Alþýðublaðið - 10.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 °g 15% færu til hækkunar launa verkamannanna. Með 15°/o af hlutafé sínu fær e>gandinn meira en helmingi meira en af innieign nú í banka. Menn athugi það, að aukning höfuðstóls eða varasjóðs er aukin ei9n félagsins. Meiri jöfnuður. Yerkamenn krefj- ast með launakröfu sinni meiri Jafnaðai milli þeirra og vinnuveit- enda. Og til þess jafnaðar þarf, Þrátt fyrir hækkun vinnulauna, í flestum tilfellum, enga hækkun vörunnar. Og fyr en það djúp, sem nn er á milli verkamanna og vinnuveitenda er þurausið, verbur enginn friður á milli þessara and- stæðuflokka eða meðal þjóðanna innbyrðis. Khöfn ’Vis 1919. Porfinnur Kristjánsson. Alþingi. Framhald þingsetnigar. Kl. 10 í morgun var haldið ^fram þingsetningu. Setti forsætis- fáðherra fund, og kvaddi aldurfor- Setann, Sigurð Jónsson ráðherra, forsetasætis, en hann kvaddi «1 skrifara þá Guðmund Björnsson °g Gísla Sveinsson. Skiftu þingm. Ser síðan í 3 kjördeildir og frestaði f°rseti þá fundi til kl. 1 í dag. Er §0rt ráð fyrir að þá hafi kjördeildir l°kið störfum sínum: að athuga kjörbréf þingmanna. Iíærnr hafa komið fram yfir kosningunni ttðr í bæ og kosningunni á ísa- ttrði. Eitthvað kvað og gruggugt við plögg fleiri þingmanna, t. d. trefir einn gleymt að hafa með sér kjörbréf, og annar hefir ekki í böndum annað en simskeyti frá, ^jörstjórn um það, að „enginn bab boðið sig fram“(!!), á sennilega ab vera, að enginn annar hafi boðið sig fram. Lenin. I. Alþýðublaðið hefir áður flutt stutta frásögn um æfiferil Lenins, merkisbera heimsbyitingarinnar, og þykir til hlýða að gefa nánari persónulega lýsingu á honum. Er iýsing sú á Lenin er hér fer á eftir, tekin eftir enska tírnaritinu „Fortnightly Review". Er engin hætta á að iýsingin sé Lenin í vi), sökum þess að blaðið er and- stætt „Bolsivisma" og áfeliist hann harðlega. Árið 1891 lét Lenin innrita sig við háskólann í Pétursborg og ias þar lögfræði. Varð hann síðan aðstoðarmálaflutningsmaður, en flutti aldrei mál íyrir eigin reikn- ing. Um þetta ieyti var það að hann tók fyrst að skrifa um jafn- aðarstefnuna. Árið 1895 fór hann í fyrsta sinni utan og kyntist I utanveru sinni Plechanoff, sem hefir verið kailaður »faðir jafnað- armenskunnar í Rússlandi«. Var Plechanoff hreinn Rússi og af göfugum ættum, sem Lenin sjálfur. Árið 1896 sneri Lenin heim til Rússlands aftur, en var tekinn fastur af leyniiögregiunni í Pét- ursborg fyrir »sociaiistiska« starf- semi sína meðal verkamanna þar. Var hann dæmdur í 3ja ára Sí- beríuútiegð og fullnægði dómnum norðariega í hmu kalda Jenessei héraði. Er hann kom heirn til Rússlands aftur, var honum bann- að að dvelja þar í landi, í nokk- urri borg, háskóiabæ eða iðnaðar- héraði og fór þvf utan aftur. Eftir það varði hann öllu lffi sínu og starfi til þess að reyna að steypa keisarastjórninni af stóli og koma jafnaðarmannabyltingu á í Rúss- landi. Fór hann iðuiega á laun til Rússlands til að ná i fé tii frekari starfsemi og til að »rann- saka jarðveginn.s t byrjun 20 aldarinnar var hana orðinn einn af foringjum rúss- nesku jafnaðarmannanna og sum- arið 1903 var hann orðinn svo fastur í sessi að hann gekk á móti hinum fyrri flokksbræðrum sín- um og myndaði nýjan flokk, sem þá fékk nafnið og síðan hefir heitið Bolsivíkar. Á árunum 1903 til 1914 dvaldi hann utan Rúss- lands og ferðaðist milli allra helztu borga Evrópu. Var hann altaf sí- starfandi. Las hann sjálfur mikið og kendi iænsveinmn i-ínum. Einn- ig starfaði hann mikið sð því að útbreiða bönnuð rit í Rússiandi og æfa og kenna »agitatorum« sem hann síðan sendi til Rúss- lands. Einnig átti hann í skæðum ritddlum við »Mensivíkana«. Á þessum árum voru þeir Zinovieff, Kameneff, Lunachorsky og Staiin byggustu fylgismenn hans. Þegar stríðið ska)I á, dvöldu þeir Lenin og Zinovieff í Gaii- ciu, rétt við landamæri Rússlands og stóðu því veí að vígi ef tæki- færi gæfist á að gera byltingu í Rússlandi, Þ.iðan tókst Lenin sfð- an að koraast til Sviss. Hóf hann þar baráttu mikla fyrir byitingu og árangurinn af henni varð svo Bolsivíkabyltingin í kotober 1917. (Frh.) Þetta og hitt. Svartir menn. Sagt er að um 400 miljónir séu alls f heiminum af negrum. Af þeim eru um 10 eða n miljónir í Bandaríkjum Ámeriku. Þar er stórt negraféiag sem heitir Uni- versal Negros Improvment Society (Allsherjar framfaraíélag svertingja) sem ætlar sér að vekja til sam- huga framfaraviðleitni þessar 400 miljónir svartra manna. Féiagið hefir nú 2V2 milj. fél. Formaður þess, svertinginn Mascus Garvey, hélt nýlega ræðu á fundi þar sem þúsundir svertingja voru saman komnir, og sagði þá meðai ann- ars: „Við tókum þátt í heims- styrjöidinni, en við fengura ekk- ert þakklæti fyrir það. Förum við aftur í stríð, verður það fyrir frelsi svertingja, og það verður blóðug- asta stríðið sem nokkru sinni hef- ir verið háð. Við skulum gera Afríku að ríki sem sé aðeins fyrir svertingja og sem sé stjórnað af svertingjum." Tréspíritas. Danskt blað segir að síðan vín- bannið komst á í Ameríku hafi 149 menn orðið blindir og 137 mist lífið á því að drekka tré- spíritus. Ekki er þess getið hvað margir menn voru drepnir á jafn- löngum tíma áður en bannið kom á, af fuilum mönnum og á fyiliríi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.