Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Verkamannafél. Dag’sbrún verður vegna áskorana margra félagsmanna endur- tekin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. þ. m. í Bárubúð. — Aðgöngumiðar verða afhentir félags- mönnum á sama stað föstudag kl. 1—6^/2 fyrir laug- ardaginn og á laugardag kl. 1—6V2 fyrir sunnudaginn. Menn hafi með sér félagsskírteini frá fyrra ári. Skemtunin byrjar stundvíslega kl. 8 síðdegis. — Húsið opnað kl. S kemtineíndin. Meim óskast til þess að hnýta net hátt kaup. Sigurj ón Pétursson, Hafnaristræti 18. C.s. JSagarfoss fer héðan vestur og norður um land til Kaupmannahafnar á sunnuéag 15. JaBrúar. Skipið kemur á ísafjörð, Akureyri og Seyðis- fjörð, og ef veður leyfir og kolabirgðir endast kemur skipið á Hólmavík, Blönduós og Sauðárkrók. Ef veður hindrar og kolabirgðir endast ekki til að koma á Húnaflóa verða vörurnar þangað losaðar á Akureyri. Fulltrúaráösfundur verður í kvöld, föstudag 13. febrúar kl. 7 í Alþýðu- ráðshúsinu. Pramky æmdastj órinn. Koli konnngor. Eítir Upíon Sinclair. (Frh.). XXVIII Oison gerði alt sem hann gat til þess, að vinna Hall á sitt mál og sagði hanum alla leyndardóma við starf sitt. Hann reyndi til þess, að finna fól*r, sem treysti verkamannasamtökunum og var fúst ti' þess, að eiga á hættu stöðu sína við það að snúa öðrum Hvar sem hann kom safnaði hann um sig hóp manna, sem hann stóð í bré askrittum við, eftir að hann var farinn, og smýglaði hvatningapésum til þeirra, svo þeim yrði útbftt. Þá var myndað- ur kjarni skipulagsins. Eftir eitt eða tvö ár myndi verða slikur skipulagskjarni í sérhverju kola- héraði, og myndu þau þá búin undir að koma fram í dagsljósið og kalla til funda í bæjunum og dölunum og verkamennirnir myndu koma í hópinn. Þá myndi upp- reistareldurinn breiðast út, menn myndu ganga örar í flokk verka- manna, en atvinnurekendafélögin gætu rekið þá í burtu, og þeir myndu krefjast réttar sfns, með tilstyrk ógnana um að gera alls- herjar verkfall. »Þú skilur það“, bætti Olson við, „að við höfum á réttu að standa, er við stofnum til skipu- lags — jafnvel þó verkstjórarnir séu á móti því“. „Ja“, sagði Hallur, „en mér virðist nú, að réttara myndi vera. ef valið væri annað takmark, sem deilt yrði minna um. Ef, t. d. alt væri gert til þess, að fá kola- eftirlitsmann". Hinn brosti. „Við þurfum að hafa verkamannafélag til stuðnings þvf, er krafist verður, og hver er þá munurinn eiginlega?“ „En hleipidómarnir eru svo miklir, sem við verðum að taka tillit til“, skaut Hallur inn í. „Þeir eru margir sem hvorki vilja heyra né sjá hugmyndina um verka- mannasamtök, því þeir halda, að þá sé að eins um að ræða harð- stjórn og ofbeidisverk ■—“ Skipulagsmaðurinn hló. „Þú munt eltki alveg laus við það, að vera einn af þeim? Já, já, hafir þú löngun til þess, að fást við þá þrekraun, að koma að vogareftir- litsmanni hér í Norðurdalnum, þá skal eg ekki standa á móti þvíl“ Hallur hugsaði sig urn litla stund, en sagði síðan; „Eg þyrfti víst einmitt að gera það. Eg myndi læra heilmikið á því“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.