Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALEÝÐUBLAÐID jALÞÝÐUBLÁÐIÐ j 5 kemur út á hverjum virkúm degi. ► * ■ ......................— ► 3 Afgreiðsla í Aiþýðuhúsinu við £ < Hveríisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. ► 3 til kl. 7 síðd. í J Skrifstofa á sama stað opin kl. { i 91 2 -—10 V2 árd. og kl. 8 —9 síðd. | J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > 5 (skrifstofan). í J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t 3 hver mm. eindáika. £ ! Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ( J (í sama húsi, sömu símar). ; Nú var nóg fé til. Sú hefir oftast verið venja stór- atvinnurekendanna að grípa til barlómsins, þegar þeir hafa viljað koma fram kauplækkunum eða neita kröfum verkamanna um bæít kaupkjör. Þá þykjast þeir alt af vera að tapa. Nú hefir sýnt sig, að slíkt er fyrirsláttur einn, og er sjálfsagt að minnast þess i framtíðinni. Þegar verkakonur buðu að vinna fyrir 85 aura uin klst.j en þeir ætluðu að pína þær til að vinna að eins fyrir 80 aura, þá bæði hótuðu- þeir og reyndu, a. m. k. sumir hverjir, að láta karimenn vinna venjulega kven- fóiksvinnu, og vildu heldur greiða þeim 140 aura um klst. fyrir sörnu vinnu en konum 85. Það vaníaði ekki peningana þá. Þeir hótuðu einnig að flytja kvenfólk að frá fjarlægum stöðum til vinnunnar og ætluðu þá ekki að horfa í aukakostnaðinn. Þar af má sjá, að þegar þeir eru að reyna að kúga verkafólkið, þá hafa þeir nóg fé. Þaó er því sannarlega ástæðulaust að hlífa þeim við út- gjöldum í framtíðinni eða taka íiliit tii barlóms þeirra. Það er sýnt, að þeir geta greitt sæmilegt kaup, ef þeir vilja, og jafnframt, að óhætt er að leggja á þá tals- verð útsvör til almenningsþarfa. Þeir hafa hvort sem er nóg fé, þegar ósvífnin og kúgunarlöngun- in krefst. En því er sannarlega betur varið til annars þarfara. Nýr togari kom hingað í nótt frá Englandi til h.f. „Alliance". Er hanri nýsmíðaður og heitir „Hannes ráðherra". „Eldvígslan“ verður leikin í kvöld. Alpingi. Kl. 10 í gærmorgun var skotið á fundi í sameinuðu þingi til að segja þingmönnum frá láti ekkju- drotningarinnar. Neðri deild. Frv. um veðurstofu á fslandi var vísað til 3. umr. að samþyktri breyt.till. Jör. Br., að lögin gildi frá 1. júlí í sumar. Á móti því að veðurstofan væri svo fljótt seti á stoi'n greiddu þeir Jón Þorl. og Magnús ráðherrar einir atkvæði fyrst, en er endurtaka varð atkv.- greiðsluna vegna ónógrar þáttöku í henni, sat Magnús hjá, en Jón var á móji eins og áður. — Af- nánt gengisviðauka á vörutolli var vísað tii 3. umr. Jón Baldv. reyndi jafnframt að ná gengisviðaukan- um af kaffi- og sykur-tolli. Þeir tollar námu s. I, ár rúml. 1 millj. kr. með viðaukanum, sem var á þriðja hundrað þúsund kr. og er talinn álíka hár af hvorri vörunni um sig. Ekki blöskraði Jóni Þorl. sá skattur, enda kemur hann meira niður á alþýðu eh stórútgerðar-, mönnum, og talaði ráðherrann gegn afnámi gengisviðaukans. Síð- ar, þegar rætt var um járnbrautar- málið, kvað Magnús dósent skatt- ana hér á landi ekkert ákaflega þunga. Jón Baldv. kvað ástæður þær, sem Jón Þorl. bar fram, hafa gildi fyrir þá eina, sem sjá að eins tollaleiðina til fjáröflunar í rík- íssjóðinn. Var nafnakall síðan við haft um br.till. Jóns Baldv., og voru þær báðar feldar, aðaltill. um afnám gengisviðaukans bæði á kaffi- og sykur-tolli, nreð 22 at- kv.? en 4 með; og varatill. um af- nám viðaukans á syBurtolli með 17 atkv., en 9 með. Öl. Th. var farinn út, en Bjarni er veikur. Með afnámi hvors tveggja viðaukans voru: Jón Baldv., Hákon, Jakob og M. Torfason, og auk þeirra með afnámi viðaukans af sykur- tollinum: Ben Sv., Ásg., H. Stef., Sigurjón og Sv. Öl., sem þó vildu halda gengisviðaukanum á kaffi- tollinum.Móti báðum br.till. voru: Árni frá Múla, Bernh., B. Línd., I. Bj., J. A. J., J. Kjart., J. Sig„ J. Þorl., Jör., Klemenz, M. G„ M. J„ P. Ott„ T- Þ„ Tr. Þ„ Þoríeifur og þórarinn. Frv. um notkun bifreiða og frv. um að veita megi guðfræðingum frá háskólum annara Norðurlanda prestsembætti hér á landi var báð- um vísað til 2. umr. og hinu síðar talda til mentamálanefndar. Þá kom járnbrautarfrv. til 1. umr. Urðu allmiklar ræður um það, og var umr. frestað. Fyrst hélt Jörundur almenna inngangs- ræðu um nauðsyn járnbrautarinn- ar og gagnið, sem af henni myndi leiða. Sagði hann, að dauðasynd væri að leggja bifreiðaveg austur í stað járribrautar. — Þórarinn: Er Jietta frv. flutt að beiðni stjórnar- innar? Ekki Þótti fært að láta smíða strandferðaskipið. — Upp- lýst var, að stjórnin hefði ekki beðið urn, að frv. væri flutt. Þá spurði Þórarinn ekki fleira, en Sveinn í Firði tók við. Tók hann fremur dauflega í málið, en kvaðst þakklátur Jörundi fyrir þessa fögru drauma, sem hann hefði dreyrnt. Bæði ha'nri og Hall- dór Stef. vitnuðu í fall slupskaup- anna. Fanst Halldóri að skipið hefði átt að ganga fyrir. V'æru þeir djaríir, sem frv. bæru frarn, því að stjórnin hefði ekki árætt það. Þótti horium hastarlegt, ef rnálið gengi fram á þessu þingi(l). Hver viissi, nema járnbrautin yrði til þess að tæma sýslurnar „aust- an fjalls", en örva flutninginn til Reykjavíkur. Mun mörgum þykja sú kenning skrítin, og er þessa getið til að sýna, hvernig andmæl- in gegn samgöngubótum eru túlk- uð og hvert glappaskotið fóðrað með öðru. Jörundur sneri í 2. ræöu sinni máli sínu einkum að „framsóknarmanninum" Sveini i Firði. Sagði hann, að ef Sveinn ætlaði að verða fyrstur manna til að ganga gegn þessu máli, þá fyndist sér hann ekki vera sjálf- kjörinn brautryðjandi eftir það, a. m. k. ekki brautryðjandi land- búnaðarins. Taldi hann Sveini ó- samboðið að heína strandferða- skipsins með þvi að snúast gegn járnbrautinni. Þó væri betra að snúast greinilega gegn málinu, en að bana þvi í tómi. — Hvort mun nú svo, að Jörundi sé farið að finnast sumir nýju flokksbræðr- anna sinna tómlátari um framfar- irnar, heldur en hann mun hafa búist við um eitt skeið? Klemenz reyndi að yðrast eftir dauðann, og svo sem til að bæta fyrir það, að hann brá hendi fyrir strand-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.