Alþýðublaðið - 08.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐID 3 var á götuvaltaranum). Bifreiðar- stjórinn á vörubifreiðinni heitir Sig- valdi (var áður hjá Rokstad). Hann hefir áður ekið á aðra bifreið og skemdi á henni vatnskassann x. Ný kaþölsk kirkja Fréttin, sem blaðið flutti í fyrrad. um fyrirhugaða kirkjubyggingu í Landakoti, var höfð eftir kunnum kapólskum manni. Nú hefir Meulen- berg præfekt skýrt blaðinu frá, að kirkjubyggingin sé ekki fastráðin, og að byggingarverðið sé áætlað miklu lægra en 1 millj. kr. Samtimaskák tefldi Sigurður T. Sigurðsson við 24 rnenn á skírdag í Hafnarfirði, og vann hann 14, Japaði 8, en 2 urðu jafntefli. Ritstjöraskifti. hafa orðið við „Dagblaðið“. Hefir G. Kr. Guðmundsson látið það af hendi, en Guðmundur Þorláksson tekið við.' Hattbardodendron miilipilsianum. (Upphaf á niðurlagi að kvæðis- byrjun. Þrísöngur undir einni hár- greiðu og tveimur Kodak-ljósmynda- vélum 2x12.) Þú ylrik sól nú ótal geislum snýtir í algeymsdjúpsins svarta tóbaksklút, á meðan prúður pakkhúsmaður spýtir Hveiti, Rúgmjðl, Hafea- mjöl, mais heill og malað- up. Mjög ödýrt í heilum sekkjum. Gnnnar Jónsson, Símí 1580. Vöggur. ipT* Nýkoanið Rykkápur, kvenna, margir litir. Ullarkjólatau, nýjar gerðir. Ullartau í svuntur, svört og mislit. Kjöiaflauel, munstruð, fjölbreyttari litir en áður. Morgunkjólaefni i miklu úrvali. Stumpasirs, einlit og mislit. Verzl. Ámunda Ámasonar. í pukri upp í h. f. „Slor og grút“. Á meðan rollur ríða heim á bæi og reka þingmenn heim á stöðulinn, og sál mín veltir sér í þaraflagi' og syngur fögur ljóð um böðulinn, þú gaular hátt í heiðum tunglbjarm- anum hattbardodendron millipilsianum. Hallclór Dellían. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 — 119,28 — 122,32 — 97,99 — 4,563/, — 16,16 - 183,27 — 108,60 ' Minerva. Fundur í kvölcl kl. 8,30. Fjölmenn- ið, félagar, og verið stundvísir! Nýtt spyrðuband hefir verið hengt upp í Reykjavík- urborg. Heitir önnur ýsan „Alda“, en hin „Stormur“, og eru mjög svip- aðar álitum. Kunnugir segja líka, að þær séu sameiginlegir hálfrefir. Veðrið. Þýða um alt land. Hiti mestur 7 stig, minstur 0. Átt yfirleitt norðlæg og austlæg, fremur hæg. Veðurspá: í dag austlæg átt og smáskúrir á Suðurlandi, norðaustlæg átt ann- ars* staðar og úrkoma, einkum á Norðausturlandi; i nótt vaxandi aust- læg átt á Suðvestur- og Suður-landi, norðaustlæg og austlæg átt annars staðar, úrkoma víða. „Gullfoss" fór héðan í gær til útlanda. Ágætt fiski er nú í Hafnarfirði á róðrarbáta. Togararnir komu engir af veiðum í gær eða í morgun. „Morgunblaðið" hefir loks séð skömm sína og treysiir sér ekki til að reyna að afsaka vanhelgun sina á páskahelg- inni. Hitt verður að vitða því til vorkunnar, þó að það reyni af veik- um mætti að breiða yfir ósigur húsbænda sinna í kaupdeilunni. Því ferst það raunar ekki betur en svo, að hann verður því auðsærri, sem það gerir fleiri tilraunir til að reyna að hylja hann. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. eldhús, jafnskjótt og Guðrún var komin til verka sinna. Eldhúsið var, svo sem lýst hefir verið, ekki mjög stórt; það var ekki meira en svo, að einn maður gæti undið sér þar við. Það var því, þó ekki væri nema að þessu eina leyti, Guðrúnu ógeðfelt að verða fyrir þessum heimsóknum húsbónda síns. En Guðrúnu hraus líka hugur við honum sjálfum, þó að hann gerði henni ekki neitt. Henni fanst sami rándýrssvipurinn, sem hafði komið á hann kvöldið, sem hann sá hana fyrst, hvíla yfir andliti hans í hvert skifti, sem hann kom fram til hennar, og hryllingn- um, sem um hana fór, þegar hinn ýmist hálf- eða al-drukkni maður nálgaðist hana, verður ekki með orðum lýst. Majórinn sat liðlangan daginn í eklhús- inu og talaði við Guðrúnu. Þetta var því undarlegra, sem hvorki Guðrún skildi ensku né majórinn íslenzku. En svona var þaðr og Guðrún reyndi að svara honum kurteis- lega, þótt hún ekkert skildi, og var líka bættur skaðinn. En hún þorði ekki annað, því að hún óttaðist föður sinn. En það þótti henni verst, þegar majórinn fór að strjúka á henni hárið, klappa henni á vangann eða káfa utan í hana. Það greip hana alt af dauðleg angist við hann þá. Henni fanst þá eitthvað vera í aðsigi, — einhver ógæfustundin, — ein af þessum stundum, sem getur felt heila mannsæfi'* í rústir án þess, að sá, sem fyrir því verður, eigi á því nokkra sök eða fái við því spornað. En hingað til hafði alt farið vel. Forsjónin hafði verið henni góð. Hún hafði alt af á síðustu stundu sent henni hjálp. Guðrúnu þótti það að vísu einkennilegt, að verndin skyldi alt af koma henni, þegar henni fanst sér liggja á. En hún hafði góða samvizku, og þegar henni rann í hug alt það, sem henni hafði í æsku verið kent um vernd algóðs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.