Alþýðublaðið - 13.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1926, Blaðsíða 3
3 ALÞYÐUBLAÐID DagsferöHarfiindur í Bárubúð á morgun, sunnudag, kl. 2. Umræðuefni: Kaupdeila verkakvennafélagsins. Mætið vel og stundvislega! Sýnið skirteini! Stjðrnin. Um daginn og vegisrn. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38, sími 1561, og aðra nótt Ölaf- ur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. Verbakvennafélagið „Framsökn“ heldur fund um kaupgjaldsmálið annað kvöld kl. 8 í Góðtemplarahús inu. Er skorað á allar verkakonur að sækja fundinn, og væntanlega verða konur vel við þeirri áskorun, enda ríður nú mjög á samheldni verkakvenna, og því betri sem hún er, því vísari er sigurinn og stuðn- ingur annarar alþýðu við verka- konur í barátiu þeirra. Landkjörið. Auglýst er, að það fari fram 1. júlí n. k. Söngflokkur „K. F. U. M.“ ætlar til Noregs 22. apríl með „Lyru“. Stúdentafræðslan. Cand. Brynjólfur Bjaruason flyt- ur erindi um sögu jafnaðarstefn- unnar kl. 2 á morgun í Nýja Bíó. Ættu menn að fjölmenna þangað, því að erindið verður vafalaust fróðlegt. Fiskifréttir. Ferðamaður, nýkominn úr Kefla- vík, sagði í fyrra dag mokafla þar undan farna daga þá sjaldan á sjó hefir gefið. 1 Sandgerði voru gæft- ír góðar fram eftir vertíðinni, en afli fremur tregur. Nú er nógur fiskur þar úti fyrir, en mjög sjaldan gefur á sjó. Hefir svo verið á aðra viku, þar til í gær, að margir bát- ar voru að veiðum og öfluðu vel. Saltskip, en ekki Villemoes, kom til Peter- sens & Co. í fyrra dag. Villemoes ifer i förum fyrir Landsverzlun. Séra Halldör Bjarnarson í Presthólum hefir nýlega fengið lausn frá embætti. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Frið- rik Hallgrímsson. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. í Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 aðventkirkjunni veröur ekki mess- að. Togararnir. Otur kom af veiðum í morgun með 97 tunnur lifrar og Njörður með 95. Tryggvi gamli kom frá Énglandi í gærkveldi. Búist er við, Umsöknir um styrk úr minningarsjóði Sig- ríðar Thoroddsen sendist ásamt læknisvottorði til stjörnar Thor- valdsensfélagsins (Thorvaldsens- bazar) fyrir 25. þessa mánaðar. Reykjavik, 12. marz 1926. Stjórnin. Stúdentafræðslan. Á morgun talar cand. Brynjölfur Bjarnason um sögu jafnaðarstefnunnar kl. 2 i Nýja Bió. -Miðar á 50 aura við inngang- inn frá kl. I30. Leyfi mér að minna á, að ég hefi jafnan hús til sölu, og eins, að ég tek að mér að selja hús. Það kostar ekkert að spyrjast fyrir. Helgi Sveins- son, Aðalstræti 11. að Skallagrímur og Þórólfur fari í dag á veiðar. Hafa þeir legið nokkuð léngi. Skúli fógeti fer lík- lega einnig bráðlega á veiðar. Listasafn Einars Jónssonat. Aðgangur ó- keypis ki. 1—3 á sunnudögum. — Enginn, sem þess á kost, ætti að láta hjá líða að skoða þetta ágæta safn. « „Villemoes“ fór í gærkveldi áleiðis til Eng- lands. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Veðrið. Hiti mestur 1 stig; minstur .10 st. frost. Átt austlæg, rokstormur í Vestm.eyjum, annars staðar frem- ur hæg. Töluverð snjókomb í Stykk- ishólmi. Loftvægishæð 72 mm. við Norðausturland. Djúp loftvægislægð við Suður-Grænland. Otlit: Austlæg átt, hvöss á Suðvesturlandi, alllivöss á Vesturlandi. tírkoma á Suðurlandi og snjókoma á Austurlándi. í nótt Herluf Clausen, Simi 39. ,V0ti Tarzan‘ er komim. sennilega suðaustlæg átt, allhvöss og hvöss á Suður- og Vestur-landi. Fyrlrspiarss. Ég er atvinnurekandi. Einn af verkamönnum mínum verður fyrir slysum. Ég tilkynni það ekki hlutað- eigendum. Fyrir hvað miklum sekt- um get ég orðið, ef upp kernst, samkvæmt slysatryggingalögunum? Spurull nr. 2. Svar. Farðu þegar og skýrðu lögreglu- stjóra eða hreppsstjóra frá slysinu, því að fleirum en þú hyggur er kunnugt um vanrækslu þína. Annars máttu búast við, að þú kunnir að verða sektaður samkv. 22. gr. slysa- tryggingalaganna, 'se.m ■ ákveður sektir við broti gegn lögunum 50 til 1000 kr. Bætur verða greiddar, ef slysið er tilkynt innan árs frá því, er það varð, sbr. 12. gr. lag- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.