Alþýðublaðið - 13.03.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.03.1926, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID ALÞÝÐUBL4ÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað oþin kl. 9Va—IOV2 árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) 0g 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Alp$ðusambaml íslands tiu ára. Með deginum í dag byrjar Al- þýðusamband Islands 2. áratug aldurs síns. Það var stofnað i Reykjavík 12. marz 1916. Stofn- fund sátu 20 fulltrúar frá 7 verk- lýðsfélögum, 5 í Reykjavík og 2 í Hafnarfirði. Samlögð meðlima- tala þessara stofnfélaga Alþýðu- sambandsins mun hafa verið um 1500. Á þessum liðnu 10 árum hefir Alþýðusambandinu farið það fram, aÖ nú er það skipað 30 verklýðs- félögum með um 5400 meðlimi samtals. Á þessum 10 árum hafa verið haldin 6 sambandsþing, þar sem markaðar hafa verið höfuðlínurn- ar í stefnumálum og fram- kvæmdamálum verklýðssamtak- anna. Með stofnun Alþýðusambands- ins myndaðist nýr stjórnmála- flokkur í landinu, Alþýðuflokkur- inn, sem vaxið hefir að meðlima- tölu og áhrifum jafnt og stöðugt síðan, þótt ranglát kosningalög og kjördæmaskipun hafi getað aftrað því, að hann fengi sæti á löggjaf- arþingi þjóðarinnar í réttu hlut- falli við tölu kjósenda. Alþýðusambandið hefir með blöðum sínum og á annan hátt vakið mikinn fjölda hins vinnandi lýðs til meðvitundar um afstöðu sína í þjóðfélaginu. Það hefir eflt vílja og samtakamátt verkalýðsins gegn áþján auðvaldsins. Við vit- um, að lífskjör verkalýðsins hafa batnað fyrir atbeina þessara sam- taka. Við vitum ekki, hvað kjörum verkalýðsins hefði hrakað frá því, sem áður var, ef þessi samtök hefðu ekki komist á, en við vitum, að þeim hlyti að hafa hrakað, svo erfitt sem gengið hefir að ná því, sem fengio er, þrátt fyrir sam- tökin. En þótt ekki verði bent á mörg eða mikil afrek Alþýðusambands- ins á þessum 10 árum, er þó á það að líta, að verklýðssamtök hjá öðrum þjóðum munu óvíða eða jafnvel hvergi hafa náð meiri viðgangi á fyrstu 10 starfsárun- um í hlutfalli við fólksfjölda. I þessu er fólgin trygging fyrir því, að Alþýðuflokkurinn á íslandi á mikla framtíð fyrir höndum. Það rná segja, að þessi liðnu 10 ár hafi verið bernskuskeið al- þýðusamtakanna. En nú taka þroskaárin við. Við, sem skipum Alþýðuflokk- inn, höfum skyldu til að gæta þess, að áhrif hans á næstu 10 árum verði ekki að eins jafnmikil, heldur margfalt meiri. Við eig- um að ryðja brauíina og sækja fast fram að settu marki, sem er: tortíming auðvaldsins, útrýming fátæktarinnar, fult sjálfræði hins vinnandi lýðs í atvinnumálum, mentamáium og stjórnmálum. P- Ilpmgi. Neðri deild. Þar var í gær deilt um það í nærri þrjár stundir, hvort ríkið skyldi sjálft láta byggja strand- ferðaskip meö kælirúmi. Ætluðu flutningsmennirnir ríkisskipinu smáhafnaferðirnar, en Eimskipa- félags-kæliskipinu hinar. Var 1- haldsflokkurinn óskiftur andstæð- ur þvi, að ríkið eignaðist kkipið. M. a. lýsti Jön Auðunn óánægju sinni og félaga sinna yfir þeirri tillögu, að ríkið færi nú að kaupa skip, og Magnús Guðmundsson sárbað flutningsmennina að taka tillöguna aftur. Jón Þorl. hótaði að verða á móti frv. um tillag til kæliskips Eimskipafél., ef skips- kaupin yrðu samþykt, sem viðbóí við frv. Nú eru Ihaldsflokksmenn í n. d. 13 eða tæpur helmingur deildarmanna, en Bjarni f. V. er veikur. Þá stóð Klemenz upp og sagði: „Mér er held ég alveg ó- hætt að fullyrða, aö innan „Fram- sóknar“-f!okksins eru alveg eins gætnir menn og íhaldssamir í fjármálum og í íhaldsflokknum.11 Og svo sem til að sanna orð sín gekk hann í lið með íhaldinu, og féll tillagan á atkvæði hans með 14 atkv., en 13 voru með henni, og var naínakall við haft. Jón Þorl. hrósaði Klemenzi líka og kvað hann vera „einn helzta mann „Framsóknar“-flokksins“. Að lok- inni skipsslátruninni var frv. um framlagið til kæíiskipskaupa Eim- skipafél. samþykt til 3. umr. Frv. um ellistyrk(tarskrána), al- þingiskjör(skrána) og vélstjórafrv. var öllum umræðulaust vísað til e. d. og tvær umr. ákveðnar um þingsál.till. um landbúnaðarlög- gjafar-milliþinganefnd. Tími vanst ekki til að ræða fleiri mál, og voru þau því tekin út af dagskrá, þ. á. m. frv. Jóns Baldv. um afnám gengisviðauk- ans og verðtollsins. — Efri deild. Kynbótum hesta var vísað til 3. umr. Ný frumvörp og tillögur. Ýmsar breytingatill. hafa kom- ið fram við stj.frv. um útsvör, þ. á. m. frá Jóni Baldv., að við- bótarútsvar megi hvergi leggja á þá, sem hafa eigi meira en 40 kr. í aðalútsvar, og í kaupstöð- um og kauptúnum, sem eru sér- stök bæjarfélög, megi ekki leggja það á þá, sem hafa eigi meira aðalútsvar en 80 kr. Einnig leggur hann til, að felt sé burtu ákvæÖi stj.frv. um, að atvinnumálaráÖu- neytið hafi æðsta úrskurðarvald urn útsvarsupphæð, ef kæruúr- skurði er skotið til þess, og að íelt sé niður það ákvæði frv., að ekki megi leggja útsvar bæði á hlutafélög og hluthafana sérstak- lega. Þrjú stjórnarfrv. eru nýkomin fram: um friðun Þingvalla (nokk- uð af tillögum Þingvallanefndar, sem í voru þjóðmenjavörður, landsverkfræðingur og húsameist- ari ríkisins), um aukning dönsku- og ensku-náms í Stýrimannaskól- anum undir farmannapróf og um að veita norskum manni, Clausi Gerhard Nielsen, hafnarverkam. hér í bænum, og Júlíusi Schopka, þýzkum manni, verzlunaríulltrúa hér í bænum, ísl. ríkisborgararétt-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.