Alþýðublaðið - 07.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ frá lögreglustjóra. Samkvæmt núgildandi ákvæðum, um varnir gegn því, að næmar sóttir berist hingað til lands frá út- löndum, er hér með alvarlega brýnt fyrir almenn- ingi að gæta þess vandlega, að hafa engin mök við skip, sem koma frá útlöndunv eða skipverja af þeim, hvorki við land eða í hafi, og ekki heldur fara út að slíkum skipum, íyr en leyfðar hafa varið samgöngur við skipin. Verði nokkur vís, að einhver brjóti á móti þessu, eða geri sig líklegan til þess, er þess vænst, að sá, er þessa skyldi verða var, geri lögreglunni tafarlaust aðvart. Við brotum á sóttvarnarreglunum, eins og nú stendur á, liggja þungar refsingar að lögum. Lögreglustjórinn í Repkjavík, 6. febrúar 1920, Jón Hermannsson. þá f Landsbankanum við gömiu seðlum bankans fyrir fuit verð.« Af orðum þessara þriggja banka- stjóra má þá ráða þetta tvent: Hér er sama sem ekkert af þess- um innkölluðu seðlum, en þó svo væri, þá er engin hætta á að taka við þeim, þeir verða teknir fullu verði eins og aðrir danskir seðlar. Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). .Ginmitt það!“ sagði hinn. .Þegar eg kom hingað, hélt eg að það væru verkamennirnir, sem yæru ósanngjarnir. En nú hefi eg sjálfur séð, að þeir fá í engu notið réttar síns. Eitt er að minsta kosti rétt, enginn fær fullan vog- arþunga hér í námunum — ef hann ekki er vinur verkstjórans. Eg veit það, því að eg og kola- höggsmaður minn höfum reynt alt mögulegt. Við höfum lestað vagn mjög illa og fengið átján hundruð pund, og líka höfum við lestað annan svo, að við vissum vel að hann var helmingi þyngri — en við fengum aldrei meira en tuttugu og tvö eða þrjú hund- ruð pund. Hærra kemst enginn — þó menn viti, að stóru vagn- ana má hlaða, svo að þeir taka tvær eða þrjár smálestir. Sé stein- snidda í kolunum, er hún auð- vitað ekki talin, stundum segja þeir jafnvel, að grjót sé í kolun- um, þó þar sé ekkert. Engin lög eru til, sem neyða þá til þess, að sanna þetta“. »Ó nei, svo er víst ekki". „Niðurstaðan er blátt áfram sú, að þeir telja okkur trú um, að þeir greiði okkur 55 skildinga fyrir smálestina, þegar þeir í raun og veru hafa faert niður iaunin og greiða okkur að eins þrjátíu og fimm skildinga. Og í gær greiddi eg hálfan annan dal fyrir bláar vinnubuxur í búð félagsins, en í Pedro kosta þær sextíu skild- inga“. „Svo — o", sagði hinn, „fé- lagið þarf nú líka að fá greiddan kostnaðinn við að flytja þetta hingaðl" Nú sá Hallur, að blaðinu var snúið við. Nú var það hinn, sem hélt honutn utan dyra. Hann var bersýnilega ekki heppinn njósnari. „Heyrðu mér nú“, sagði hann, „hvað er eiginlega átt við með þessu?“ „Átt við ?“ sagði hinn rólega, „eg skil þig ekki“. „Eg á við, fyrir hvað ert þú hér?“ „Fyrir tvo dali um daginn — eins og þú, býst eg við“. Hallur fór að hlægja. „Við minnum á tvo kafbáta, sem reyna að finna hvorn annan neðansjávar. Eg held að okkur væri betra, að komast upp á yfirborðið og reyna að útkljá þetta þar“. Hinum virtist geðjast vel að hlátri Halls. „Vert þú á undanl" sagði hann. En hann brosti ekki. Hann horfði með rólegum, bláum augunum á Hall og í fullri alvöru. „Eins og þér þóknast", sagði Hallur, „en saga mfn er ekki eggj- andi. Eg er ekki strokufangi og því sfður njósnari, eins og þú hefir kannske grunað mig um. En ekki er eg heldur „fæddur“ kolahöggsmaður. Heima er bróðú minn og nokkrir kunningjar, setö ímynda sér, að þeir viti alt uD» kolavinslu. Mér gramdist þetta. þess vegna kom eg hingað $ þess að sjá þetta með mínuBJ eigin augum. Það er alt og suim* En eg hefi hinn mesta áhuga » þessu, og eg vil gjarna ver* hérna nokkra stund enn þá, sv° að eg vona að þér sé ekki „u»ót' að?“ Fjötruð sátt. Nú er smátt um glens í geöb gengur fátt í betri átt. Fjötruð sátt og flest í veði, fjandsöm þráttan hefir mátt. J. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.