Alþýðublaðið - 15.05.1926, Side 4
4
ALÞÝÐU2LA1IÐ
Magn. dósent og Ól. Th. Kom
hann öllum aö á 18 atkv. (sínum
og fyrrv. ,,Sjálfstæðis“), en á 19.
seðlinum var eitthvert krot, sem
Jóhannes gafst upp við að lesa.
Seðlar íhaldsmannanna 19 voru
auðir. Jóhannes vildi fyrst ekki
hlíta því, að vera kosinn á þenna
hátt og skoraðist undan kosningu.
Ásgeir hóf þá bónorð til hans
fyrix hönd „Framsóknar“, að hann
yrði kyrr í nefndinni, og lét Jó-
hannes það þá eftir honum. —
Jóhannes, Jónas og Bjarni frá
Vogi voru kosnir í dánsk-ís-
lenzku ráðgjafanefndina til næstu
8 ára, Klemenz og Guðm. iand-
iæknir í fálkaorðunefnd til næstu
6 ára og Jörundur, Magn. dósent
og Árni frá Múla endurskoðendur
landsreikninganna — allir án at-
kvæðagreiðslu. ihaldsflokkarnir
mátust ekki um sætin þá stundina.
Þingmálin.
• Fyrir þingið komu 87 frv., en
51 lög voru afgr., 16 frv. feld og
visað frá, 2 vísað til stjórnarinnar,
en 18 döguðu uppi. Fyrir þingið
komu einnig 36 þingsál.till. Þar
af voru 15 samþ. og 8 vígað til
stjórnarinnar. Alls hafði þingið
127 mál tii meðferðar, en minstur
hluti þeirra, sem framgangi náðu,
kemur alþýðu að nokkru verulegu
gagni.
Þingslit.
Þegar Ben. Sv. sleit síðast fundi
i n. d., kvað hann þingið hafa
verið með spakara móti „héma
megin veggjarins", en í e. d. sag'ði
H. Steinss., að þeirri deild væri
ekki um að kenna, þó að þingið
hefði dregist nokkuð á Ianginn.
„Hverjum þykir sinn fugl fagur.“
E. d. menn stóðu upp i móti H.
Steinss. að skilnaði, nema Jónas
sat sem fastast og var það vonlegt,
því að þar hefir mest í odda slegr
ið þar í sveit. — Þingi var slitið
í dag, og munu afnám húsaleigu^
laganna og „Kára“-gjöfin vera
helztu minnismerki þess.
„Ný dagsbrún“
heitir nýtt jafnaðarmannablað vél-
ritaö, Ábyrgðarmaöur er Markús
Jönsson, Bergþörugöíu 10. Þar fæst
1. tbl. á 25 aura. Pétur G. Guðmunds-
son hefir véritað blaðið og er það
mjög greinilegt aflestrar. í þvi eru
ýmsar útlendar og innlendar fréttir
og greinar, sern allir ættu að lesa.
Kolanámuverkfallið
i Engiandi.
Algert verkbann.
Thomas sagði í þingræðu, að í
rauninni væri um algert verkbann
að ræða í landinu. Fjórar milljón-
ir manna eru nú atvinnulausar í
iandinu, og fjöldi manna sveltur.
Afleiðing ófyrirsjáanleg. Baldwin
skorar á atvinnurekendur að nota
ekki ástandið í eiginhagsmuna-
skyni. Stjórnin veiti enga aðstoð
til kúgunartiirauna gegn verka-
mönnnm.
Blöðin og skynsemin.
Blöðijn í morgun voru vélritaðar
smáútgáfur og stendur í þeim, að
svo virðist sem öll heilbrigð skyn-
semi manna sé hverfandi.
Flett ofan a£ afturhalds-bylt-
ingartilraun.
Lögreglan hefir uppgötvað und-
irbúning undir stjórnarbyltingu af
hálíu keisarasinna með aðstoð svo
kallaðra íþróttafélaga. Erhardt
kapteinn var aðalforingi þeirra.
Neumann borgarstjóri í Líibeck
átti að verða einveldismaður, er
Hindenburg hefði verið steypt og
stjórnarskráin feld úr giidi. Hús-
rannsóknix hafa farið fram mjög
Khöfn, FB., 14. maí.
Ný árás á verkalýðinn.
Verkfallið byrjar aftur.
Frá Lundúnum er símað, að
útlitið hafi versnað, sumpart
vegna þess að verkamenn hafa
gert mótspyrnu gegn afturköllun
verkfallsins, en sumpart vegna
þess, að atvinnurekendur hafa
gert tilraun til launalækkunar.
Mörg verkalýösfélög hafa opinber-
lega tilkynt verkfall.
Miklar æsingar eru við höfn-
ina í Lundúnum og á Doncaster-
kolanámusvæðinu.
I fyrra dag komst upp um til-
raun til þess að sprengja í loft
upp hluta af járnbrautarteinun-
um á milli Edinborgar og Glas-
gow.
Khöfn, FB., 15. maí.
Alt á ringulreið.
Frá Lundúnum er símað: Vinnu-
ástand er á meiri ringulreið en var
á seinustu dögum allsherjarverk-
fallsins. Verkamenn hafa sums
staðar gert aðsúg að foringjum
sínum og heimtað áframhald alls-
herjarverkfa 11sins. í Poplar (í East
End í Lundúnum) leituðu foringj-
arnir aðstoðar lögreglunnar, og
voru 40 ófriðarseggjanna hneptir
í fangelsi.
Arás á samtök verkalýðsins.
Margir atvinnurekendur, þar á
meðal járnbrautarfélög, neita að
talrn verkamenn aftiu', nema þeir
segi sig úr verkamannafélögunum,
en aðrir heimta launalækkun. Mið-
stjórn verkainanna telur þetta
drápstilraun við samheldni verka-
manna.
Erlend simskeyti.
Um heimskautsflugið
bárust FB. þessi skeyti 12. mai:
Frá Osló er símað, að margir
óttist, að Byrd geri tilraun til að
fljúga til Alaska á undan Amund-
sen.
Frá Kingsbay er símað, aÖ menn
trúi því alment, að Byrd hafi
flogið yfir heimskautið. Hann sá
ekki land og að eins fáar og
smáar sprungur í ísnum.
Síðarl fregnir sama dag: Loft-
skipið hefir fengið nokkurn mót-
vind. Um miðnætti var það á
80. stigi norðlægrar breiddar. Létt
þoka.
Enn síðar um daginn: Amund-
sen fór yfir norðurheimskautið
klukkan eitt í nótt.
Khöfn, FB., 13. maí.
Þegar loftskipið „Norge“ fór yf-
ir heimskautið, var norska, ítalska
og ameríska flagginu varpað fyrir
borð. Engar fregnir hafa komið
frá loftskipinu síðasta dægur.
Sennilega er það á leiðinni til Ala-
ska.
Samkv. símskeyti til FB. frá
Kaupmannahöfn, dagsettu í gær/
þ. 13., kl. 19,34, hafði verið símað
til Hafnar frá New York, að sést
hefði til loftskipsins frá Point
Barrow.
Þýzka stjörnin fallin.
Frá Berlín er símað, að stjórn-
in sé fallin. Vantraustsyfirlýsing
var samþ. með 176 atkv. gegn
145.