, Blaðsíða 2
2 Landhelgisgæzlan og fiskiþingið. Á fiskiþinginu var kosin nefnd til þess að athuga landhelgis- gæzlumálið og gera tillögur um ]>að. 1 nefnd þessari voru þeir Magnús bankastjóri Sigurðsson, Arngrímur Fr. Bjarnason og Stef- án Jakobsson. Lagði nefndin fyrir þingið allítarlegt nefndarálit og tillögur um málið. Fiskifélagið hefir jafnan látið sig landhelgismálið allmiklu skifta. Árið 1913 var kosin 5 manna nefnd til þess að athuga það. Gerði sú nefnd ýmsar tillögur um málið, og samdi meðal annars kostnaðará- ætlun um byggingu varðskips. Árin 1915 og 1916 veitti félagið nokkurn styrk til landhelgisgæzlu í Garðsjó, fyrir Eyrarbakka og á Eyjafirði. Á fiskiþinginu 1919 var þá ver- andi forseta, Hannesi Hafliðasyni, faiið að semja ávarp til alþingis um málið. í því ávarpi var meðal annars lögð áherzla á það, hve nauðsynlegt væri, að landið eign- aðist tvö varðskip af togaragerð, og enn fremur var þar hreyft því nauðsynjamáli að rýmka land- helgina. Einnig var þar farið fram á það, að hert yrði á landhelgis- gæzlunni að öðru leyti. Á fiskiþinginu 1921 kom enn fram tillaga um öflugri landhelg- isgæzlu, og á því sama ári var Bjarna Sæmundssyni fiskifræðingi falið að leita upplýsinga hjá Al- þjóðaráði fiskirannsókna um það, hvers stuðnings ísland mætti vænta frá því um friðun ákveð- inna fiskimiða landsins fyrir tog- araveiðum. Upplýsingarnar gengu í þá átt, að eigi þótti tiltækilegt að halda málinu lengra að svo stöddu. Árið 1922 fór stjórn Fiskifélags- ins þess á leit við landsstjórnina, að hún léti annast landhelgis- gæzluna um síldveiðitímann. Gættu „Pór“ og „Geir goði“ land- helginnar fyrir Norðurlandi þá um sumárið, en vélbátur í Faxa- flóa. F>á mælti fiskiþingið ein- dregið með þvi, að „Pór“ , yyði veittur styrkur til landhelgisgæzlu. Árið 1924 var málið enn á ný tekið fyrir á fiskiþinginu. Kom þar fram tiliaga um aukin fjár- ALEÝÐUBLA^ g framíög úr ríkissjóði til landhelg- isgæzlunnar, og fiskiþingið veitti „Þór“ þá nokkurn styrk í sama skyni. Og á fiskiþinginu, sem nú er nýafstaðið, var málið enn þá einu. sinni á döfinni, eins og getið er um hér að framan. Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu. Engu að síður sýnir hún ljóslega — og er það eftirtektar vert —, að það eru alt af áðrir en landsstjórnin, sem eiga frum- kvæði að aukinni og betri land- helgisgæzlu og öllum nýmælum, er snerta það mái. Er þetta ef til vill ljósasti vottur tómlætis þeirra manna, er með stjórn landsins hafa farið bæði nú og áður, um eitt hið allra mesta vel- ferðarmál þjóðarinnar, landheig- ismáiið. (Frh.) * S. Gr. Eldvigslan. ni. Gunnþórunn Halldórsdóttir er góðkunn leikkona. Leysir hún hlutverk sín svo vel af hendi, að fáir mundu eftir leika. Hún hlær svo innilega, að allir verða að hlæja með henni. Málóða er hún I bezta lagi. Framkoma hennar öll er eðlileg. Leikenda bezt breytir Gunnþórunn svipi og talar greini- lega nema í hörðustu aftökun- um. Þórarni Þórarinssyni er fengið þarna allerfitt hlutverk. Hann á að sýna hégómlegt volað, orðu- sjúkt og titlateygt. Fer hann lag- lega í föt þess og ýkir fíflið mak- lega. Þórarinn er skýrmæltur, svo að hlustendur missa ekki úr ræðu hans. Haraldur Á. Sigurðsson er snill- ingur. Fer hann oft aðdáanlega vel með fyndni. En hann leikur sér með köflum meira en góðu hófi gegnir. Tryggvi Magnússon er fjörugur og skemtinn eins og fyrri. Les hann skilmerkilega kvæði og blaðafregnir. Hann veit, að leikari má ékki loðmæltur vera. (Frh.) H. J. Alpingl. Neðri deild. Þar var í gær frv. um viðauka við Flóaáveitulögin vísað til 2. umr., samþykt á samningnum við „Mikla norræna ritsímafélagið" til síðari umr. að loknu frh. hinnar fyrri, hvoru tveggja að samþykt- um breyt.till. nefnda, innflutnings- banni (án sérstaks leyfis) á spen- dýrum og fuglum vísað til 2. umr. og stj.frv. um að gera verð- tollinn að föstum tolli til 2. umr. og fjárhagsn. Enginn mótmælti festingu verðtollsins. Jón Bald- vinsson er enn veikur. Kl. J. gat þess um samninginn við „Mikla no’rræna“, að hann sé að eins undirritaður með dönsk- um texta. Kvað M. Guðrn. það satt vera; hefði félagið ekki viljað ganga að öðru, því að það hefði ekki þózt hafa sér við hönd nægi- legá færan mann í íslenzku til samningsgerðar, en hins vegar boðið að gera hann á frönsku. Efri deild. Þar var til 3. umr. í gær frv. um kosningar í málefnunt sveita og kaupstaða. Hafði Halldór Steinsson komið fram með breyt- ingartillögu við 3. gr. frv. þess efnis, að felt skyldi í burtu það ákvæði greinarinnar, er heimilar giftum konum að skorast undan kosningu í hreppsnefnd og bæj- arstjórn. Nokkru síðar hafði ung- frú I. H. Bjarnason, 4. landk. þm., lagt fram á skrifstofu alþingis til- lögu, er gekk í sömu átt og till. Halld. Steinssonar. Er henni var bent á það, að till. væri þegar komin fram frá Halldóri, þá varð henni svo mikið um það, að hún sagði með þótta miklum: „Hvað vill hann ? — Hér er það ég, sem ræð.“ Glúpnaði leiðbeinandi ungfrúarinnar mjög við hina tígu- legu reiði hennar og bað hana afsökunar á ofdirfsku sinni, og hið sama gerði forsetinn, Halldór Steinsson á fundi deildarinnar í gær. Tók hann þegar til máls, er hann hafði sett fundinn, og fór mörgum afsökunarorðum um fljótræði sitt i því að koma fram með till. án vilja og vitundar ung- frúarinnar, og kvaðst óska þess, að þetta tiltæki sift yrði skoðað sem ógert, og því tæki hann þar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.