Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 3
18. marz 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 hæð. Samkv. stj.frv. sé yfirstjórn bankans í höndum ráðherra þess, er fer með bankamál og 15 manna landsbankanefndar, ólaunaðrar nema að ferðakostnaði. Sé hún :kosin í sameinuðu alþingi. Auk þeirra sé 5 manna bankaráð. Frv. Ben. Sv. gerir hvorki ráð fyrir bankanefnd né bankaráði, heldur sé stjórn ríkisbankans skipuð með sama hætti sem stjórn Landsbankans nú. í greinargerð kveðst Ben. Sv. lita svo á, að bankaráð myndi ekki koma að tilætluðum notum. — Þá flytur stjórnin jafnframt frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita ýms hlunnindi fyrirhug- uðum nýjum banka í Reykjavík, þ. á. m. undanþágu frá öllum opinberum gjöldum og sköttum og stimpilgjaldi gegn því, að hann greiði ríkinu hluta af hrein- um ársarði sínum, þegar áður hafa verið dregnir frá arðinum 10 a. h. til varasjóðs og 5 a. h. til hluthafa, en fyrst „hæfileg fjár- hæð til afskriftar af væntanlegu bankahúsi og innanstokksmunum“ og þar næst beint áfallið tap bankans. Honum er ætlað að taka til starfa fyrir árslok 1927. Hluta- fé bankans er ætlað að vera 2—6 millj. kr., „og skulu að rninsta kosti 55 a. h. hlutafjárins boðin út innanlands í þrjá rnánuði eft- ir að lögin öðlast gildi.“ Meiri hluti (þ. e. ekki allir frekar en verkast vill) bankastjórnar og bankaráðs segir frv. að skuli vera íslendingar, búsettir hér á landi. — Skýr eru einkenni íslands- bankabróður. Um viövarpstæki og meðferð peirra. Nú er loks að því komið, að íslendingar, sem aðrar þjóðir, taki þátt í hinni merkustu framför 20. aldarinnar, sem er víðvarp söngs og hljóðfærasláttar. Víðvarpið er auðvitað ekki annað en áfram- haldandi notkun raforkunnar, og enda þótt erfitt sé að grynna til botns í leyndardómum hennar, er í rauninni nokkuð auðvelt að skilja byggingu og notkun mót- tökutækisins. Sérhver sá maður, sem einhverja nasasjón hefir af þekkingu á raforkutækjum, getur með óbrotnum verkfærum búið sér til sæmilegt móttökutæki. Lesendum til fróðleiks birtast hér upplýsingar og leiÖbeiningar um byggingu og notkun móttöku- tækja». Þegar maður byrjar að búa sér til móttökutæki, verður maður að hafa það hugfast, að straumstyrk- leikinn er ekki mikill. Öll sam- bönd, bæði jarð- og loftnets-sam- band, verða að vera i góðu lagi, sömuleiðis leiðslurnar í tækinu, og skal helzt lóða þær. Að öðr- 1 um kosti myndast sýring milli lausra sambanda, og þetta mun auka mótspyrnu veikum straum- um, og við það mujnj .móttöku- magn jafnvel stórra tækja minka. Aldrei verður farið of varlega með móttökutækið, hvort heldur er meðan verið er að búa það til eða nota það. Allir straumar, sem fara í gegn um móttökutæki, skifta stefnu mörg þúsund sinnum á sekúndu (,,háfrekvenzstraumar“), og' þeir fara með ytra borði þráð- arins. Þess vegna á aldrei að nota tinborna þræði, heldur slétta silfurborna eirþræði, þar sem leiðslumagn eirs og silfurs er miklu meira en tins. Þegar þér fáið yður móttöku- tæki, þá hafið það þannig útbúið, að þér getið hæglega bætt við það. Við það sparast ekki að eins fé, heklur lærið þér einnig eðli og verkun hvers einstaks hlutar. Það er bezt að fá sér slíkt krystal- tæki, að hægt sé, þegar efni leyfa og áhuginn vex, að bæta lömpum við. Byrjið því með góðu krystal- tæki. Bætið seinna við „háfre- kvenzlampa“, sem hefir þau áhrif, að hægt er að ná fjarlægari sendi- stöðvum, en eykur ekki hljórn- styrkleikann. Með því er auðvelt að heyra til Englands, en viljið þér heyra betur, er bezt að bæta við 1. eða 2. stigs hljóðauka. Við það hafið þér ágætt tæki, sem gefur góð hljóð með hátalara (í sambandi við gott loftnet). — Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. f. samtalinu, breiddi hann upp yfir höfuð og reyndi að sofa. Það gekk þó meira en skrykkjótt, og hann fór ofan um morguninn fyrir allar aldir í hundillu skapi, svo sem áður er sagt. Það var komið undir hádegi. Jón gamli stóð á hlaðinu. Hann var í miðjum rnann- raunum sínurn, og ekkert var til að dreifa huganum. Þá sá hann mann koma neðan veginn. Það greip hann óðar angist og skelf- ing, þegar hann hugsaði til þess, að verið gæti svo, að þessi maÖur kæmi heim á bæinn, og þá yrði ekki hjá því komist að gefa honurn kaffi, en það lá auðvitað í augum uppi, að gæti ekki það, sem yfir hann hafði ðunið síðan daginn áður, komið honum á vonarvöl, hlyti þetta nýja ólá n að ríða baggamuninn. Meðan karlinn var að bollaleggja, hvernig þessari hörmung yrði afstýrt, var það orðið v<Qf seint, því að maðurinn var að koma neðan traðirnar, og sá Jón þá, að þetta var Ei- ríkur með augaö. Ekki var alveg laust við, að honum létti við það, því að. Eiríkur hafði oft rétt að Jóni hýrgun, sem hann ekki bandaði hendinni við, ef hann gat fengið hana sér að kostnaðarlausu. „Komdu nú blessaður og sæll, Eiríkur minn! og velkominn! Þú ert þá aftur kom- inn hér um slóðir,“ sagði Jón og reyndi að setja á sig sparisvip. „Sæll sjálfur!“ anzaði Eiríkur, „og hvernig líður hjá þér ? Alt meinlítið?“ Hann reyndi líka að setja á sig gestasvip, en árangurinn var svipaður hjá báðum. „Ó-já; meinlítið; ekki verður annað sagt,“ sagði Jón. Hann sá strax, að Eiríki var eitt- hvað niðri fyrir. „En með hverjum ertu í sumar ?“ „Það er heimsfrægur enskur hershöfðingi. Hann var fyrir meginhlutanum af liði Breta í ófriðnum mikla," sagði Eiríkur. Hann var aldrei vanur að draga af hlutunum, og fanst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.