Alþýðublaðið - 15.05.1926, Blaðsíða 3
15. mai 1926.
ALÞÝÐUBLAÐIP
menn, er hingað koma, að þeir
vinni ekki undir kauptaxta isl.
verkamanna, en benti á dæmið
frá Siglufirði, sem nýlega hefir
verið sagt frá hér í blaðinu, um
ágengni erlends atvinnurekanda
við verkamenn þar, og sýndi fram
á hættuna fyrir ísl. verkafólkið,
ef erlent lausafólk væri flutt inn
til að kúga niður kaup þess. M.
G. kvaðst að vísu myndu verða
yið áskoruninni, en bætti við af-
sökun fyrir þá atvinnurekendur,
sem reyna að þrýsta niður kaup-
inu með slíkum innflutningi. Hann
var svo sem ekki að hugsa um
afkoiuu yerkamahnanna. J. Bakiv.
andmælti þeim ummælum hans
og sýndi fram á ósanngirni þeirra.
Siðan var tillagan samþ. endan-
lega með samhlj. atkv.
Tillagan um símamannalauna-
uppbótina var samþ. með 11 atkv.
gegn 4 (J. A. J., J. Sig., P. Ott.
og Þórarins, en J. Kj., Klemenz
og Sveinn greiddu ekki atkv,). —
Þessar till. voru afgreiddar í n. d.
í gær, en þingsetubannstill. var
feld í e. d. með 9 atkv. gegn 3
{Jónasar, Ingvars og Einars.
Guðm. greiddi ekki atkv. og E. P.
var fjarstaddur).
Loks flutti Jón Baldv. þingsál.-
till. í sameinuðu þingi þess efnis,
að inanni væri bætt við í ráð-
gjafanefnd íslendinga og Dana,
og fengi hver þingflokka'nna mann
í nefndina, svo að jafnrétti ti)
áhrifa væri trygt eftir atvikum.
Ætlaði og jafnaðarmannastjórnin
danska og danska þingið að gera
slíkt hið sama þar. — Auðvalds-
flokkunum þótti þetta víst alt of
mikil sanngirni og sáu þeir svo
um, að tillagan kom ekki til at-
kvæða, og var borið við tímaleysi.
Önnur mál i neðri deild.
Þar dagaði árásarfrx’. á land-
helgissjóðinn uppi i gær eftir að
það hafði sloppið til 2. umr. með
eins atkv. mun. Talaði Jón Baldv.
á móti því og P. Ott., en J. Magn.
með. — J. A. J. fékk leiðréttingu
á sögusögn, sem einhverjir tveir
eða þrír menn vestra höfðu að
frásögn hans tjáð honum, um
skuldaruppgjöf, sem hann vissi
áður ekki nema landsstjórnin
kynni að hafa verið eitthvað við
riðin. Var hann mjög hikandi, því
að ekki var að 'vita, nema einhver
kynni að minnast ó uppgjöfina
miklu frá þeim tímum, sem hann
var útibússtjóri Landsbankans á
ísafirði. Eftir að Jón Þorl. hafði
svarað honum nokkrum orðum,
játaði J. A. J., að sér hefði verið
skýrt rangt frá. Jón Baldv. kvaddi
sér þá hljóðs, en P. Ott., sem þá
Var í forsetasæti, bjargaði J. A. J.
frá frekari hraluiingum með því
að leika heyrnarleysingja, og lýsti
umræðum lokið. — Tryggvi lét
taka af dagskrá fyrirspurn sína
um almenna atkvæðagr. í kaup-
stöðunum gegn útsölu Spánarvína.
Sama gerði Jörundur um þings-
ályktunartillögu sína um landbún-
aðarmálamilliþinganefnd, sem þá
átfi að koma til 2. umr. Virðast
slík svæfingarleyfi ekki benda á
sterkan vilja til að knýja málin
fram.
Seðlaútgáfa og gengismál.
Seðlafrv., sem sagt var frá hér
i blaðinu í gær, fékk sömu afgr.
i n. d. og áður i e. d., fór í gær
gegn um þrjár umr. og var afgr.
sem lög. Á ferðinni kom það við í
fjárhn. Reyndi minni hluti hennar,
Ásg. og H. Stef., við 2. umr. og
síðar Tr. Þ. við 3. umr. að fella
niður ákvæðið um fjárframlag til
hindrunar gengissveiílum, en þar
brást Ól. Th. þeim alveg, en gerði
sig um leið beran að því, að vilja
lækkun krónunnar. Jón Baldvinss.
flutti br.till. um, að úr þvi seðla-
réttur íslandsbanka væri fram-
lengdur á annað borð, þá, næði
framlengingin til 1928, þar eð
reynslan frá þessu þingi benti á,
að óvíst væri, að bankamálin yrðu
fremur afgreidd á næsta þingi
með næstum sömu þingmönnum,
og væri því rétt að gefa þjóðinni
kost á að greiða atkv. urn þau við
næstu almennar kosningar. Einnig
benti hann á, að varhugavert væri
að grautá í gerðum samningum
við íslandsbanka með því að
veita honum óbeðið undanþágu
frá inndrætti seðla þetta ár. Flutti
hann aðra till. um brottfellingu
Melis í 25 kg. kössum.
Strausykur í 50 kg. sekkjum.
Haframjiil.
Hrisgrjón.
Hveiti.
Margar tegundir.
Verðið ötrúlega lágt.
Crunnar Jónsson,
Simi 1580. Vöggur.
I
þess ákvæðis úr frv. Síðar tók
Jör. Br. upp till. Ingvars, þá, er
feld hafði verið í e. d. (sjá blað-
ið í gær!). Engin þessara br.tilí.
náði fram að ganga. Jón Þorl.
kannaðist við, að frv. þetta væri
frá sér, þó að íhaldshluti fjár-
hagsnefndar e. d. bæri það fram.
Efri deild.
Þingsál.till. um fjárveitingar-
heimild til veiðivatnarannsókna dr.
Reinsch var endanlega samþ. þar
í gær.
Lagasetning.
Auk seðlaútgáfulaganna var sú-
síðust lagasetning þessa þings, að
e. d. afgreiddi þessi fern: um
stofnun happdrættis, vörutolls-
lagabreyt., síldarsölufélagslög og
hlunnindalög óstofnaða bankans.
Endaði þetta þing þannig eins og
við var að búast af því, svo sem
það var samsett að mestum hluta.
Happdrættið og síldarsölufrumv. •
skriðu út úr deildinni með eins
atkv. mun. Svo er sagt, að Ingi-
björg hafi hringvent í síldarsölu-
málinu og gengið út síðan áður en
til úr^yta kom. Gegn happdrættis-
frv. greiddu atkv.: Ágúst, Einar,
Ingvar, Jónas, S. E. og 1. H. B.,
en að eins Einar, Ingvar, Jónas
og Guðm. gegn bankafrv. J. M.
var fjarstaddur i fyrra skíftjð, en
I. H. B. hið síðara,
Sameinað þing.
Faðmlög íhalds og ,Framsóknar‘.
Þar var i gær kosningafundur
á milli deildarfundanna. Var fyrst
samþ. hátíðarnefndartill. þeirra
Ásgeirs og Jakobs, en feld br.till.
Jóns Þorl. um að Þingvallanefnd-
in, sem áður var (fornmenjavörð-
ur, húsameista'ri ríkisins og vega-
málaStj'órinn), starfi áfram að við
bættum fjórurn mönnúm. Munaði
þvi, að Þórarinn og E. P. voru
fjarstaddir og Árni og, Ól. Th.
sátu hjá. Þegar til kosninga ‘kom,
neituðu „Framsóknar“-flokksmenn
samvinnu við Jón Baldv., sem fór
þó að eins fram á að tilnefna
einn mann í nefndina, en tóku
heldur 3 íhaldsmenn nauðuga aft-
an á lista sinn. Lagði þá Jón
Baldv. fram lista með Pétri G.
mundssyni einum á, en sá listi
fékk að eins atkv. hans sjálfs.
Á „Framsóknar'-Iistanum voru:
Ásg., Jónas, Sig. Egg., Jóhannes,