Alþýðublaðið - 16.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1926, Blaðsíða 3
16. marz 1926, ALÞÝÐUBLAÐID 3 sjálfum nemur. Jón Þorláksson var, eins og vænta mátti af hon- um, ólmur á móti afnámi verð- tollsins og hélt mjög fast við Jietta ástfóstur sitt. Vildi hann helzt, að frv. væri þegar felt. Ot af ummælum hans þess efnis, að Jón Baldv. væri að hafa tekjur af ríkissjóði með þessu frv., benti Jón Baldv. sem dærni þess, hvern- ig Jön Þorl. hefir reynst sem varðmaður ríkissjóðs, á eftirgjöf- ina á veði ríkissjóðs í togurum „Kára“-félagsins og stjórnarfrum- vörpin í fyrra, einkum um ríkis- lögregluna og skattaeftirgjöfina við togarafélögin. Svo talaði Jón Þorl. nú eins og hann telji sig standa á verði fyrir fjárhag ríkis- sjóðsins. Nú, þegar lausaskuldir ríkisins væru greiddar, ættu toll- skattar þessir að falla niður, eins og talið hafði verið alveg sjálf- sagt að þeir gerðu, þegar þeir voru lagðir á í upphafi. — Auð- heyrt var, að Jóni Þorl. gramdist, að jafnaðarmaðurinn* á alþingi skyldi ekki veita honum stuðning við fjármálastefnu hans, eins og hann játaði, að hinir þingflokk- amir hefðu gert. Var og skamt á að minnast stuðninginn, sem Klemenz veitti við að fella strand- ferðaskipskaup ríkisins. Efri deild. Þar voru um kl.st.-umræður um kynbæíur hesta, og töluðu margir sig „dauða“. Var þó ekki rætt um þau hross, sem átt er við, þegar taiað er um hrossakaup í þinginu. Flutti Einar þá breyting- artill., að konur megi skorast und- an kosningu í hrossakynbóta- nefnd. Fór fram nafnakall um til- löguna og náði hún samþykki á atkvæði I. H. B. (7 : 6). Var frv. síðan endursent n. d. Frv. um ellistyrk(tarskrána) og um alþingiskjör(skrána) v^r vís- að til 2. umr. og allshn. og vél- stjórafrv. til 2. umr. og sjávar- útvegsnefndar. Ný frumvörp. Guðm. Ól. flytur frv. um sölu á kirkjujörðinni Snæringsstöðum í Vatnsda! — handa barnaskóla hreppsins, segir í greinargerð —. Jónas frá Hriflu flytur í samein- uðu þingi þingsál.till. um, að al- þingi lýsi yfir því, að það telji það eina sjálfsögðustu skyldu hverrar stjórnar „að velja þá menn eina til að vera fufltrúar landsins erlendis, sem reyndir eru að reglusemi, dugnaði og prúð- mensku í allri háttsemi, svo að treysta megi, að þeir komi hvar- vetna fram þjóðinni til sæmdar." DHend símskeytl. Khöfn, FB., 15. marz. Löng flugferð. Frá Lundúnum er símað, að flugmaður, að nafni Cobham. sé heim kominn aftur úr flugferð frá Lundúnum til Höfðaborgar f ,Suður-Afríku. Á heimleiðinni fór hann yfir Kairo og Aþenuborg. Raunverulegur flugtími á heimleið 80 stundir; viðstaða á ýmsum stöðum ekki reiknuð. ilit og tillogur bjorgunarmáia- nefnðar Fiskifélagsins. VII. (Frh.) Um björgunarskip. „Ýmsir hafa litið svo á, að það væru hin einu bjargráð, sem um gæti verið að tala, að hafa björg- unarbát, og hann þyrfti landið að eignast sem allra fyrst. . . . Er þá að athuga starfsemi og starfssvið skips, sem annast ætti bjarganir skipa og manna úr sjáv- arháska. . . . Á vetrarvertíðinni eru veiðar mest stundaðar fyrir Suðurland- inu eða, svo nánara sé til tekið, frá Breiðafirði til Djúpavogs. Á þessu svæði eru 3 stórar veiði- stöðvar og margar smáar. Stærst- ar eru Sandgerði, Vestmannaeyj- ar og Hornafjörður. Til Sandgerð- is mætti telja smástöðvar allar við Reykjanessskaga. Vestmanna- eyjar verða að teljast sérstæða?, nema ef telja skyldi Landeyja- sand með. Hornafjörð og Djúpa- vog mætti telja tii einnar stöðvar Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Hann er duglegur og efnilegur maður, og ég veit, að hann verður góður við Gunnu. Þau sögðu mér, að þeim þætti vænt hvoru um annað, og að þau ætluðu að giftast í haust, og ég vona til guðs, að hann blessi þau í bráð og lengd.“ Það kom hálfgert á Jón við þessi orð, því að Bera hafði aldrei haft þetta hljóð í strokknum fyrr. „Já, en hann ætlar frá okkur í haust, og ef Guðrún fer með honum, hver heldur þú þá að muni ráða sig til okkar fyrir sanngjarnt kaup ? Vinnumennirnir taka okurverð fyrir sig, og hvaðan á ég, bláfátækur kotungur, að taka alla þá peninga? Ef ég á að fara að halda dýr hjú, — því að vinnukonu þarf ég að taka líka, ef Gunna fer —, þá getur ekki legið annað fyrir okkur en sveitin í vetur.“ Jón ætlaði nú að fara að halda langan fyrirlestur um hjúahald og hjúakaup og steypa úr kyrnum reiði sinnar yfir hina synd- umspiltu Suðumesja-Babýlon, Reykjavík, sem með djöfullegum vélabrögðum tældi hjúin úr sveitinni ofan í hyldýpi eilífrar glötunar á mölinni þar, en Bera gamla hindraði þá málsnild alla. „Þú hraktir frá þér Guðmund okkar með nirfilshættinum, og með honum og stórbokka- skapnum ætlar þú að hrekja frá þér dóttur okkar. Þú vilt, að hún eigi einhvern, sem þér þykir fremd að eiga fyrir tengdason, en ég vil, að hún eignist góðan mann, og það veit ég að Þorsteinn er. Það nægir mér, og ég hreyfi hvorki legg né lið til að hindra, að þau eigist," sagði Bera og snéri sér til veggjar. En Jón tók nú á allri málsnild sinni ýmist með biíðum fortölum eða hörðum orð- um. Það kom þó alt fyrir ekki, því að Bera hafði ekki einu sinni það mikið við hann, að hún anzaði honum. Það endast fáir til þess að yrðast lengi við sjálfa sig. Og þegar hann þóttist þess fullviss, að Bera myndi engan þátt taka í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.