Alþýðublaðið - 24.04.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.04.1926, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBfcAÐID S við Óðinsgötu hér í bænum af á- frýjanda; var söluverðið ákveðið 20 000 kr. og greiddi stefndi and- virði húseignarinnar sumpart meö því að taka að sér veðskuidir, er hvíldu á húseigninni, að upp- hæð 11 500 kr.,. sumpart með vör- um og loks með „vixli“ þeim að upphæð 4 929 kr. 46 a., er ræðir um í máli þéssu. „VíxiH“ þessi, sem hefir verið lagður fram í hæstarétti, er ritaður á alment víxileyðublað, dags. 20. sept. 1921 og átti að gréiðast 20. desbr. s. á. og hefir maður sá, er „víxi 1 linn“ var stílaður á, Jón Sigmundsson gullsmiður, ritað á lann. samþykki sitt, en með því að enginn hafði undirskrifað „víxilinn" sem útgef- andi, uppíylti liann eigi fyrirskip- að forni víxla og veitti því eigi víxilrétt. Umræddan „víxil“ lét áfrýjandi upp. í skuld til þriðja manns, en' í máli er þessi niaöur höfðaði gegn samþykkjanda, Jóni Sig- mundssyni, lagðí Jón fram kvitt- un fyrir því, að hann hefði greitt „víxilinn" 4.. nóv. 1922, og var þá málsóknin gegn honurn látin falla niður. Áfrýjandi höfðaði þá mál þetta gegn stefnda, til'þess að fá hann dæmdan til að greiða sér. upphæð „víxiisins“ ásamt 6 prö- sent vöxtum frá gjalddaga. Stéfndi heldur því í fyrsta lagi fram, að áfrýjandi hafi engan rétt mist gegn samþykkjanda, þótt hann hafi verið búinn að greiða „víxil“-upphæðina, með því að „víxiUinn“ hafi eigi borið það með sér, að hann væri greiddur, en á þetta verður eigi fallist, með ]>ví að hvernig sem á skjal þetta er litið að öðru leyti, getur það, sökurn þess, hvernig það er úr garði gert, eigi talist viðskifta- íbréf í þeirri merkingu, að skuldari sé útilokaöur frá því að konra fram með sýknukröfu byggða á jrví, að skuldin sé greidd, þótt kvittunin sé eigi rituð á skjalið. Þá hefir stefndi neitað því, að hann hafi tekið á sig nokkra á- byrgð á því að „víxillinn' fengis.t greiddur. Það liggur nú ekkert fyrir í málinu um það að stefndi hafi tekið á sig ábyrgð á greiðslu- getu samþykkjanda og eftir at- vikum málsins verður heldur eigi álitið, að áfrýjandi hafi haft á- stæðu til að ætla að.stefndi viidi ábyrgjast greiðsluna, en hins veg- ar hafði áfrýjandi' rétt til þess að treysta því að skuíd þessi væri í gildi, er hún var lionum fram seld, og þár sem þetta brást, vérður stefndi að greiða áfrýj- andá bætur fyrir það. Þessar bætur geta ])ó ekki talist upphæð „víxi!sins“, svo sem áfrýjandi ger- ir kröfu til, með ,því að það þykir Ijóst af öllu því, er fram er kom- ið málinu, — meðal annars því, hve langt*mr liðið frá gjalddaga „víxilsins", er salan fór fram —, aö málsaðilar hafi ekki við samn- ingsgerðina metið umræddan „víx- il“ sem peningagreiðslu eftir nafn- verði hans, heldur sem óvissa skuldakröfu. En með' tilliti til þess, sem upplýst er í málinu um sannvirði húseignarinnar verð- ur að telja, að krafa þessi hafi verið 2 500 kr. virði, er salan fór fram. • Það verður því að fella hinn áfrýjaða gestaréttardóm úr gildi og dænia stefnda til þess að greiða áfrýjanda 2 500 kr. ásamt 6 prósent ársvöxtum frá stefnu- degi, 14. júní 1924, til greiðslu- dags; svo verður stefndi að greiða áfrýjanda 300 kr. upp í málskostn- að fyrir gestarétti og hæstarétti. Því clæmist rétt vercr. Stefndi Páll Ólafsson greiði á- frýjanda Ara Þórðarsyni 2 500 kr. með 6 prósent ársvöxtum frá 14. júní 1924 til greiðsludags. _ Svo greiði stefndi áfrýjanda 300 kr. upp í málskostnaö í héraði og hæstarétti. Dómi' þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför aö lögum.“ Djóösaraköffla Inöverja. Indverski þjóðfundurinn koni sam- an 26. dezember síðast liðínn í Cawnpore. Forseti fundarins var hin fræga indverska skáldkona Sarojni Naidu. Er hún ein af fremstu skáld- um endurreisnarstefnunnar ind- versku. Er þetta í fyrsta sinn, er kona hefir átt sæli á indvérsku þjóðfundunum. Alpýðuflokksfundur verður haldinn í Bárunni í kvöld. Verður þar rætt um ýmis velferðar- mál alþýðu, og er þvi nauðsýn að gera fjölsótt þangað. Um daginn og veginu. Næturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Mið- stræti 10, sími 256, og aðra nótt Ólafur Jónsson, Vonarstræti 12, sími 959. Messur á morgun: í dömkirkjunni ki. 11 séra Bjarni 'Jónsson (ferming) kl. 5 séra Friðrik Hallgrimsson. í frikirk- junni kl. 12 séra Árni Sigurðsson (ferming). í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. í aðventkirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Drengjahlaupið verður háð á morgun ki. 2. Þátttak- endur eru 38 frá fjórum félögum: K. R., Val, í. R. og Ármanni. Kept verður um nýjan bikar, sem Ármann hefir gefið. Hlaupið hefst i Austur- stræti og endar i Lækjargötu. Togararnir. Arinbjörn hersir fékk 105 tunnur, en Otur 91. í gær komu einnig af veiðum: Egill Skallagrímsson með 104, Magnús Heinason með 59, Qrím- ur kamban með 82, Eiríkur rauði með 105, Aprii i nótt með 72 tunnur, Hilmir í morgun með 45 og Njörður með 75. Færeyskar skútur nokkrar hafa komið hingað af veiðum. Þung ásökun." „Enginn veit með vissu um tekjur nianna," segir Guðmundur Hannes- son. Það lítur út fyrir að vera mein- ing hans, að aliur fjöldinn af gjald- endunum svíki teknaframtöl sín. Ný Fordson dráttarvél (traktor) verður reynd 1 dag og næstu viku við herfingar hjá land- nenmnum í Sogamýri. Verður hún látin draga 24-diskaherfi. -- Qefst hér gott tækifæri þeim, er jarð- rækt unna, að sjá vinnubrögðin. Vilji bæjarstjórn Reykjavíkur auka ræktún bæjarlandsins, ætti hún að líta á þessi álitlegu jarðyrkjutæki. K. G. Togari strýkur. Einn af togurum þeim, er „Þör“ tók að ólöglegum veiðum fyrir skömmu og fór með til Vestm,- eyja, strauk þaðan áður en dómi væri fullnægt. Er þetta í annað sinn.á stuttúm tíma að togari sirýk- ur úr höndum lögreglunnar. Von- andi sýnir landsstjórnin nieiri rögg af sér nú en í fyrra sinnið um að fá sökudólgnum refsað. „Þrettándakvöld“, hið skemtilega leikrii eftir Wil- liam Shakespeare, er Leikfélag Reykjavíkur hóf sýningu á í gær- kvfddi, verður leikiö í kvöld og annað kvöld. Sýningin hefst kl. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.