Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 1
laðið Gefid út af Alþýðuftokknum 1926. Miðvikudaginn 5. mai. 103. tölublað. Kolanámuverkfallið i Englandi. Khöfn, FB., 4. maí' síðd. Opinber ummæii. Frá Lundúnum er símað, að JJaldwin hafi sagt í þingræðu, að tveggja ára verk sitt væri molað, en samt hefði hann ekki tapað á- ræði til framkvæmda né trú á sett takmark. Blaðið „Times" segir, að síðan JStuartar féllu, hafi England aldrei verið eins voðalega statt og nú. Öll umferð í borgum má heita stöðvuð. Einu farartækin eru úr- eltir vagnar og reiðhjól. Hámarksverð fyrirskipað. Hámarksverð hefir verið sett á yrris matvæli. Kauphöllin og bank- ar enn opin. Vigbúnaðarskipun send út. Vígbúnaðarskipun hefir verið send til hersins og flotans, er verða að vera við því búnir að senda á tveggja stunda fresti liðs- auka, hvar sem þörf er á. Tvö herfylki hafa verið sett á land í Liverpool. Þingmaður fangelsaður. Saklatvala, þingmaður sameign- armanna, hefir verið settur í fang- elsi fyrir að gera tilraun til þess að koma af stað uppreisn. Fundur stéttaforingjanna. ; Síðdegis var fundur haldinn, er .Jþeir Baldwin og MagDonald voru ,á. Umræðum er haldið leyndum. Verkamenn hindra kolaflutning frá Þýzkalandi. Frá Berlin er símað, að engin ,kol verði send til Englands. Sam- eignarmenn vinna að samúðar- verkfalli. Alpjóða-samhjálp verkamanna. Frá Amsterdam er símað, að stjórn Alþjóðasambands fiutnings- verkamanna hafi símað félögum smum í Evrópulöndum að hindra kolaflutning til Englands, skrán- ingar á ensk skip, og heitið verk- fallsmönnum fjárhagslegri aðstoð. Khöfn, FB., 5. maí. Siðustu fregnir. Frá Lundúnum er simað, að almenningsálitið sé stjórnarsinnað. (Þetta er tilkynning frá stjórn- íinni.) Frjálsiyndir segja, áð þeír styðji stjórnina til almenn- ings hags, en kenna henni um sáttastrandið, og að henni hafi farist miðlunartilraunir klaufalega úr hendi. — Verkfræðingar eru eimreiðarstjórar á matvælalestum." Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 5. maí. „Stýfingu" neitað. Frá Osló er símað, að þjóð- bankastjórnin neiti að gera tilraun til þess að gullfesta krónuna (24 kr. móti 1 sterl.pd.). Telur hún það hagfræðilegan ógerning og hindri eðlilega rás. Norðurskauts-farirnar. Frá Leningrad er símað, að hvassviðrasamt sé, og hafi burtför loftskipsins „Norge" þvi verið frestað. Frá Kingsbay er símað, að búið sé að setja saman loftskip Byrds, en vegna snjókomu leggi hann ekki af stað í bili. Laiidkjörið. Siðnsta listariiif. í dag er síðasti dagur til að leggja fram landkjörslista. Eru 5 koranir fram og verða varla fieiri. A-listinn er listi Alþýðuflokks- ins. Andstöðuiistar hans eru: B-listi (kvennalisti): Bríet Bjarn- héðinsdóttir frú, Guðrún Lárus- dóttir frú, Halldóra Bjarnadóttir og Aðalbjörg Sigurðardóttir frú. C-listi (ihaldslisti): Jón Þorláks- son, Þórarinn Jónsson á Hjalta- bakka, Guðrún Briem frú í Rvik, Jónatan Líndal á Holtastöðum, Sigurgeir Gíslason Hafnarfirði qg Jón Jónsson í Firði við Seyðis- fjörð. D-listi (,Framsóknar'-flokkslisti): Magnús Kristjánsson landsverzl- unarstjóri, Jón' Jónsson bóndi í Stóra-Dal, Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi i Dýrafirði, séra Porsteinn Briem á Akranesi, Páll Hermannsson á Eiðum og Tryggvi Pórhallsson. E-listi („Sjálfstæðis"flokkurinn sálugi eða „Frelsisherinn"): Sig- urður Eggerz, Sigurður Hlíðar dýralæknir á Akureyri, Magnús Friðriksson Staðarfelli, Magnús Gíslason sýslumaður Eskifirði, Einar G. Einarsson Garðhúsum Grindavík og Jakob Möller. Alþýðan skipar sér um listann sinn, A-listann, pg hún sigrar! Togararair. Geir kom af veiðum í gær með 62 tunnur lifrar og í morgun Hannes ráðherra með 99 tn. — Þó nokkrir norskir linubátar hafa komið hingað, eins og venjulegt er* um þetta leyti árs. Jöhannes Fönss heitir þektur danskur ljóð- og leik-söngvari, sem hingað er kominn. Syngur hann í Nýia Bió í kvöld kl. 7,15 við aðstoð, Páls Isólfssonar. Veðrið. Hiti 7—2 stig. Átt ýmisleg, hæg. Loftvægislægð fyrir norðvestan land. Útlit: Átt vestan og norðvestan; þokuloft pg sallaregn sums staðar á Vesturlandi. Þurt á Suðaustur- landi. Hægviðri. í nótt norðvestah- og norðan-átt, fremur hæg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.