Alþýðublaðið - 01.05.1926, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1926, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐID 7 \fafasaman hátt. TiII. Jóns Baldv. var samþ. með 11 atkv. gegn 10 að við höfðu nafnakalli, og sleppa Jögin þannig óskemd gegn um þetta þing. „Já‘‘ sögðu: Jón Bald- vinss., Árni, Ing. Bj., Jakob, J. Kj., Jör., Klemenz, M. T., P. Þ., Tr. Þ. og Þorleifur, en „nei“ Ásg., H. Stef., Hákon, J. A. J., J. Sig., M. dós., Ól. Th„ P. Ott., Sigurj. og Sveinn. Ráðherrarnir greiddu ekki atkv. Aðrir voru ekki við. — Frv. um byggingu og rekstur strandferðaskips var vísað til 2. umr. og samgmn., eftir að Sveinn hafði mælt með því, og frv. Há- konar um útsvarsskylduafnámið til 2. umr. og allshn. Efri deild. Fossavirkjunarfrv. var — eins og áður i n. d. — vísað umræðu- laust til 2. umr. og fjárhn., þings- ál.till. um mælingu siglingaleiða við Barðastrendur og á Gilsfiröi afgr. til n. d„ en málshöfðun- artillagan tekin út af dagskrá samkvæmt ósk Jónasar. ,Mætínm við lá meira að hef ra V Það er svo, aÖ þegar einhver umbótamaður, hvort heldur er á stjörnmálasviði eða annars staðar, bendir á nýjar brautir og boðar byltingu, þá þarf hann eigi að ætl- ast til, þess, að nokkrir þeirra manna, sem hugsandi vilja heita, Jjái honum liðsinni sitt, nema þeim sé það áður Ijóst orðið, að hverju sé stefnt. Sjái þeir það ekki eða telji stýrt í ófæru, þá stinga þeir við fótum og fara hvergi. Því ætti það að vera kappsmál hvers einasta Umbóta- manns að skýra fyrirætlanir sínar og stefnu sem bezt. Þá er von um stuðning mætra manna. Fylgi þess flokks, sem er æstur upp með fögrum fortölum og vinnur án þess, að honum sé það ljóst, hverjar verða afleiðingar þess, — það fylgi endist oft illa. Má þar um segja með skáldinu: „Illu heilli fer til orustu sá, er stýrir heimskum her.“ Það er ekki hægt að búast við því, að hugsandi menn — en að eins þeirra fylgi er nokkurs virði — fáist til að rífa niður og leggja í rústir gömul skýli, þó eitthvað mætti að Jreim finna, til þess að standa svo eftir á bersvæði. Nei; þeir þurfa að eiga von á því,_að i stað skýlisskriflisins komi hæli, sem a. m. k. verði að einhverju leyti betra. Þeim er það ljóst, að „við lasið má bjargast, en ei við ekkert“. Svo er um þingræðið. Ýmsir eru óánægðir með það, t. d. Guðm. Hannesson. Hann hefir og bent á eitthvað, er hann telur til bóta, því að ekki vill hann að svo konmu leggja þingið al- veg niður. En , Árs. Sigurðsson gengur feti framar. Hann segir í Alþýðublaðinu í gær: „Þingið . . . er vígi, sem verður að leggja í rústir.“ Skýrara verður ekki að orði kveðið. Hreinskilnin er lofs- verð. Árs. Sigurðsson telur sig til jafnaðarmanna. Vel og gott. En nú er ég ekki ráðinn í fylgi við þann flokk, sízt hina svæsnustu deild hans. Ég verð að fá að vita það áður, hvað þeir ætla fyrir sér. Þess vegna æski ég sem beztrar skýringa og upplýsinga, og gott málefni hiýtur að græða á slíku. Á. S. kveður svo að orði: „Jafn- aðarmenn! . . . nbta aðstöðu sína sem þingmenn til að veikja þessa auðvaldsstofnun (þ. e. þingið),... svo að síðar meir verði auðveld ara að varpa henni með öllu um koll.“ — Þetta verður varla mis- skilið. En Á. S. verður að gera betur. Hann verður að segja okk- ur, sem ófróðir erum, hvað eigi að koma í staðinn. Það er aöalatrið- ið. Eða ætlar hann forsjóninni að sjá fyrir því, þegar þar að kem- ur ? Rvík, 21. apríl 1926. Ól. Þ. Kristjánsson. Ok anðsins. . . . Það er fjöldi manna á meðal vor, sem alveg vantar það að lifa verulega, — menn, sem ekki hafa lært svo mikið sem stafróf lífsins. Þeir eru þrælar, auðvirðilegir þræl- ar stundlegra, jarðneskra maura, — menn, sem halda, að þeir eigi auð sinn, en svo er það auðurinn, sem á þá að fullu og öllu, — menn, sem lifa nærfelt alveg ófrjósömu lífi fyr- ir þá, er mað þeim lifa, og fyrir allan heiminn í heild sinni. . . . Góðverkin, skaplyndisþroskinn, fullkomnun sálarkrafta, auðlegð hins innra lifs og þroskun þeSs — alt þetta, sem verður veruleg og eilíf eign vor, hefir farið fram hjá þeím í lífi þeirra, og þess vegna eru þeir blásnauðir að öllu verulegu Hfs- innihaldi. . . . Ef nokkur elur upp i sér af eigin vild einhverjar ástríður hér, megum mér ekki ýminda oss, að alt verði fullkomið og gott, þegar maður maður losnar við likamann. Alt er lögmál; alt er orsök og afleiðing. Svo sem vér sáum, svo munum vér vér og upp skera, eigi að eins í þessu lífi, heldur og í öðru lífi, um allar aldir. R. W. Trine. („1 samræmi við eilifðina".) Um daginn og veginn. Næturlæknir er i nött Jön Kristjánsson, Mið- stræti 3, simar 686 og 506, og aðra nótt Guðmundur Guðfinnsson, Hverfis- götu 35, sími 1758. Messur á morgun: í dömkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson (ferming). Engin siðciegismessa. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur próf. Níelsson. í Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa. kl. 6 e. m. guðsþjönusta með predikun. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. séra 0. J. Olsen. Guðsþjönusta i^sjömanna- stofunni kl. 6 e. m. Varmalækjarbrúna á Rangárvöllum á að lagfæra. Fór Marel Ólafsson smiður ásamt öðrum manni héðan austur þangað i gær í þeim erindum. Iðnskölanum var sagt upp i gærkveldi. Á morg- un verða sýndar i skólanum teikn- ingar nemenda og enn fremur „svein- stykki" iðnnema, er Jokið hafa iðnar- námi i vor. Esja fór i morgun af stað i hringferð vestur og norður um land, — að þvi, er ráðgert var í gærkveldi. Hákon i Haga kvaðst hafa sagt, þegar Ól. Th. sótti • hann til atkvæðagreiðslunnar i fyrra dag: „Um hvað er verið að greiða atkvæði?" en ekki: „Er ég á móti?“ Þó nú að þingfréttaritari blaðsins gæti alls ekki betur heyrt en að orðin féllu eins og stóð i blaðinu i gær, bauð hann Hákoni að geta þessa, því að ef honum kynni að hafa misheyrst, þá vildi hann ekki breyta i smáu atriði eins og Hákon í störu, þegar hann neitaði að leið- rétta i þingdeildinni skröksöguna, sem hann flutti þar um Guðmund frá Miðdal.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.