Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 5
aleýðublaðid: --~'3 —• Hafi kirkjan nú aflagst um 1700, er ekki of mikið með peim aldri. sem torfhús ná á Norðurlandi, að ætla, að hún hafi með slíku viðhaldi, sem kirkjur hlutu að fá, verið pá 150 ára görnul eða frá því urn eða fyrir siðaskiftiú. Að rninsta kosti hefir hún staðið við- haldslítil í langan tíma, sem skemma. Til stuðnings því er, að hún er 1432 metin á 12 hundruð velstandandi, en íslenzk lengdar- alin í torfhúsum var pá metin á hundrað á landsvísu. Svarar pað verð einmitt í öllu verulegu tfl nú verandi stærðar kirkjunnar. Gunnstemsstáðakirkja er elzta kirkja ocj hús landsins, eldri en skálinn á Keldum, og eina kirkjan frá pví fyrir siðaskiftin. Kirkjuhúsið hefir hjarað í öll þessi ár af pví að enn var það til nokkurs nýtt, en nú verandi ábúandi treystir sér þó ekki til að halda því uppi lengur; — hann er búinn að hýsa svo bæ sinn að það er óprýði að húsinu. Hann vill þó lofa húsinu að standa, ef það er hresst við og gert sem líkast því, senr í öndverðu var, og er það vel boðið. þjóðmenjavörðurinn, hr. Matth. Þórðarson, hefir nú farið þess á leit við stjórnina, að hún biðji þingið að leggja fram það fé, sem með þarf og varla verður mikið. Það er því vonandi, að stjórn og þing taki vel í þessa málalfeitun. Viö eigum svo fátt af fornum húsurn, að því litla, sefn tii er, verður að hjarga. Ef til viðgerðar kemur, sem ó- efað má gera ráð fyrir, verður að fela hana þjóðmenjaverði og tveim mönnum öðrum, sem fróðir væru um þessi efni. Er þetta ekki sagt af vantrausti á þjóðmenja- verði, sem er ágæíur maður í sinni grein, heldur af hinu, að hér er svo margs .smávægilegs að gæta, sem augu sjá betur en auga, og að slíkar viðgerðir á gömlum húsum verða ekki aftur teknar, og hér er um að gera að skapa rétta rnynd af húsinu eins og það var, en ekki hugm^nd eins manns um það efni. Um þetta efni er alþingi trúandi til hins bezta. Gudbr. Jónsson. Um daginai og vegiam. Xæturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38, sími 1561. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 6 e. m. Sigurbjörn Á Gíslason guð- fræðingur. í fríkirkjunni kl. 8 e. m. séra Árni Sigurösson. í Landakots- kirkju kl. 6 e. m. bænahald. í að- ventkirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Verkfallið. „Lyra“ kom kl. 3,30 í nótt, en vör.uskipið „Nordland“ í gær. Eru þau ekki afgreidd, nema póstur úr „Lyru“, né heldur kolaskipin. Skipið til Sigurðar Runólfssonar, sem áður hafði verið afgreitt að nokkru, bíður á innri höfninni, en tvö kolaskip ný- k’omin á ytri höfninni. Er annað þeirra til „Alliance“-félagsins, en hitt til „Sleipnis“. — Munum, að pað er drottnunargirni stórútgerð- armannanna að kenna, að gripa hef- ir orðið til pessara ráðstafana. Landhelgisbrot. Þór tök nýlega pýzkan botnvörp- ung að veiðum í landhelgi. I kviknaði á Kárastíg 11 í gærkveldi, en þó. að eins líiið. Var slökt fljótlega, en nokkrir slökkviliðsmenn höfðu pó veri?5 kallaöir pangað. Lá við slysi. Það vildi til i gær í Bergstaða- stræti, að drengur hljóp frám með bifreið, sem var á mjög hægri ferð. Drengurinn datt, og segir sjóriar- vottur svo frá, að annað afturhjólið rann yfir fætur drengsins. 1 bifreið- inni var ekki annað fólk en bifreið- arstjórinn. Þetta fór þó öllum von- um belur, pví að drengurinn marð- ist að vísu dálítið, en meiddist pó ekki til muna. Eínmánuður byrjar í dag. Heilsufarsfréttir. (Eftir. símtali við landlækninn.) Læknar fundu s. 1. viku tvo sjúk- linga með barnaveiki og einn með taugaveiki. Annars yfirleitt heldur gott heilsufar. Héraðslæknirinn á ísafirði simár: Gott heilsufar. Hér- aðslæknirinn á Akureyri símar: Fá- éinir með nrislinga. Barnakvef ný- komið, ekki pungt. Hálsbólga all- tið. — Mislingarnir á Seyðisfirði breiðast nokkuð út og eru ekki al- dauða á Reyðarfirði. Dálítið um kvef á Norðfirði og Eskifirði. Hér- aðslæknar á Borgarfirði, Fáskrúðs- firði og Vopnafirði síma: Ágætt heilsufar. Alþýðublaðið er sex síður i dag. Sagan er í miðblaðinu. Samúð erlendra háseta. Laust eftir hádegi í dag átti að reyna að byrja á uppskipun úr „Norclland" í trássi við verkamenn, en pegar hásetarnir fengu að vita, hvernig á stóð, neituðu peir að hreyfa nokkra vindu. Dömur fyrir landhelgisbrot var í gær kveðinn upp yfir skip- stjóranum á togaranum „Surprise“. Var sektin ákveðin 12 500 ísl. kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hafði hann um 40 smálestir fiskjar. Var byrjað á uppskipun aflans í dag með sampykki sambandsstjórnarinn- ar, par eð sá fiskur var eign ríkis- ins, en ekki kauplækkunarfélaganna. Nokkuð af fiskinum var boðið upp í gærkveldi kl. 6. Veðrið. Hiti mestur 6 st. (í Grindavík); minstur 1 st. frost (á Grímsst.); 3 st. í Rvík. Átt suðlæg víðast, hæg. Veðurspá: í dag: Suðaustlæg átt á Suðvesturlandi, hæg suðlæg átt annars staðar. 1 nótt: Vaxandi suð- læg átt á Suðvestur- og Vestur- landi; hægur annars staðar. Námskeið fyrir verkstjóra. Skólanefnd Iðnskólans hefir á- kveðið að halda námskeið fyrir verkstjórá í Iðnskólanum í vor 4 vikna tíma, frá 10. maí til 9. júní. Verða par kendar eftirfarandi náms- greinir frá kl. 8 til 12 árdegis: ís- lenzka, reikningur, bókfærsla, skýrslugérð, kvittanir o. fl., heilsu- íræði, hjálp í viðlögum með æfing- um o. fl„ lög og reglur viðvíkjandi verkstjórn og vinnu, teikning. — Auk p^ss verða fyrirlestrar og um- ræðufundir ld, 2 tií 6 síðdegis um eítirfarandi efni: Verkkunnáttu, verk- færi og áhöld (með æfingum), með- ferð og hirðingu á verkfærum, nið- urskipun og fyrirsögn á verkum, yerkkenslu, verkamenri, vinnuat- lmganir. — Námskeiðið er aðallega ætlað verkstjórum við vegagerð, símalagningu, skurðgröft og aðra jarðvinnu, garðhleðslu úr grjóti og torfi og aðra grjótvinnu. Þeir, sem pegar hafa verið verkstjórar, ganga fyrir, ef aðsókn verður mikil. Dálít- ill ferðastyrkur ínyndi sennilega fást handa peim, sem koma utan af landi; annars er kenslugjald ákveðið 40 kr. fyrir hvern mann fyrir allan tínfanri. Aðstoð við námskeiðið hafa lofað meðal annara dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Geir Zoega vegamálastjóri, O. Forberg landssímastjóri, Guðm. Hlíðdal símá- verkfræðingur, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, Finnb. R. Þorvalds- son verkfræðingur, Gunnlaugur Ein- arsson læknir o. fl. Umsóknir uin pátttöku purfa að vera komnar til skólastjóra Iðnskólans fyrir 1. maí næst komandi. Umsækjendur purfa að hafa unnið minst eitt sumar við pað verk, sem peir hugsa sér að verða verkstjórar fyrir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.