Alþýðublaðið - 22.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1926, Blaðsíða 1
Ipýðublaðið Gefid út aS Alþýðuflokknum 1926. Mánudaginn 22. marz. 69. tölublað. Verkfallið víkkað. Vinna stöðvuð við afgreiðslu allra f lutning a~ skipa frá kl. 6 í morgun. Til þess að gera samúðarverk- fall ' verkamanna í kaupdeilu verkakvenna enn áhrifameira og |>ar með skammvinnari deiluna, hefir stjórn Alþýðusambandsins ákveðið að skípa fyrir um verkfall við öll kola- og salt-skip og önnur vöruflutningaskip, er hingað koma, og hófst það verkfall kl. 6 í morg- un. Frá þeim tíma er öll eiginleg hafnarvinna niður fallin þangað til, að samkomulag kemst á milli stéttanna um kaup kvenna eða kauptaxti þess er viðurkendur. Erlend símskeyti. . Khöfn, FB., 19. marz. Föstu sætin sett i nefnd. Frá Genf er símað, að sett hafi verið á laggirnar sérstök nefnd til þess að rannsaka, hvernig leysa skuli úr kröfunum um föstu sætin. Tilræði við prinzinn af Wales? Frá Lundúnum er símað, að öskju með calciumcarbid hafi verið kastað inn á gistihús, þar .sem prinzinn af Wales sat að veízlu, Kom afskaplegur gaspefur ¦af, og héldu sumir, að hér hefði verið um tilraun að ræða til þess að drepa prinzinn. ,, Khöfn, FB., 20. marz. Coolidge um Þjóðabandalagið. Frá Washington er símað, að Coolidge sé svartsýnn vegna at- burðarins í Genf. Álítur hann framtíð Þjóðabandalagsins óvissa og afvopnunarfund þýðingarlaus- an sem stendur, og útlit fyrir styrjaldir hafi ekki minkað að áliti hans. Íbúatala Bandarikjanna. Frá New-York-borg er símað, að ibúatala Bandarikjanna hafi aukist um 11 railljónir síðan 1920 og er nú Í17 milljónir. (Var tek- ið manntal í júlílok 1925, og mun nú búið að vinna úr manntals- skýrslunum.) Landhelgisbrot. „Fylla kom í morgun með togar- ann „Surprise". Tók hún hann fram af Öndverðarriesi fyrir landhelgis- brot, Göuþrællinn er í dag. Verkakvennafélagið „Framsókn" heldur fun'd í kvöld kl. 8,30 i Bár- unni niðri. Rætt verður um kaup- gjaldsmálið. Allar konur, sem starfa að fiskvinnu, eru boðnar á fundinn. Ö|)arft mun að áminna konur um að fjölsækja fundinn. Þær'vita sjálf- ar, hve nauðsynlegt það er, að standa sameinaðar. Veðrið. Hiti mestur 4 st. (í Vestm og víð- ar); minstur 6 stiga frost (á Gríms- stöðum); 3 stig í Rvík. Átt austlæg, allhvass í Vestm.eyj., hægur ann- ars staðar. Veðurspá: 1 dag suðauStl. átt við Suðvesturland. Kyrt veður á Norður- og Austur-landi. I nótt: Sennilega suðaustan, fremur hægur á Suðvestur-og Vesturlandi. Breyti- leg vindstaða, hægur á Norður- ,og Austurlandi. nMorgunblaðs>*-samkyæmni. Samkvæmnin er ekki vön að vera mikil hjá „Mgbl.", og ekki batnar, Samhngur verkalýðsins. .Verkatirðsfundurinn i gær oö ályktun hans. Verkalýðsfundurinn, sem hald- inn var í Bárubúð í gær, var f jöl- sóttur, eins og kosningafundur væri. Var mjög greinileg samstill- ing fólksins og vissa um mátt samtaka sinna. 1 einu hljóði sam- þykti mannfjöldinn svo felda yfir-: lýsingu: Fundurinu lýsir yfir því, að hann telur sjálfsagt, að verka- kvennafélagið sé styrkt á allan þann hátt, sem unt er, í kaup- deilunni. pegar margs er að gæta. Annað veifið segir það nú, að verkakonur vinni þrátt fyrir verkfallið, en hið sanna kemur i ljós, þar sem það segir, að ekki sé unnið á fisk- stöðvunum — „af pví að þar 'er ekkert að gera." Samskotin til isfirzku ekknanna. Afhent Alþýðublaðinu frá verka- mörinum í Pípuverksmiðju Reykja- víkur krónur 75,00. Vitar og sjómerki. Tilkynningar um breytingar á þeim, þær, er þurfa að berast fljótt til sjófarenda, verða framvegis send- ar út með veðurskeytunum, aug- lýsir vitamálastjórinn. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . . ,. kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 119,54 100 kr. sænskar . . . . — 122,44 100 kr. norskar . . . . — 98.14 Dollar....... — 4,57 100 frankar franskir . . — 16,38 100 gyllini hollenzk . . — 183,19 100 gullmörk þýzk. . . — 108,66 Skinnastaðaprestakall i Þingeyjarsýslu er auglýst laust til umsóknar til aprilloka . Veitist frá 1. júní.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.