Alþýðublaðið - 10.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID | ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út ú hverjum virkum degi. J Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. : til k). 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. < ÐVa— ÍO1/^ árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á J rnánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan < (í sama lnisi, sömu símar). —................. Óvenju-ljósí dæmi. Þótt alþingi hafi ekki enn átt setu lengur en rúman mánuð að þessu sinni, þá hefir því tekist að láta eftir sig óvenjuljóst dæmi þess, að það er að yfirgnæfandi rneiri hluta stéttarþing burgeisa- stéttarinnar. Það hefir neitað að gefa sextugum alþýðumönnum eftir ranglátan réttindamissi, ef þeir þurfa á almannahjálp að haida eftir að hafa slitið sér út í mannsaldurslöngum þrældómi við bágborin kjör. En atvinnurek- endafélag eins og h. f. „Kári“ orð- ar ekki fyrr eftirgjöf á veðrétti í góðri eign en öll stjórnin og mest- ur hluti þingsins rýkur til að koma því fram með afbrigðum frá þingsköpum, og sæmilega greind- ur fjármálaráðherra svífst þess ekki að krossbrjóta lögmál heil- brigðrar hugsunar til að koma einhverri mynd á að mæla stétt- ar sérdrægninni bót. „Hvar þurfum vér nú framar vitnanna við“ um stéttareinkenni þings og stjórnar? Tilraira með hreiðurkassa. í nágrenni Reykjavíkur og í út- jöðrum bæjarins halda sig nokkr- ar tegundir af spörfuglum alt vor- ið og sumarið. Algengastir eru: Maríuerlur, steindeplar og þúfu- titlingar. Skógarþrestir dvelja hér í bænum um tíma, haust og vor, en fara uni varptímann lengra upp í land. Eitt vor gerði samt þröst- ur sér hreiður í þakrennu á húsi hér í bænum, en vatnsrensli ó- nýtti hreiðrið. Þetta bendir á, að þrestir myndu verpa hér i bænum, ef skilyrðin væru fyrir hendi. Hinir spörfuglarnir halda sig alt sumarið i útjöðrum bæjarins. Steindeplar verpa í grjótgörðum hér og hvar utan við bæinn og maríuerlur enda líka. Þær nálg- ast þó hýbýli manna enn þá meir. Kemur fyrir, að þær verpa utan í útihúsum, ef þær finna þar hent- ugan hreiðurstað. Dærni eru og til að þær verpa í útihúsum, þar sem enginn umgangur er. Þúfutitling- ar verpa víða í mýrum og móum kringum bæinn. Víða erlendis eru búnir til hreiðurkassar handa fuglum til að verpa í. Kassarnir eru festir upp á þeim stöðum, sem fuglar halda sig mest. Þetta er gert í þeim tilgangi að varðveita fuglana frá hættum, sem þeir verða oft fyrir um varptímann, — í annan stað að hæna þá að mannabústöðum og í þriðja lagi að vekja hjá mönnuin velvild til fuglanna og hvöt ti! að vernda þá. Ekki er ólíklegt, að takast megi að koma fuglum ti! að verpa í hreiðurkassa hér á landi sem er- lendis, þó að hér sé um mjög fáar fuglategundir að ræða. I Bandaríkjunum í Ameríku verpa t. d. 5 tegundir af músarrindlum í hreiðurkassa og auk þess marg- ar aðrar tegundir af fuglum. Hér á landi er til ein músarrindilsteg- und, sem útlit er fyrir að verði aldauða. Hún virðist mjög fágæt orðin á landinu. Munu kettir einna skæðastir að eyða þessum fugli. Hver veit nema tækist að fá mús- arrindilinn til að verpa í hreiður- kassa, þar sem hann heldur sig? Með því móti ætti að takast að halda við tegundinni. Nú er í ráði að gera tilraun með um hundrað hreiðurkassa hér í Reykjavík á næsta vori. Drengir í barnaskólanum smíða kassana eftir fyrirsögn Guðjóns Guðjónssonar kennara. Gert er ráð fyrir, að kassarnir verði festir upp víðs vegar í bænum snemma í laprílmánuði n. k. eða nokkru áður en farfuglarnir koma. Bezt mun vera að festa kassana upp í trjágörðum inni í bænum og í útjöðrum bæjarins, þar sem spör- fuglar staönæmast að vorinu, og umferð er ekki mikil. Hreiðurkassa má búa til úr ýmsu efni og hafa þá mismun- andi að gerð. Venjulegast eru þeir hafðir úr tré, en þó má nota annað efni, svo sem blikk, stein- steypu, pappa 0. s. frv. Ef fugl- ar venjast á annað borð á að verpa í hreiðurkassa, giidir einu, úr hverju efni kassinn er. Dæmi eru til, að músarrindlar hafa orpið í blikkdós undan ávöxtum og gamla kaffikönnu, sem boín- inn var tekinn úr. Skógarþröstur er stærstur þeirra spörfugla, sem vænta má að hér verpi í hreiðurkassa. Hann verpir ekki í lokaða kassa eins og flest- ir aðrir spörfuglar. Lokaða kassa á að búa þannig út, að hægt sé að opna eina hlið- ina. Annaðhvort á að hafa hana á hjörum eða með renniloki. Á haustin þarf að hreinsa úr kass- anum og á vorin að Iáta í hann fefni í hreiðrið. Venjulega nota fuglarnir þur 0g hrein sinustrá, rötartægjur, hár 0. s. frv. í hreiöur sín. Lítið eitt af efni þessu má láta í varpkass- ann áður en hann er festur upp. Fuglinn bætir svo við því, sem á vantar, um leið og hann býr til hreiðurkörfuna. (Frh.) Guðm. Davíðssan. Neðri deild. Þar voru í gær afgreidd tvenn lög, urn happdrætti og hlutavelt- ur og um raforkuvirki. Samkv. fyrr nefndu lögunum rná ekki setja peningahappdrætti á stofn hér á landi án lagaheimildar né selja erlenda happdráttahluti. Jón Baldv. vildi láta bæjar- og sveita- stjórnir hafa ákvæðisrétt um hin smærri happdrætti og bjóst við, að þá yrðu lögin síður brotin, því aö hægast væri að líta ^ftir því í hverjum hreppi uni sig. Br.till. hans í þá átt var feld. Um br.till. frá Magnúsi dósenti um að hafa fyrirsögn frumvarpsins að eins á íslenzku, en ekki erlend nöfn 1 svigum aftan við hin, fór fram nafnakall, og var hún feld með 13 atkvæðum gegn 12. Minti hann nokkru síðar flokksbræður sína á ástfóstur þeirra við dönsku nöfn- in. — Við raforkuvirkjafrv. bar Jón Baldv. fram br.till. um að færa aftur í upprunalega mynd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.