Alþýðublaðið - 03.05.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1926, Blaðsíða 1
Gefid út af AlpýdaflokknmiB 1926. Mánudaginn 3. mai. KolaverkfaUið f Englandi. Khöfn, FB., 1. maí. Sættir misheppnuðust. Frá Lúndúnun) er símað, að endanlegar samningstilraunir í kolanámumálinu hafi misheppnast algerlega. Kolaverkfallið, er haf- ið. Almennur ótti ríkir um alls- herjarverkfall. 1200000 námumenn iverkfallinu. Frá Lundúnum er símað, að ivegna iverkfal'lsinís sé ýmsum skemtistöðum lokað, t. d. dans- leikahúsum. Ennfremur hefir víð- varpsstöðvum verið lokað eða þær takmarkað starfsemi sína. Sorgarvottur þjóðarinnar er þann- ig í Ijós látinn á ýmsa vegu. Námumenn, er taka Jrátt í verk- fallinu, eru 1 200 000. Á þriðju- daginn hefst landsverkfaii á öll- um flutningatækjum. Samkvæmt konungsbréfi hefir verið útnefnd- ur umsjónarmaður, er á að hafa umsjón með öllum matvælaflutn- ingi á Ermarsundi. Herforingjar hafa fengið skipanir um að vera við því bunir, að slíkt neyðará- stand komi, að innköllun varaliðs- ins verði undirbúin. Ef blaðaút- gáfa hindrast, verða allar víð- varpsstöðvar teknar i þjónustu stjórnarinnar. Blöð verkamanna og frjálslyndra ásaka stjórnina fyrir seinræði um sáttaundirbún- ing. „Times“ vonar enn, að úr rætist, en „Morning Post“ hefir fyrir yfirskrift greinar um málið: Sinovjev sigraði, og telur blaðið enga von um úrlausn í málinu, eins og sakir standa. Khöfn, FB., 2. maí. Viðbunaður stjörnarinnar. Frá Lundúnum er simað, að landinu hafi verið skift í tíu um- sjónarumdæmi, til þess að hægara verði að Sjá fyrir nauðsynjum og þörfum landsbúa, á meðan á verk- fallinu stendur. Mitghell Thomson hefir verið útnefndur alræðismað- ur. Herdeildir hafa verið sendar í námuhéruðin í Wales, Langa- shire og Skotlandi. Landsfélag undirbýr almenna .hjálparstarf- semi/ rekstur nauðsynlegustu stofnana, matvælaflutning o. s. frv. Þátttakendur í Jandsverkfall- inu verða 5 milljónir, járnbraut- armenn, bifreiðastjórar, spor- vagnastjórar. Flutningar á vegum, sjóferðir og hafnarvinna mun leggjast niður nær með öllu, gasstöðvar og rafstöðvar 'lokast víða o. s. frv. Framkvæmdanefnd verkamanna krefst stillingar og þolgæðis. Baldvvin gerir nýja til- raun til sátta. Khöfn, FB., 3. maí. Allsherjaiverkfall öhjá- kvæmilegt. Frá Lundúnum er símað, að allar friðarvonir í kolamálinu séu brostnar. Allsherjarverkfall er ó- hjákvæmilegt. Blaðið „Daily Mail“ er þegar hætt að koma út. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 1. maí. Kolanámumálið, brezka. Frá Lundúnum er símað í gær, að Tbomas líti svo á, að útlit fyrir sættir hafi versnað. Líklega verður stjórnarstyrkurinn framlengdur um nokkra daga, þótt tími til sátta- gerða sé eiginlega útrunninn. Full- trúar frá 205 verkamannafélögum sitja á ráðstefnu og ræða 'um verkfall og hjálparráðstafanir, ef af því verður, og aðrar athafnir. Árás á brezku stjórnina. Frá Lundúnum er símað, að andstöðuflokkar stjórnarinnar hafi hafið árás á hana fyrir það, að ætla tekjur af veðmálask^tti á næsta fjárhagstímabili, en Churgh- hill er óbeygjanlegur í þessu á- formi stjórnarínnar. 101. tölublað. Jatnaðarmannafélag íslands. Siðasti fundur til hausts annað kvöld i kaupþingssalnum. Merki- leg mál á dagskrá. Fjölmennið! Lyftan i gangi. Stjörnin. Þýzk tollalækkun á dönskum landbúnaðarafurðum. Frá Berlín er símað, að ríkis- ráðið hafi samþykt tollalækkun á dönskum landbúnaðarafurðum. Keppinautur Amundsens. Frá Kingsbay er símað, að Bandaríkjamaðurinn Byrd sé þangað kominn og hafi þegar lát- ið byrja á að taka upp og setja saman flugvélar sínar, er voru fluttar þangað sjóleiðis. Amund- sen telur Byrrl hættulegasta keppi- naut sinn. Norðurfluginu frestað i bili. Frá Leningrad er símað, að samkvæmt veðurspám sé útlit fyrir snjókomu á norðurleið. För loftskipsins „Norge“ til Svalbarða hefir því verið frestað til sunnu- dags. Samningur úm skuldir Frakk- lands við Bandarikin. Frá Washington er sírnað, að skuldasamningar hafi verið gerðir við Frakkland. Khöfn, FB., 2. maí. Kröfugöngurnar 1. maí i útlöndum. Kröfugöngur verkamanna 1. maí fóru alls staðar friðsamlega fram í stórborgunum nema í Varsjá. Þar sló í bardaga, og voru fimm drepnir, en fjórir særðir. Frakkar tregir að semja. Frá París er símað, að mót- spyrna sé hafin gegn skuldasamn- inginum við Bandaríkjamenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.