Alþýðublaðið - 07.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ settra manna að skyldu, að við- halda legstaðnum. Þó væri eflaust betra að láta greiða víst gjald á ári, til þess að viðhalda garðin- um, og sérstakur maður fenginú til þess starfa, sem stæði undir stjórn safnaðarstjórnar, eða má- ske heldur vegastjórnar bæjarins. Þetta eftirlit væri aðallega fólgið í þvi, að hlaða upp leiðin og halda við leiðum þeirra, sem enga að- stendendur hefðu átt í Reykjavík. Sá kostnaður, sem af þessu leiddi, yrði aldrei mikill. Hann yrði til- finnanlegastur fyrst í stað, meðan verið væri að koma föstu skipu- lagi á garðinn. Yerkið yrði auð- velt og þyrfti ekki að verða mjög dýrt. Eg trúi því ekki, að Reykvík- ingar vildu ekki leggja á sig gjald til þessa, þar sem svo að segja hver maður í bænum á þar vin eða ættingja, föður eða móður, — þann er var leiðarsteinn til lífsins, eða þann er lífið og vonirnar bygð- ust á. Mönnum finst þetta ef til vill smámunir, en það eru einmitt smámunirnir, sem oft hafa svo mikið að segja. Og þetta er eitt af menningaratriðunum. Útlendingar, sem kunna að ferð- ast um heima, mundu fljótt reka augun í þetta, og munum við ekki vaxa í þeirra augum við það. Eg vona því að menn gefl þessu gaum, og að það þurfi ekki að verða ádeilumál milli flokka. Porfinnur Kristjánsson. Frámunalegt hirðufeysi. Fjö!da mannslífa teflt í hættu. Sterling kom í gærkveldi frá útlöndum og Norðurlandi. Með honum komu þingmenn þeir, er óhomnir voru og fjöldi fólks ann- ar, mest vermenn. Kvað þessi ferð Sterling hafa verið all sögu- leg. Svo sem, að hann misti ann- að atkerið og hafði að eins eitt eftir. LoftskeytatatækÍD, sem sett voru á hann, hafa enn ekki reynst nothæf, rafmagnsmótorinn, sem lýsir skipið, varð ónýtur, svo lýsa varð með kertum unz olíulampar náðust, og loks var skipið vatns- laust að kalla, tvo síðustu dagana, og ekki vatnsdropi til síðasta dag- inn, ofan á þetta bættist svo mat- arskortur. Er stór furða, að nokkr- um skuli koma til hugar að leggja úr höfn með skip svona úr garði gert, fult farþega. Eða er verið að gera leik til þess að fækka íslendingum á þenna hátt? Heila grein mætti rita um skeytingar- leysi það, sem hér er sýnt, en það mundi lítið stoða. Mönnum lærist aldrei að gæta sjálfsagðar varúðar, fyr en stórslys hefir hlot- ist af skammsýni þeirra. /. Þorsti lorgunMalÉs. Stutt er á milli „túranna" hjá Mbl. og þannig íer fysir flestum fyr eða síðar, sem dýrka Bakkus af alvöru eins og þeir gera hin andlegu Ijós, sem stýra kaupmanna- blaðinu okkar. 3. þ. m. flutti Mbl. mynd af því þegar amerísldr embættismenn voru að helía niður vínieyfum, sem fundist höfðu, og fárast blað- ið mjög út af því að svona illa skuli vera farið raeð „hinar dýru veigar". Er auðséð á ummælum blaðsins, að þeir herrar, Morgun- blaðsfeðurnir, hafa ekki getað vatni haldsð út af hinni sáru hrygð sem greip þá, er þeir virtu fyrir sér íisfeverkið, Bragðið hefir kom- ið í muna þeim og þeir hafa ef til vill „fundið á sér" fyrst eins og sagt var um sjóraennina suma hérna á árunum, að þegar þeir voru komnir inn undir eyjar þá voru þeir orðnir ölvaðir af tilhugs- uninni. En vtrnan hefir orðið skammæ á þeirn, Mbl.ritstjórurtum, og þeir hafa með sársauka mikl- um fundið tii þess hve hróplegt rangiæti það væri að líða Ameríku- mönnum að fara svona illa með átrúnaðargoðið. í annað sinn fluttu þeir þá fregn í sambandi við myndina, að 137 manna væru blindir f Bandarfkjun- um af trj ákvoðusprittsdrykkju og 149 dauðir. Ekki segir blaðið frá því á hve löngum tírna það hafi ^k.ng:lý®iiig,ar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á aígreiðslunni á Laugavegi 18 b. gerst. (Heimildra ifklega ekki sem áreiðanlegust.) Á anean tug ára hafa í Banda- rfkjunum að minsta kosti milli. 40 og 50 miljónir nsauna liíað undir bannlögum og þó hefir ekkert frézt um þetta fyrri en nú. Vili ekki Mbl. fræða okkur utn það, hvernig á því stendur? Áður en bannið kora á alment í Baadaríkjunum var áfengi sel'c í flestum Áusturrikjunum og sam- kvæmt opinberum skýrsluin dóu að meðaitali á árí hverju beinlínis af áfengissýki um 100.000 maana, Vil! ekki Mbl. fræða okkur una það hve roikið það sé á hverja xoo fbúa þegar fbúatalan er uo 110 miljónir? Og vill ekki Mbl. gefa okkur nánari upplýsingar nm það hve margir af hverju 100 íbúanna þessir 137-I-149 eru, svo við get- um borið saman báðar töluraar og gert okkur grein fyrir hve mikiís virði hun sé nú þessi frétt ? Svo mætti til frekari skýringar athuga hve margir ættu að deyja hér á landi eftir fólksfjölda eítir sama hlutfalli og þá fengjum við beztan skilning á því sem blaðið er að segja okkur frá. Ef svo skyldi nú fara, mót vo® miani, að dæmin þessi yrðu rit- stjórum blaðsins ofurefli, af góð- um og gildum ástæðum, þá gætu þeir tarið til einhverra góökunn- ingja sinna og reiknimeistara tií þess að Jeysa úr gátuani, því Ifk- legt væri að einhverjír af aðstand' endum blaðsins og eigendum gætu gert þetta lítilræði fyrir þá. Blaðið segir: „Þegar góðu drykk- irnir eru bannfærðir, fara menn að drekka allskonar ólyfjan." Auðskilið er það hverjum mannt af hverju blaðið kennir bannlög' unum um að menn drekka allskon* ar „ólyfjan", en hitt væri vel þe®s vert að það væri betur athugaö* hver sé hin upprunalega orsök þess. Et drykkjuskapur og nautn „góðu drykkjanna" heíði aldre* komið upp með mannkyninu, þ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.