Alþýðublaðið - 09.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af AJf>ýðuflokknuKn 1926. Föstudaginn 9. april. 82. tölublað. FATAEFNI verulega göð og falleg eru nýkomin. Sjövetlinga- lopi, Blágrár lopi, sauðsvartur og mórauður, fást daglega. — Bezt frá Álafossi. Hafnarstræti 17. Slmi 404. Af0T. ÁlafOSS, Hafnarstræti 17. Sími 404. Vinum og ættingjum tilkynnist hér með, að maðui*- inn minn, Kristinn Asgrimsson, andaðist 8. april að heimili sinu, Laugavegi 111. Ólafia S. Jónsdöttir. Stört úrval af: Hftrgreiðum, andlitssápum, ilmvötnum, hárburstum, fataburstum, tannburstum, naglaburstum. — Andlitscréme, andlitspuður, handáburður, hármeðal, .skeggsápur, ‘speglar alls konar, fila- beinskmnbar. — Kjólaskraut, siðasti möður. — Tin- og plett- vörur afarsmekklegar og ödýrar. — Koparskildir, leðurvörur og gúmmivetlingar. — Nýjar birgðir með hverju skipi. Komið og skoðiðt Verzlimin Goðafoss, Simi 436. Laugavegi S. Simi 436. Ný bók! "Wm Skjöna, Fæst h|á ÍHlum bóksðlum* dýrasaga eftir Einar Þorkelsson fyrrv. skrifstofustjóra. Verð 1 krdna Prentsm. Acta h.f. Erlend sámskeyti. Khöfn, FB., 9. aprík Ensk aðalskona skaut á Musso- lini. Frá Rómaborg er símað, að Mussolini sé lítið eitt særður. Hélt hann stutta ræðu af veggsvöium í dag og fer í dag til Tripolis. Múgurinn er í algleymingi. Ensk aðalskona hefir játað að hafa skotið á Mussólini og hefir verið sett í fangelsi. Óeirðir svartliða. Frá Feneyjum er símað, að ó- eirðir séu þar í borg. Hafði slegið í bardaga milli amerískra sjóliðs- manna og svartliða og særðust fjölda margir. Hækkun dönsku krónunnar. Stauning (forsætis- og verzlun- armála-ráðherra jafnaðarmanna- stjórnarinnar dönsku) væntir gull- innlausnar árið 1927. Þess skal geta, sem gert er. Við getum ekki látið hjá líða að minnast með nokkrum orðum dugnaðar og hjálpfýsi Grindvík- inga, er togarinn „Ása“ strandaði þar 3. apríl s. 1. Þegar skipið var strandað um nóttina og blés eim- pípunni, brugðu þeir mjög fljótt vio og voru eftir skamma stund komnir með ljósker niður í flæð- armál. 1 Jrá 11 tíma, sem við urð- um að bíða í skipinu, var fjöldi manns viðbúinn í fjörunni til að nota hvert tækifæri, sem gæfist, til þess að bjarga, og lögðu þeir þrisvar á báti út í brimið, áður en þeim tókst að ná duflj með línu frá skipinu. Þegar strengurinn var kominn í land stóðu margir menn úti í sjónum í mitti til að taka á móti okkur og hjálpa upp fjöruna. Án þessarar góðu hjálpar hefðum við aldrei komist allir ó- meiddir í land. Þegar í land köm, vantaði heldur ekki góðar við- tökur; aliir fengu hressingu, og föt manna voru þurkuð á skömm- um tíma. Sérstaklega viljum við beina þakklæti oklcar til rausnar- hjónanna í Garðhúsum, Einars Einarssonar og konu hans, sömu- leiðis hjónanna á Járngerðarstöð- um. Alt þetta fólk sýndi okkur mjög mikla alúð og 'umhyggju, sem við munum ávalt minnast með þakklæti. Skipshöfnin af s/s „Ásn“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.