Alþýðublaðið - 10.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.02.1920, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 Á hverju skipi eru 14 manns, en skipin eru tólírónir áttæringar. Segl fylgja hverju skipi. Meðalafli í meðalári mun vera 300 í hlut, sem mun vera á fjórða skippund. í gamla daga voru eingöngu notuð handfæri; nú eru aftur á móti eingöngu notuð net, það er að segja, þaö er kannske eitt færi, eða svo, á hverju skipi. Hvort hnýsur veiðist mikið? Jú, það er skotið töluvert af þeim, og þær eru alt árið, þó þær séu að- allega drepnar á vertíðinni. í fyrra fékst þó óvenju lítið af þeim, en eflaust mætti veiða gríðarlega mikið af þeim, ef til þess væri hafður sérstakur útbúnaður (net). Yið étum aldrei af þeim kjötið, af þvi að við höfum nóg annað. Annars er kjötið af þeim gott, ef það er rétt með farið“. Að norðan. Norðanblöðin. Dagur er hættur að koma út um stundarsakir, að því er norðanblöðin segja. Yantar hann að sögn ritstjóra. Norðurland hætti um nýjárið að koma út sem dagblað, og er óvíst um afdrif þess. lslendíngur er, eins og áður hefir verið getið, seldur Brynleifi Tobíassyni kennara, sem tekið heflr og að sér ritstjórn hans. í ávarpi því til lesenda, er Brynleifur lætur frá sér fara, segir meðal annars: „ ... einu vil eg þó lofa ... : Eg vil leggja áherzlu á það, að kveða niður sundrungarandann, aliskonar róg, er gert hefir vart við sig á síðustu tímum milli stétta hér á landi. —“ Vonandi verður Brynleifi að trú sinni, og væri þá vel. En gæta má hann þess, að lenda þá ekki sjálfur inn í hringiðu stjórnmálanna og hverfa þar svo eins og taðkögguil, sem hringiða sýgur í sig. Yið sjáum nú til, hvernig íslendingur stendur við þessi oi ð sín, og hvort hann ætið ratar meðalveginn. Óskandi að svo verði. Verkamaðurinn. Hann heldur áfram að koma út með sarna fyrir- koinulagi og áður. Er óhætt að segja það, að hann er mjög mynd- arlega úr garði gerður, og ættu þeir menn, bæði verkamenn og aðrir, sem fylgjast viija með lands- málum yflrleitt, að kaupa hann og lesa. Sjá augiýsingu hér í blaðinu. Endurgreiðsla. Kaupfélag Ey- flrðinga seldi Akureyrarbúum síð- astliðið haust nýtt kindakjöt fyrir 3 kr. kg., með því skiiyrði, að greiða kaupendum aftur mismun þann, er yrði á söluverðinu utan- lands og innan, alt að 50 aurum af kg. Nú augiýsir félagið, að það greiði þeim, sem keyptu ket, 35 aura fyrir hvert kg. Munur er nú á félögum. Kaupfélag Eyfirðinga reynist Akureyringum sanngjarnt, en Sláturfélag Suðurlands virðist gera alt til þess, að koma sér út úr húsi hjá Keykvíkingum, með því, að seija ket sitt hér á landi með miklu hærra verði en erlendis. Því félagi væri hollara, alls vegna, að taka Kaupfélag Eyfirðinga sér til fyrirmyndar. Hafnarvörð hafa Akureyringar nýskeð sett hjá sér og var síst vanþörf á. Er annar lögregluþjónn- inn skipaður til þess starfa. Leikfélag Akureyrar er um þessar mundir að sýna leikritið Tengdapabbi, eftir Gustav af Geijerstam. Leikendum kvað tak- ast vel yfirleitt, enda eiga Akur- eyringar sæmilegum leikkröftum á að skipa. Barðagahngur. ----Niðurl. Svar verlcamannasambandsins. Verkamannasambandið hefir svar- að atvinnurekendum því, að þeir geti ekki gengið að kröfunum um framlenging vinnusamninganna, og segjast jafnframt enga tryggingu hafa fyrir því af hálfu atvinnu- rekenda, að lífsnauðsynjarnar haldi ekki áfram að hækka í verði, og vilja því ekki taka á sínar herðar neina ábyrgð á því, sem stafa kann aí þessum skrifum atvinnu- rekenda. Enginn friður. Það er því eng- inn friður fyrirsjáanlegur fyrst um sinn meðal verkamanna og vinnu- veitenda. Og verkamenn eiga enga sök á þeirri baráttu, sem nú virð' ist óumflýjanieg. Öll ófriðarárin, og ekki síður eftir að vopnahléið komst á, hafa vinnuveitendur setið í hæginda" stól sínum makindalegir og þre' faldað verð allra hluta, og það&u af meira, á meðan verkamaður- inn, stóð í harðri baráttu íyr>r tilveru sín og sinna, Og æfinlega hljómar í eyrum manna, að Þa& séu verkamenn, sem allri ógsef' unni valda. Þessi hróp auðmanua og vinnuveitenda eru ekki af Þvl< að þeir ekki viti það gagnstæða- fau eru sera grýla á alþýðuna til þess að koma inn ótta skelfing hjá hinum ver upplý3ta hluta verkamanna. Og þetta hefir tekist að nokkuru leyti. Hvað er það sanna ? Það sanna er, að hafi verkamenn fengið 50°/* hækkun launa sinna, þá hafa vinnU' veitendur hækkað um 150°/o sín laun. Og flestum þeim sem rita og tal® um dýrtíðina, kemur saman uns þetta. Út úr dýrtíðarforaðinu komurnsf vér því að eins, að hömlur séU lagðar á vinnuveitendur um hækk' un vörunnar (hver sem hún er)>- þannig að þeir láti sér nægja d. 75°/o í stað 150°/o. Sbr. dæni" ið að framan). Hvernig hugsa verkameM1’ Yerkamönnum er Ijóst, að ástand' ið, eins og það nú er, getur ekk* staðist lengur. Hugsun þeirra ffleð kauphækkuninni (sem þeir erU neiddir til að fara fram á) er þessi: Yið verðum sjálfra okkar vegna og þjóðfélagsins, að krefjast þesS' að hlutdeildir okkar í arði vinn' unnar verði meiri. Við neitunti að þegar kaup okkar hækkar um 50o/0, þá sé þörf á ffle'rl hækkun á vörunni, en sem nenfl' ur kauphækkuninni, og í flestuð1 tilfellum engin þörf á hœkkun vörunnar fgrir kauphœkkuninu■ Eg veit að sumum muni þýkJa þetta undariegt og fjarri öllnn1 sanni. En til þess að menn skifi1 betur hvað við er átt, vil eg taka dæmi: Útgerðarfélag gefur 30°/o 1 aI hluthöfum, þegar frá er dregin® allur kostnaður og búið er a leggja inn í höfuðstól eða ]eg£)a inn í varasjóð. í stað þess að §e^ 30% i arð, nægði því 15% aukning höfuðstóls eða varasjð 8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.