Alþýðublaðið - 10.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1926, Blaðsíða 3
10. marz. 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 ákvæði, sem e. d. hafði breytt, um að sveita- eða bæja-stjórnir hafi rétt til eignarnáms á raforkuvirkj- um einstakra manna eða félaga, gegn endurgjaldi eftir mati, ef umdæmi þeirra þurfa virkjananna með þö að 4/5 leyfistimans séu ekki útrunnir, — , eins og e. d. hafði sett að skilyrði. Benti hann á, að löggjöfin á fyrst og fremst að vernda fjöldann og réttindi hans. Leyfishafi fengi og fult end- urgjald fyrir það, sem af honum væri tekið. í sama streng tóku Magnús Torfason og Jak. Möller. M. T. kvað þingmenn ekki hafa rétt til að setja neitt það í lög, er sveitafélögunum væri til skaða, og ættu þeir að hugsa þar eins fyrir framtíðinni. Jakob spurði, hvort þeir, sem væru andstæðir br.till., ætluðu þá ekki að flytja stjórnarskrárbreytingartill ögu þess efnis, að afnema öll eignarnáms- leyfi, þó að almenningsheill krefði þeirra. B. Línd. talaði á móti till., en tók dæmi af framfaramönnum, sem sköruðu fram úr íhaldsmönn- úm í framkvæmdum. Hefir sum- um flokksmönnum hans naumast fundist dæmið æskilegt flokksins vegna. Síðan var breyt.till. feld. Um sérstakan þingmann fyrir Hafnarfjörð var mikið rætt. Hafði P. Ott. framsögu þeirra, er á móti mæltu. Jón Baldv. sýndi fram á, að svo sanngjörn sem skifting Húnavatnssýslu í tvö kjördæmi hefði verið, og flestir þingmenn hefðu verið sammála um hana, þá væri þessi skifting þó þeim mun sjálfsagðari, sem auk annars væri mikill munur á atvinnu manna á hvoru svæðinu um sig, Hafnarfirði og sýslunum. Ól. Th. viðurkendi ranglæti kjördæma- skipunarinnar, en ætlaði henni að batna bráðum, — sem ólíklegt er þó að hann ætlist til að verði af sjálfu sér. Talaði hann fyrst gegn frv. Reyndi hann í öndverðu að halda því fram, að fáir Hafn- firðingar hefðu óskað þess, að það kæmi fram. Lét hann jafn- vel líta svo út, sem einn flokks- maður hans í bæjarstjórninni þar væri á móti frv., þótt hann hefði skrifað undir áskorun til alþingis um að slíkt frv. næði fram að ganga. Er nú eftir að vita, hvernig hlutaðeigendur taka slíkri aðdrótt- un í þingræðu kjördæmis-„full- trúans“. Þá kom það næst, að jafnaðarmenn einir sta-ðu að frv. Loks fékk hann þó ekki neitað því, að þeir, sem að því stæðu, væru meiri hluti hafnfirzkra kjós- enda. Síðar kvaðst hann þó ekki ætla að verða á móti sérstökum þingmanni fyrir Hafnarfjörð, ef Gullbringu- og Kjósar-sýsla haldi tveimur samt. Bernharð kvaðst vera með fjölgun þingmanna um tvo, og fengi Hafnarfjörður ann- an, en Siglufjörður hinn. Jón Baldv. skoraði þá á þá Ólaf og Bemharð, að koma fram með slíka breytingartillögu, og skyldi hann verða með henni og ílytja slíka tillögu með þeim, ef þeir vildu. Þar eð þeir væru sinn úr hvorum aðalflokki þingsins, ætti að vera allvíst um samþykki al- þingis. Hins vegar benti hann Óí. Th. á, að þó að frv. sitt yrði felt, þá væri ekki áreiðanlegt, aÖ Gull- bringu- og Kjósar-sýsla sendu tvo íhaldsmenn á þing um aldur og æfi. Þá benti hann þeirn Bern- harð á, að ef þeir styddu frv. til 3. umr., þá mætti athuga tillögur þeirra milli umræðanna. Hann hefði borið frumv. fram í þessu formi af því, að hann hefði búist við betri undirtektum við það i þinginu, heldur en fjölgun þing- manna samkv. fyrri reynslu. Ósk- aði hann síðan nafnakalls og var það haft um 1. gr. frv. Var húo samþ. með 14 atkv. gegn 13 og með sömu atkvæðatölu var frv. vísað til 3. umræðu. „Já“ sögðu: Ben. Sv., Jón Baldv., Jakob, M. Torfason, Ól. Th. og „Framsókn- ar“-flokksmenn aðrir en Halldór Stef., en hann sagði „nei“ og allur íhaldsflokkurinn nema Ól. Th. Bj. f. V. var veikur. Ól. Th. tók það tvívegis fram, að hann greiddi atkv. meö frv. til þriðju urnr., þ. e., að á fylgi hans lengra áleiðis væri ekki að reiða sig. —•' Þá var 4. málið frv. Jóns Baldv. um, að styrkur vegna ómegðar sé ekki talinn sveitarstyrkur, með þeim takmörkunum, sem áður hef- ir verið skýrt frá. Tók hann fram, Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. étið þennan fjanda nema þú og landar þínir og aðrir svipaðir Hottentottar ? Ef við værum í ófriðnum núna, myndi ég tafarlaust láta skjóta þig og láta búa til sólaleður úr roð- inu af þér, en gefa beinagrindina af þér á náttúrugripasafn, sem sýnishorn af apamanni. Þegar ég kem á fætur, skal ég mölva í þér hvert bein.“ Svo kastaði hann stóli í Eirík, sem brá sér undan út um dyrnar, saup á whiskyflöskunni og gargaði í Maxwell, sem tafarlaust gekk inn til hans. — En Eiríkur flúði niður að á og hélt, að sæludagar hans þetta sumar og þá næsta vetur líka væru .á enda, því að hann yrði rekinn úr vistinni. Eiríkur sat nú þarna í öngum sínum. Hann vissi ekki hvað lengi, og beið eftir því, hverju fram yndi. Loks sá hann Maxwell homa út úr húsinu og banda til sín hendi, x>g hann tók þegar á rás upp eftir. „Þér kunnið auðsjáanlega ekki að mat- ireiða," sagði þjónninn. „Það hefi ég heldur aldrei sagt,“ anzaði Eiríkur. „Því hafið þér þá ráðið yður til elda- mensku ?“ „Það er af því, að ferðamennirnir heimta það.“ „Majórrinn er mjög reiður og vill vitan- lega ekki borða þetta ómeti, sem þér réttið að honum, svo að nú er ekki annað fyrir yður að gera en að útvega manneskju úr nágrenninu til að elda hið fljótasta, sem þér getið. En þér skuluð forðast að verða á vegi majórsins í dag. Hann er ekki í sem beztu skapi.“ Eiríkur vissi, að þetta var heillaráð. Blöðr- umar undan sjóðheitum grautnum á hálsi hans og andliti sögðu honum það greini- lega. Svo labbaði hann af stað. Hann vissi, að það var enginn hægðarleikur að fá fói* svona um hábjargræðistímann. En hann var frá fvrri ferðum sínum bráðkunnugur n«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.