Alþýðublaðið - 12.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1920, Blaðsíða 3
3 Aug-lýsingar. Auglýsingum í blaöið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Onð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. framleiðslu, hefir komið honum að geysimiklum notum í hinni núverandi stöðu hans. Hann er mjög vel að sér í þýzkri tungu og talar og ritar ensku sæmilega. Hann er stórgáfaður maður. Mjög er hann víðlesinn í heimspeki og þjóðhagsfræðum, og mun hann í báðum þessum vísindagreinum fylli- lega standa ýmsum beztu prófess- orum Vesturlanda á sporði. Hvað svo sem segja má til lasts um Lenin, verður þó að viður- kenna, að hann gnæfir sem risi yfir dvergahóp samtíðarmanna sinna í Rússlandi.“ Eins og áður er getið er þessi grein þýdd úr tímariti, sem mjög mótfallið er stefnu Bolsivíka og vetður því vart álitið að það lofi Lenin um skör fram. Verður ekki af þessari lýsingu annað séð en að hann sé afarmenni, enda bera verk hans þess Ijósastan vott, hvert mikilmenni hann er, X ín“ eia í grein, sem Jakob Möller skrifar í gær í Vísi, undir nafni, segir hann að hann sé hvorki „sócia-listi" hé „kapíta-listi". Nú væri gaman að vita, hvort Jakob er hór að gera „grín“ að almenningi, eða hvort hér ræður hjá honum fáfræði. Allir vita að það, að vera sócíal- istj“ er að fylgja ákveðinni póli- tískri stefnu, en aftur á móti það, að vera „kapitalisti" þýðir ekkert ^nnað en að eiga „kapital", vera ríkur, en er óviðkomandi pólitík. »Kapitalisti“ getur því verið al- gerlega ópólitískur, eins og hann getur líka verið sócíalisti eða mót- stöðumaður sócialista, eftir því sem skapi hans er varið. En líklegast hefir Jakob álitið, almenningur væri svo fáfróður, að það væri óhætt að gera svo- lítið „grin“ að honum með því að ALÞÝÐUBLAÐIÐ nota útlent orð, sem hann skyldi ekki. Hitt getur og verið, að það sem hafi komið honum til þess að komast svona klaufalega að orði, hafi verið fáfræði eða fljótfærni, og bendir það, að hann skiftir orðunum vitlaust (sócia-listi og kapita-listi í stað sócíal-isti og kapital-isti) á, að hór hafi fáfræði verið á ferð eða fljótfærni. íslendingar eru flestir frá blautu barnsbeini þaulvanir að ráða gátur, svo flestir munu geta ráðið af orðalagi Jakobs, að það sem hann hafi í þetta sinn ætlað að blekkja almenning með, hafi verið, að hann væri hvorki jafnaðarmaður eða andstöðumaður jafnaðarmanna. Nú mun marga furða á því, að hann skuli nokkuð vera að reyna að villa á sér einkenni, eða láta eins og hann sé ekkert á móti jafnaðarmönnum. Þvi er hann að gefa hátíðlega yfirlýsingu um að hann sé með hvorugum? Líklegast sumpart til þess að dorga á því einhver atkvæði, en aðalástæðan mun þó vera sú, að hans pólitiska eðli er að blekkja. Kolkrabbinn spýtir frá sér móryglunni þó búið sé að draga hann upp yfir sjávar- borð og ekkert sé því að grugga. Jakob heldur áfram að blekkja, þó hann viti að það sé jafn þýð- ingarlaust eins og blekspýjur kol- krabbans eftir að hann er kominn upp úr sjónum. En við skulum nú í grein á morgun athuga það nánar, hvað hæft er í því, að Jakob Möller sé með hvorugum, jafnaðarmönnum eða Sjálfstjórn. Uin dagiDQ op veginn. Kosning á einum þingmanni hér í Rvík á fram að fara 21. þ. m.; framboðsfrestur til 17. Þingraálafnnd, svonefndan, hélt fyrverandi alþm., Jakob Möller rit- stjóri, í gærkvöldi í Bárubúð. Var þar fult manna og héldu ýmsir ræður, svo sem Vog-Bjarni, sem sjálfsagt var, sá fyrverandi, Pétur í Hjörsey, sem talaði mest um þingmenskuhæfileika sína og bar sig saman við Möller, en það þótti ýmsum fremur „klén“ vitnun. Þá mælti og Gísli hinn mælski Sveins- son og geiði eigi alllítið að því, að hallmæla fulltrúaefnum Alþfl. við síðustu þingkosningar, og þótti sumum þar langt gengið í mál- æðinu, að skamma fjærstadda menn, en sumir eru svo gerðir, að þeir eru hugaðastir þegar eng- inn er til varnar. Þá mæltu og tveir Sigurðar Þorsteinssynir og bað annar þeirra í lok ræðu sinnar menn að fyrirgefa úr sér bullið. Ólafur klerkur vittnaði og Möller til stuðnings. T. Pað er gott að geta fylgst með tímanum. Morgunbl. gengur það æði illa. Það er ýmist á eftir eða á undan. Fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar kallaði Mgbl. Ólaí Friðriksson fyrverandi bæjarfull- trúa. Þar var það nokkuð fljótt á sér; það eru sem sé 2 eða 6 ár þar til Ó. F. verður „fyrverandi*, eftir því hver út verður dreginn á næsta bæjarstjórnarfundi. Aftur á móti var Mgbl. nokkuð seint á sér á þriðjudaginn núna í vikunni. Þá flutti það sem sé aug- lýsingu um uppboð, sem fór fram daginn áður — mánudag! Eolaldsmeri sú, er í haust gekk með folaldi vestur í Dölum, kvað nú hafa kastað í annað sinn og átt folald, langt og mjótt, sem gengur nú undir henni. Ekki vit- um vér sönnur á þessu. En merki- legt fyrirbrigði er það, er svo skamt líður milli folalda. Carus. Byggingaleyfum afsalað. Ein- ar Ágúst Einarsson og Ásg. G. Gunnlaugsson hafa afsalað sér byggingaleyfum þeim, er þeir fengu í fyrra. P. 0. Cliristensen fyrv. lyfsali hefir fengið samþ. bæjarstj. til þess að byggja einlyft íbúðarhús úr timbri á lóðinni nr. 36 við Lauf- ásvag. Flatarmál hússins 125 fer- metrar. Ennfremur byggir hann á lóðinni, sem er 793 ferm., geymslu- skúr úr steini, 71/i'X5 metra. Rætist úr kolavandræðunum. Villemoes er lagður af stað frá Englandi með 200 smál. af kol- um hingað, meiri kol fást ekki í þessum mánuði, en Borg er farin frá Englandi hlaðin koksi til Norð- urlands og 1800 smál. skip hlað- ið koksi hingað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.