Alþýðublaðið - 20.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1926, Blaðsíða 3
20. april 1926. ALHÝÐUBLAÐID 3 ekki útrunninn á næsta þingi, og gæti hún þá fengið frv. lagt fyrir það, til að bæta úr afnárni lag- anna nú, eða jafnvel fengið'gefin út bráðabyrgðalög, ef hún áliti nauðsyn krefja. Fleiri tóku ekki til máls. Þá greiddu 9 atkv. með frv., en Jónas og Ingvar á mó'ti. Bergþörshvoll o. fl. Frv. urn bryggjugerð í Borgar- nesi var umræðulaust afgreitt sem lög. — Fry. um skipulag kauptúna og sjávarporpa var samþ. til 3. umr. með 10 shlj. atkv. — Um þál.till. Jónasar um byggingarstíl prestssetursins á Bergþórshvoli urðu alllangar umræðuf. Jónas tók fyrstur til máls. Kvað hann Þing- vallanefndina hafa athugað það, hvort eigi væri tiltækilegt að reisa á Bergþórshvoli hús í íslenzkum bæjarstíi, og hefði nefndin, að málavöxtum athuguðum, mælt með því að svo yrði gert. Gat hann þess, að aÖ öllum líkindum myndi þetta eigi verða dýrara en Pó að venjulegt steinhús yrði bygt, en hins vegar færi mun bet- ur á slíkri byggingu í sveit en venjulegum kaupstaðahúsum, auk þess, sem tilraunin ein væri þess virði fyrir íslenzka byggingarlist, að málinu væri gaumur gefinn. Enn fremur gat hann þess, að presturinn á staðnum hefði mikinn áhuga á því, að hugmynd þessi kæmist í framkvæmd. Forsætis- ráðh., J. M., kvað ekkert til fyr- irstöðu frá hendi stjórnarinnar að húsið yrði reist í umræddum stíl, einkum þar sem honum virtist húsameistari ríkisins vera því hlyntur. En hins vegar kvað hann stjórnina því að eins hafa heim- ild til þess að reisa húsið í þess- um stíl, að kostnaðurinn við það yrði eigi meiri en þegar er á- kveðið. Eggert kvaðst eigi myndu geta greitt tillögunni atkvæði sitt, þar eð óvíst væri nema slíkt byggingarfyrirkomulag væri óhegt- ugra fyrir prestinn en hið venju- lega. Teikningar lægju engar fyrir, en hvorki væri hann né aðrir deildarmenn svo fróðir í þessum efnum, að þeir gætu kveðið upp nokkurn dóm í þvi efni. Sig. Egg- erz talcli sjálfsagt, að reisa hús- ið í íslenzkum bæjarstíl, enda þótt einhvern kostnaðarauka myndi leiða af því. Bergþórshvoll væri fornhelgur sögustaður, sem margir útlendir ferðamenn kæmu á, og því væri það skylda vegna sóma þjóðarinnar, að reisa þar veglegt bús í þjóðlegum stíl. — Að lokum bar Gunnar fram till. um að vísa málinu til stjórnarinnar, og var sú till. samþ. og þál.till. þar með úr sögunni. — Þál.till. um rann- sókn á veg- og brúar-stæðum á Norður- og Austur-lancli var sam- þykt til síðari umr. með 10 shlj. atkv. — Breytingatillaga samgmn. við þingsál. um kaup á snjóbíl var samþykí. — Frumvárp um ritsíma- og talsíma-kerfi var sam- þykt ti) 2. umr. og vísað til sam- göngumn. með 9 fehlj. atkv. — Frv. um útsvör var samþ. til 2. umr. með 10 shlj. atkv. og vísað til allshn. méð 8 shlj. atkv. Þátttaka ereigalýðsins i kosningum og þingsterfum. Enda þótt jafnaðarmenn séu þess iullvissir, að þeir nái aldrei völdunum í þjóðfélaginu með þingstarfsemi einni saman, dylst þeim ekki á hinn bóginn, að þátt- taka í kosningum og þingstarf- semi er afar-nauðsynlegur liður í baráttu þeirra við auðvaldið. Þeir berjast fyrir almennum kosn- ingarrétti fyrir þá sök, að hann er mælikvarði á þroska verkalýðs- inns, en ekki af því, að þeir á- líti hann neitt allsherjar-hjálpar- meðal, sem fái verkalýðnum völd- in í hendurnar. En til þess, að almennuf kosningarréttur sé rétt- Taurullur Þvottabalar Blikkfötur Þvottabretti Nýjar vörur ödýrar. GunnarJónsson, Sími 1580. Voggur. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. spurði Þorsteinn með blíðu og vafði hana að sér. Og svo sagði Guðrún honum með grátstáf í kverkunum upp alla sögu. Þorsteinn hlustaði hljóður á og þagði um stund, er hún hafði lokið sögu sinni. „Já, vina mín!“ sagði hann svo og strauk á henni hárið. „Þú ferð ekki aftur til veiði- hússins. Ég skal tala við hann föður þinn.“ Svo gengu þau heim til bæjarins, og Guð- rúnu var orðið léttara við það aö hafa' tal- ið raunir sínar fyrir einhverjum. Það sefar margar sorgir. Og hún var því fegin, hvað Þorsteinn tók þessu rólega. Hún var ekki orðin mannjrekkjari enn og trúði enn þá sínum eigin augum. Jón gamli hafði alt af meðan á samtali Þorsteins og Guðrúnar stóð, hafst við í skemmunni, en verið þó við og við á gægj- jim til að sjá, hvað þau Guðrún hefðust að. Nú var það að visu svo, að hann sá ekki annað en það, sem hann hafði búist við og vissi fyrir, en þó var honúm illa við það, því að hann sá, að ekki myndi verða við Guðrúnu eina að eiga, og hann fann það einhvern veginn á sér, þó að hann vildi ekki einu sinni játa það fyrir sjálfum sér, að hann myndi fara hailoka fyrir Þorsteini. Þegar Guðrún var farin inn, gekk Jón úr skemmunni og til Þorsteins. „Ég kann ekki almennilega við það, að þú sitjir á eintölum við Guðrúnu mína með því, sem þar fylgir, og verð að biðja þig að leggja það alveg niður,“ sagði Jón við Þorstein með þéirri kurteisi og upplits- dirfsku, sem vangoldið þriggja ára kaup veldur. Þorsteinn leit á Jón stundarkorn hörðurn augum. Svo sagði hann: „Guðrún fer ekki oftar til veiðihússins, og þú reynir ekki að kúga hana til þess; þá er mig fyrir að hitta.“ Jón ætlaði að anza einhverju, en Þorsteinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.