Alþýðublaðið - 19.03.1926, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐID
3
drykkja eða vera undir áhrifum
þeirra við bifreiðaakstur. Bifrc'ð-
arstjóri, sem ekur ölvaður eða
brýtur gegn því ákvæði bifreiða-
laganna að nema pegar staðar,
ef slys verður við notkun bifreið-
arinnar, skýra frá nafni sínu og
heimilisfangi og hjálpa peim, er
slasast hafa, ef þörf gerist, skal
auk sekta sviftur ökuskírteini (þ.
e. ökuleyfi) um ákveðinn tíma,
eigi skemur en 6 mánuði, eða
æfilangt, ef brot er margítrekað,
valdið er verulegu slysi vegna öl-
æöis eða miklar sakir eru að
öðru leyti. Hins vegar heimilar
frv. aukningu bifreiðahraða frá
pví, sem nú er löggleyft í kaup-
stöðum og slíku þéttbýli, úr 12
km. á klst. upp í 18, en annars-
staðar í björtu úr 35 km. í 40.
— Magnús dósent flytur frv. um,
að heimilt sé að veita guðfræð-
ingum frá-háskólum í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð prestsembætti
hér á landi, ef guðfræðideild (ísl.
háskólans, á hann víst við) mælir
með því, og þeir fullnægja öðrurn
seítum skilyrðum.
Afvopnun samþykt.
(Tilkynning frá sendiherra Dana.)
Afvopnunarfrumvarpið var sam-
þykt í þjóðþinginu með‘75 atkv.
(jafnaðarmannaflokkurinn og ger-
bótamenn) gegn 71 atkv. (vinstri-
menn og íhaldsmenn).
Um daginn og veginn.
Væturíæknir
er i nótt uiafnr Jírrso", Vcr.ar-
stræti 12, simi 959.
Bakarasveinafélag íslands
heldur ársskemtun sína á morgun.
Sjá auglýsingu hér í bláðinu f fyrra
dag.
Frá Vestmannaeyjum
var símað í morgun, að afli væri
þar lítill í net en góður á línu. Átt
er suðaustlæg og mikið brim.
Leiðrétting.
í blaðinu'í gær misprentaðist nafn
ísfirzka vélarbátsins. Hann heitir
..Frigg".
Munið!
Bellmanns-fyrirlestur Matthíasar
Þórðarsonar í Nýja Bíó i kvöld kl.
7,30 til ágóða fyrir mannskaðasam-
skotin. Miðar á 1 krónu og fást í
Nýja Bíó eftir kl. 4
Togarinn
Apríl konr frá Englandi í gær.
Víðvarpið
í gærkveldi tókst sæmilega vel;
mörg hundruð manns söfnuðust fyr-
ir utan glugga Hljóðfærahússins til
að hlusta á sönginn og hljóðfæra-
sláttinn. I kvöld leikur hljómsveit
undir stjórn Emils Thoroddsens í
víðvarpiö kl. 8 og hljóðfæraflokk-
urinn hjá Rosenberg kl. 9
Verkfallið.
Vinna liggur yfirleitt niðri á fisk-'
stöðvunum. Verkakonur halda fast
saman. Að eins í „Kveldúlfi" er
reynt að halda uppi einhverju
Hreins~
stangasápa
er seld í pekkum og
einstökum stykkjum
hjá jillum kaupmönn-
um. Enginl’alveg eins
góð.
Reyktar rauðmagi,
oq mjólkurostur á kr. 1,50
pr. Va kg.
Verzlun
Hannesar Ólaf ssonar,
Grettisgðtu 2.
Simi 871. Sími 871.
/
vinnukáki, og var nokkrum utanfé-
lagskonum laumað þar inn. um
glugga í morgun eins og þýfi.
Einar skálaglam: Húsið við Norðurá.
IV. KAFLI.
Majornum sýnd veiðln, en ekki gefin.
Ekki hafa farið neinar sagnir af því, hvað
þeim Eiríki-og Jóni fór á milli í stofunni.
En það eitt er víst, að þeir voru báðir
heldur en ekki kampakátir, er þeir komu
út, og var auðséð á svip þeirra beggja,
að þeir þóttust hafa leikið sæmilega hvor
á annan. Það var og fullráðið, að Guðrún
ætti á hverjum degi að koma til veiðihúss-
ins og elda þar, og átti Jón að taka þriggja
sterlingspunda umbun fyrir á viku. Þótti
honum þar tekinn góður fengur á þurru
lapdi. Jón hélt í einfeldni sinni, að Eiríkur
gleddist af því einu að vera nú viðskila
við eldamenskuna, en það grunaði hann ekki,
að gleðisvipur Eiríks með augað stafaði
aðallega af því, að majórinn greiddi honum
fjögur pund á viku fyrir þetta, svo að Eiríki
áskotnaðist þar eitt p.und fyrir ekkert.
En þar skildi feigan og ófeigan, að Eiríkur
vissi upp á hár, hvað í huga Jóns bjó ög
olli gleði hans, því að það var Eiríkur
sjálfur, sem hafði sáð til þeirrar ánægju.
Hingað til hafði það alt af verið draumur
Jóns, að einhver gleraugum skrýddur og
innskeifur, nývígður guðfræðingur eða þá
diplomatfrakka-búinn kaupfélagsstjóri með
gúmmíflibba og hvíta slaufu með „gleymdu
mér ei‘‘, saumaðri í hvert horn á henni,
sigi hátíðlega upp að altari veglegrar timbur- »
kirkju með Guðrúnu, en þar stæði stígvéla-
gljáandi, sílspikaður, sýnodussækjandi hér-
aðsprófastur með fálkakross á viðeigandi
stað og keyrði þau í krafti laganna inn í
ginið á heilögu hjónabandi einhvern tima
seint og siðar meir, þegar ekkert væri hægf
að græða á því lengur, að hún sæti heima.
En nú hafði Eiríkur opnað honum nýtt og
skínandi fagurt víðsýni yfir spánnýja mögu-
leika, er gætu teymt hann og. hana fram
að skörum voldugasta hásætis i heimi.