Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 3
A LÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Öþokbabragð. í gær ?éðust nokkrir stalpaðir strákar á io ára gamlan dreng, sera var sð krefja ÍRa áskriftargjöld fyrir Alþýðu- blaðið, og rifa af honum alla mið a«a sem hanrt var með. Strandferðir 1920. ÁætSun um ferðir Strandferðsskips íslands er dt komin, er því ætlað að fara io ferðir alls umhverfis land og auk þess tvisvar til útlanda Suðurland, SRm brátt verður lokið viðgerð á, TO’-m eiga að annast ferðir frá ísa- fifði til Seyðisfjarðar, sunnan um land. leiðrétting. í blaðiau i fyrra- dag hafði nafn i. þingmanns Reykvíkinga, Sveins Björnssonar fallið út, þar sem taldír voru þeir sem töluðu við umræðurnar um það, hvort fresta skyldi að telja gilda kosninguna hér í Rvík. Tal- aði hann á móti þvf, og hélt þar frarn þeirri skoðun, að ef gera ®tti kosningu Jakobs ógilda, bæri að ógilda alla kosninguna í Rvík. Úttenðar jréttir. Góð ár og TOnd ár í Jnpan. Japaninn próf. T. Ókada segir, &ð hlý veðrátta í ágústmánuði sé sama sem góð uppskera í Japan, köld veðrátta í peim mánuði hierki rýra uppskeru. Árin 1902, 1905 og 1913 var hungursneyð í ^apan, og þau ár hafði ágústmán- ^ður verið sérlega kaldur. Próf. Okada segist hafa fundið ákveðið sanii-£emi milli veðráttunnar í ö°iðurhluta Japan og sólbletta- tinians. Menn eru að smá-ráða gátur 'feðurfræðinnar, og vafalaust kem- 11 r það einhvern tíma, að hægt verður að segja veðrið fyrirfram í stórum dráttum. Fastar ferðir *»im Noregs og Spitzbergen. Norðmenn hafa oft verið að íaðgera að koma á föstum ferðum sín og Spitzbergen. Nú, eftir fiiðarráðstefnan hefir úthlutað ■^orðmönnum Spitzbergen, hefir á byrjað umtal í norskum blöðum ílð koma á föstum ferðum milli landanna. Er þá gert ráð fyrir að skipin flytji kol til norskra hafna, en þaðan aftur ýmiskonar vaming, er námumenn á Spitz- bergen þarfnist. Einnig er gert ráð fyrir að skipin hafi töluverðan farþegaflutning, því margír muni fara þessa Ieið að gamni sínu, ef fastar ferðir komist á. Ekki er þó gert ráð fyrir að ferðir þessar verði farnar nema 3 — 4 mánuði ársins, og ekki gert ráð fyrir að þær borgi sig nema með styrk úr ríkissjóði. Sennilega verða notuð stór mótorskip til ferða þessara, ef úr þeim verður. Floti Syía var 30. nóv. síðastl. 1227 gufuskip, samt. 827x/2 þús. smál., 422 mótorskip., samt. 96 þús. smái., og 1064 seglskip, samt. 121V2 þús. sm.ál. Skipagerð Pjóðverja. Eftir friðarsamningunum eiga Þjóðverjar að afhenda bandamönn- um 200 þús. smálestir skipa árlega. En eftir því sem nú er á daginn komið, munu Þjóðverjar fljótlega geta bygt 1 miljón smálesta árlega, eða fimmfalt það sem þeir eiga að afhenda bandamönnum. Eru Eng- lendingar þegar farnir að óttast, að Pjóðverjar geti orðið þeim slæmir keppinautar í siglingum eftir nokkur ár. 750 fnlltrúar voru á verkamannaþinginu enska, þar sem tekin var ákvörðun um að kolanámurnar skyldu vera gerð- ar að þjóðeign. Þessir 750 voru fulltrúar samtals 5 miij. verka- manna. Hetja og glæpamaður. Einn þeirra frambjóðenda, er kosningu náði við frönsku þing- kosningarnar, var liðsforínginn Vernieres, sem mikið orð fór af í stríðinu fyrir hreysti, og sæmdur var riddarakrossi heiðursfylkingar- innar, fyrir vasklega framgöngu. Var hans getið tíu sinnum í opin- berum skýrslum, fyrir hugrekki, og 56 sinnum særðist hann alls, þessi stríðsár, en oftast lítið. Rrátt fyrir það, þó hann lægi 'í sárum á sjúkrahúsi meðan kosn- ingahríðin stóð yfir, náði hann kosningu. Þingmenskan stóð þó ekki lengi, því hann var dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir svik og þjófnað, er hann hafði framið árið 1918 og í byrjun árs 1919, og varð því að leggja þingmenskuna nifur. Fæddur 31. júlí 1896. Dáinn 2. marz 1919. Kveðja frá syrgjandi móður. Hún fylgdi þér ætíð um farmannaál, þín funheita ættjarðartrygð. Þar leyndi sér eigi þín ijóselska sál og lundernið: sjóvíkingsdygð. Þú hafðir með siðprýði æskunni eytt svo aldrei var brautin þín grýtt, og allir, sem þektu þig, unnu þér heitt, því eðli þitt brosti svo hlýtt. Þú sómdir vel íslenzkri sjómanna- stétt í sigling við fjarlæga sforð. Og þar sem þú fórst var þín fram- koma nett þér fylgjandi drenglyndisorð. Og æskan var léttstíg og lífið svo bjart, þar listin í eðlinu bjó. Og velsæmið göfuga gaf þér svo margt af gulli, og það var þér nóg. En nú ertu liðin, mín Ijúfasta von, sem lyfti mér sorgunum frá. Það helsyngur unað minn, hjart- kæri son, að heyra þig örendan ná. Já, lífið er hverfult og vonin er völt og vegurinn grýttur og háll og framsýni manna svo farlama hölt og fáir jafn spakir sem Njáil. En forlagadísin hér siglir þann sæ er sorgirnar íalla við röng ogdagurinn nístir sitt nýþroskað fræ og nóttin er þögul og löng. Og kveðjuna hinstu, minn hjart- kæri son, þér helga mín þegjandi tár, og héðan af á eg þá einustu von, að eilífðin græði mín sár. J. Húnfjörð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.