Alþýðublaðið - 01.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 Sðlnbnðum Kauplðlagsins verður lokað kl. 2 « 4 i dag vegna kröfugongunnar. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Frá 1. mai næst komandi verður skrifstofa Sjúkrasamlags Reykjavíkur opin til afgreiðslu kl. 2—5 virka daga nema laugardaga kl. 2—7 síðdegis. Og þegar litið var á risavöxt hans, þá varð manni ósjálfrátt áð minnast Göngu-Hrólfs, Hörða- Knúts, Haralds harðráða eða ann- ara slíkra norrænna höfðingja, §em voru svo miklir vexti, að eng- iön hestur fékk borið þá. — Já; þér hafið óneitanlega dá- lítinn svip af víkingi, varð mér að orði. — Sýnist yður það? sagði verk- fræðingurinn og leit niður á sig. Já, en sjáið þér nú til. Þar að auki hefi ég erft ofurlítið frá Söxum, Bretum og Frökkum. Við Englendingar erum töluvert blönduð þjóð, og ég heid, að þjóðernisstyrkur okkar stafi ein- mitt af kynblönduninni. Eftir því, sem tímar hafa liðið, höfum við komist öðrum lýðum lengra í þjóðernisrembingi, en heimsborg- arastefnan á samt alt af ítök í okkur; — hún kemur fram í land- námi okkar og nýlendustjórn og svo líka í heimsverzlun okkar. Það er víst ekki til í öllum heimi nokkur skiki, sem Englendingar hafa ekki tylt sér á og þrifist ágæta vel, nema þá ef til vill á Indlandi. Sumir okkar halda, að jarðarhnötturinn allur verði að lok- um að Englandi. Og hvi skyldi það ekki geta orðið? Einhvern tíma losnum við þó við þjóóernis- hrokann, svo að við getum tekið á móti því bezta, sem aðrar þjóð- ir hafa að bjóða, og þannig kom- ist iengra með víðfaðmshugsjón- ir okkar. Þar sem ættarstofna- blöndunin á miðöldunum hefir framleitt svona öflugt kyn á eynni *>kkar, — hvað skyldi þá ekki geta orðið, ef allar þjóðir Evrópu blönduðu blóði saman. — Stillið orðum yðar i hóf, þegar þér talið við sænska menn, mælti ég. Okkur hefir líka flogið í hug að ná heimsyfirráðum. Við hefðum ekkert á móti því, að allar þjóðir rynnu saman í eina þjóð, — en við myndum heimta, að sú þjóð yrði sænsk. Við höfum aldrei haft neitt út á það að setja, að Skánarbúarnir dönsku yrðu sænskir, en hitt skuluð þér ekki nefna, blessaðir verið jrér, að gera okkur enska. Vierkfræðiingurinn brá hvergi háttum sínum. Hann brosti góð- lega og svaraði: — Já, guð komi til. Min vegna mættu Svíar leggja undir sig all- an heim. En þið eruð ekki nógu fjölmennir. Jafnvel þó að öll þjóð- in færi úr landi, þá gæti hún ekki numið nenia smábletti. Ann- ars hefði ég ekkert á móti því, að heimskringlan væri kölluð Sví-' þjóð. Nöfnin eru ekki svo rækalli þýðingarmikil. Ég hefi haft svo mikil kynni af ólíkri ættjarðarást, að ég er ekki bundinn neinni sér- stakri. Fyrsta föÖurlandsástin mín var ekki ensk, heldur dönsk, þvi ég fór á unga aldri til Danmerkur; faðir minn var Jrar við að ieggja járnbrautir. Ég hefi alt af verið opinn fyrir áhrifum, og uppeldið danska sannfærði mig alveg hreint um það, að Danmörk væri langbezta landið, sem sólin skini á, og að Þjóðverjar yæru verstu mennirnir á guðs grænni jörð. Það var heldur ekki laust við, að ég hefði horn í síðu Svía, því margt stóð í námsbókum okkar um rángirni og sviksemi þeirra. Þeir höfðu verið á vakki' og nælt sér í eitt hérað af öðru. En svo fluttum við hingað yfir um, og um áratugs skeið drakk ég í mig sænsku söguna; — ég hataði Rússa hjartanlega og dáðist að Karli (kobungi tólfta takmarkalaust. Gömlu landa mína, Dani, fyrir- leit ég nú, af því að ég sá, að þeir höfðu falsað söguna; — þeirra sögu bar ekki saman við þá sænsku. Já; svo varð ég full- tíða maður og fór yfir til Eng- lands og dvaldi jrar hjá frænd- fólki mínu um nokkurra ára bil. Ég varð [>ess þá alt í einu var, að ég var Englendingur og tilheyrði þannig þeirri þjóð, sem er göfug- ust, vitrust og fegurst í öllum heimi; — allar hinar báru svip af Drengir óskast á afgreiðsluna i dag til að selja l.-mai-kort. Góð sölulaun. ræflum og prökkurum. En örlög mín leiddu mig aftur til Svíþjóð- ar; ég giftist sænskri stúlku; all- ir vinir mínir eru sænskir; ég er aftur farinn að skoða mig sem Svía og tel mig vera enskan að eins á einkennilegan, sögulegan hátt. En ég er farinn að tortryggja þessa skrítnu ættjarðarást að ýmsu leyti; — á ég einkum að elska það land, sem ég fæddist í, eða það, sem ég er upp alinn í, eða það, sem ég er í og býst við að lifa í það sem eftir er æf- innar? Ég held helzt, að það sé |>annig, að ég eigi að starfa eftir beztu getu þar, sem ég er niður kominn, hvort sem ég er fæddur þar eða ekki, — vera ástralskur föðurlandsvinur í Ástralíu, en lapplenzkur föðurlandsvinur i Lapplandi, en vera öllu öðru framar maður og heimsborgari. Ég held helzt, að það sé eitthvað svipað þessu, sagði verkfræðing- urinn og skálaði við mig. — Já; ég held það helzt líka, svaraði ég. Ól. Þ. Kristjánsson þýddi. Naaturvörður er þessa viku í lyfjabúð Reykja víkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.