Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Guðm. Ólafsson, Hjörtur Snorrason. Sjávarútvegsnefnd: Björn Kristjánsson, Sigurður H. Kvaran, Karl Einarsson. Mentamálanefnd: Einar Árnason, Guðm. Guðfinnsson, Sigurður H. Kvaran. ' Allsherjarnefnd: Jóh. Jóhannesson, Halldór Steinsson, Sigurjón Friðjónsson. Frá Eng-landi. Viðtal við Lúðvik Jónsson, sem dvalið hefir 3Va ár í Engiandi. Alþbl. "hefir átt tal við Lúðvík Jónsson frá Árnaesi í Hornafirði, sem dvalið hefir síðustu stríðsárin í Englandi, og beðið hann að segja Aiþbl. fróttir þaðan, einkum það, hvaða áhrif honum hefði virzt stríðið hafa á lífið í landinu. Lúð- vík er búfræðingur, og er nú ráð- inn hjá Búnaðarfélaginu. Hefir hann dvalið erlendis samfleytt 8 árin síðustu, til þess að kynna sér búfræði og búnaðarháttu. Dvaldi hann fyrst í hálft fimta ár í Dan- mörku, en síðan í 31/2 ár á ýms- um stöðum í Englandi og Skot- landi, og í haust ferðaðist hann — með styrk frá Búnaðarfélag- inu — um Svíþjóð og Noreg. England fjrrir og eftir stríðið. „Daglegt líf heflr breyzt mjög mikið í Englandi þessi stríðsár", segir Lúðvík Jónsson. „Fyrir stríð- ið mun varla hafa verið nokkurt mentaland, þar sem einstaklingur fékk að ráða sér eins mikið sjálf- ur, eins og í Englandi. Miðað við fólksfjöída var iögreglan fámennari iar, en í nokkru öðru landi, og við það bættist, að hún mun hvergi hafa verið jafn fáskiftin og þar. Á sama hátt voru verksmiðju- eígendur og aðrir framleiðendur tiltölulega fáum reglugerðum undir- orpnir. Fyrstu árin voru heldur engar hömlur lagðar á menn. En er fór að kreppa að Bretum, rak hver reglugerðin frá stjórninni aðra. Stjórnin tók verksmiðjur undir sína stjórn, og allir urðu að sitja og standa eins og stjórnin vildi. Bændurnir. Bændurnir fóru ekki varhluta af þessum reglugerðum. Fyrir stríð var mikið af ágætu landi, sem ekki var notað nema til gras- ræktar. Skipaði stjórnin fyrir um að svo og svo mikið af því skyldi notað undir plóg, og varð það til þess, að kornyrkja jókst mjög í landinu. Stjórnin lagði til jarð- yrkjuverkfæri, og lét plægja fyrir bændur með stórum mótorplógum, enda var mikil verkafólksekla. En ekki býst eg við að þetta hafl áhrif til langframa í korn- rækt Breta. Þeir fá svo mikið fyrir kvikfénað, að það borgar sig eins vel fyrir þá að rækta gras eins og að rækta korn, en umsvifin miklu minni við hið fyrnefnda. Góðir plógmenn höfðu fyrir stríð 12 til 16 shilling á viku, en nú 40 til 50 sh’, auk hlunninda. Yerkamannafélögin enskn. Verkam.félagsskapurinn enski er, svo sem kunnugt er, mjög öflugur. Óánægjan hefir verið mjög rík meðal alþýðunnar núna eftir stríðið, sem stafar að sumu leyti af því, að hermönnunum var lof- að öllu fögru, þegar þeir gengu í stríðið, en stjórnin hefir ekki get- að staðið við þau loforð. Vinnutíminn er nú kominn niður úr 8 tímum á dag. Hann er 44 klukkutímar á viku, en það er 8 tíma vinna fyrstu 5 virku dagana, en síðasta dag vik- unnar er ekki unnið nema hálfan daginn. Verkalýðsfélögin eru öll í inn- byrðis sambandi og styður eitt annað, ef með þarf, í verkföllum, enda virtist svo sem að verka- menn ynnu hvert verkfall, er þeir gerðu, en þau voru æði mörg um tíma. Ekki var annað að sjá, en að verkalýðurinn ætlaði sér að taka smátt og smátt öll völdin i sínar hendur, og virtist öðrum stéttum standa stuggur af hinum vaxandi áhrifum verkalýðsins, þar eð þeir eigi sáu nein ráð til þess, að stemma stigu við því“’ Brezk landbúnadarþekking °S íslendingar. „Álítið þér, að við íslendingar getum lært mikið af landbúnaði Breta?“ „Já, mjög mikið“, svarar Lúð- vík. „Við getum lært mikið meira af þeim en Dönum. Orsökin er einkum sú, að landbúnaðurinn er ekki margvíslegur í Danmörku, eD það er hann í Bretlandi, sökunr þess, hve staðhættir eru þar marg' víslegir, en auk þess eru stað- hættir sumstaðar mjög líkir °S hér á íslandi, einkum í Skotlandi* Á búnaðarskólum í Bretlandi, t. d. skóla þeim, sem eg var á 1 Edinborg, er einnig kend land- búnaðarþekking fyrir nýlendur Breta, sem þá og er mjög marg' vísleg, og fer þá jafnan svo, að eitthvað getur átt við hér á landb þó staðhættir séu að öðru leyW mjög ólíkir. Eg vil því eindregið ráða mönn- um til þess, að leita búnaðarþekk' ingar fremur til Bretlands en Dan- merkur, og eg hygg að það verðt svo á mörgum sviðum, að Þa^ verði heppilegra fyrir íslendinga> að sækja mentun þangað, en tfl' Dana, að minsta kosti meira 011 gert hefir verið. Viðvíkjandi námskostnaði, þá 01 hann ekki meiri í Englandi en * Danmörku, og þó einstaka mannt kunni að finnast enskan erfið 1 fyrstu, þá er það aðeins í fyrstu“- Um daginn og veginn. Yeðrið í dag. Beykjavík, N, hiti -5-6,1. ísafjörður, Vantar. Akureyri, NV, hiti -4-8,0. Seyðisfjörður, NA, hiti 4-4,8» Grímsstaðir, NA, hiti 4-10,0- Vestmannaeyjar, NV, hiti 4-5 Ý'' Þórsh., Færeyjar, NNA, hiti 1>8' Stóru staftrnir merkja áttina' 4- þýðir frost. Loftvog hæst norðvestan VI ísland, en lægs suðaustur ai Fser' eyjum. Norðan og norðvestan Nokkurt frost. St. Shjaidbreið nr. 1x7 helduf fund í kvöid kl. UpPtak* nýrra, fálaga og systrakvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.