Alþýðublaðið - 04.06.1926, Side 3
ÁLBÝ8UELAÖID
8
sem þetta kemur fyrir? Því er
fljótsvarab. Það er fyrir þá sök,
að togararnir eru ekki reknir með
hag heildarinnar fyrir augum,
heldur eru það örfáir menn, sem
geta ráöið því, hvenær togar-
arnir eru látnir hætta veiðum, og
þá alt af borið við, að rekstur
þeirra beri sig ekki.
Þarna kemur í ljós, hvílíkt fyr-
irkomulag það er, sem við bú-
um við, eða vill nokkur maður
með óbrjálaða skynsemi halda því
fram i alvöru, að það sé rétt, að
þúsundir manna svelti fyrir að-
gerðir örfárra manna? Ég held,
að þeir verði fáir, sem fengjust
til að halda því fram sem góðu
og gildu. En þannig er því saint
varið, og þannig verður það, á
meðan þetta gamla og rotna þjóð-
félag verður við líði. Því er það,
að allir sannir jafnaðarmenn berj-
ast fyrir gerbreyttu þjóðskipulagi,
og þeir fara ekki með skoðun
sína í neina launkofa. Þétta veit
allur heimurinn, og þess vegna
eru jafnaðarntenn ofsóttir og hat-
nðir af auðvaldinu, þessum sam-
eiginlega óvin alls verkalýðs
heimsins.
Ég ætla ekki að fara að deila
með mörgum orðum á eigendur
togaranna. Það kemur kann ske
tírni síðar, þegar þeir veröa krafð-
ir reikningsskapar ráðsmensku
sjnnar. En ég vil beina orðum
mxnum til ykkar, verkantenn, sjó-
menn og verkakonur! Finst ykkur
ekki tími til kominn að taka í
taumana? Hafið þið gert ykkur
það ljóst, hvað það er, sem bíð-
ur ykkar í suntar? Það er ekkert
annað en það, að þið fáið enga
vinnu, hvorki til sjós né lands,
og hverjar verða afleiðingarnar
af því? Hungur fyrir sjálfa ykk-
ur, konur og börn. Hungur —
það er hryllilegt orö og stórt,
en þetta kemur áður en ntann
varir, ef við verðum svift atvinnu
okkar, og ekkert verður aðhafst.
En hvað á þá að gera? mun
margur spyrja. Það á að þjóðnýta
togaraflotann, eða meö öðrum
oröum: Það verður að taka tog-
arana eignarnámi og láta ríkið
eða bæjarfélagið gera þá út. Ég
býst við, að þetta fáist aldrei með
góðu, en þá verðum við að gera
það með valdi. Við veröum að
selja líf og heilsu barna okkar
og annara dýrara en það, að viö
látum örfáa menn taka það af
okkur til að geta svalað gróða-
fíkn sinni.
Burt með þetta rotna og ó-
mögulega þjóðskipulag! Veltum
því í rústir og byggjum upp ann-
að nýtt, þar sem allir fá aÖ vinna,
sem vilja og-geta unnið!
Og að endingu: Hafið hugföst
orð eins af okkar góðu skáldum:
Láttu pér skiljast: Ef hötið þú hikar
og hugsar ei nema um fötlengdar-
málið,
að harðstjörans morðvopn að höfði pér
blikar
og hendir þér ofan í logandi bálið.
Atvinriulaus verkamctður.
Um daginn og veglnn.
Nœturlæknir
er í nótt MagnúS Pétursson,
G.rundarstíg 10, sími 1185.
Hljómsveítin þýzka
Á hljómleikum hennar á morgun
verður leikin 7. simphonie Beet-
hovens, sem svo mikið þótti til
koma á hljómleikum sveitarinnar í
Oslo og Björgvin. Auk þess verður
leikinn forleikurinn að „Coriolan",
sem sérstaklega þótti mikið til koina
á 1. hljómleik sveitarinnar hér.
Eru það tónar fullir ásökunar, ör-
væntingar og sorgar í samræmi við
sjónleikinn eftlr Collin.
Guðspekifélagið.
Fundur í kvöld kl. 8V2 stundvís-
lega. Deildarforseti segir frá fund-
arhöldum í Adyar (frh.). Engir
gestir.
Frá bæjarstjörnarfundi.
Stefán Jóh. Stefánsson bar fram
tillögu á bæjarstjórnarfundinum í
gærkveldi þess efnis, að bæjar-
stjórnin bjóði hljómsveitinni þýzku
i skemtiför í bifreiðum. Því tóku
allir vel nema Björn, sem var orð-
inn heitur af kongsko.numóði. Hann
kvað búið að gera nóg fyrir þá með
því að veita þeirn styrkinn. St. J.
St. minti á, að hljómsveitarmennirnir
eru gestir bæjarins, og að gildi
heimsóknar þeirra er alt annað en
konungskomunnar. Var tillagan sið-
an samþykt með 8 atkv. gegn 1
(Bjarnar). — Sarnþ. var að grensl
ast eftir kaupverði á Landakots-
túnum undir háskóla og stúdenta-
garð.
Munið
eftir deildarstjórafundi „Dags-
brúnar" annað kvöld.
Hljöðfærahúsið
biður þess getið, að þeir um-
beðnir aðgöngumiðar að liljómleik
Henry Eriehsens á laugardaginn,
fi£7S — -
Verzl.
BjSrn Kristjánsson.
Smáverur
i fjölbreyttu úr\'ali.
Vaxdilkar.
Sjúkradukas*.
Alþýðuflokksfólk! Athugið, að
auglýsingar eru fréttir! Auglýsið
þvi í Alþýðublaðinu.
sem ekki eru sóttir fyrir ki. 12 á
laugardag, verði þá seldir öðrum.
Ólafur Þorsteinsson læknir
fór ekki með Lyru í gær.
Landhelgissektir.
Tveir þýzku togararnir, sem „Þór“
tók síðast, hafa verið . sektaðir um
12 500 kr, hvor, auk afiá og veiðar-
færa.
Fru Jönina Jónatansdóttir,
annar maður á landskjörslista Al-
þýðuflokksins, er á ferðalagi norðan
lands. Verður hún m. a. á landsfundi
kvenna á Akureyri..
Veðrið.
Hiti mestur 10 st„ minstur 4 st.
Átt yfirleitt norðlæg og austlæg,
fremur hæg. Loftvægislægð fyrir
sunnan land. Útlit: Austanátt, all-
hvöss við Suðausturland, úrkomu-
laust á suðurhíuta Vesturlands, úr-
koma víða annars staðar. 1 nóit á
austan og norðaustan.
Kristjáni Bergssyni
er óþarft áð láta birta skröksög-
ur í „Vísi“. Þá einu leiðréttingu,
sem var í klausu hans, birti Alþbl.
þegar. Hitt mun síður en svo auka
álit hans meðal sjómanna, að hann
hefir nú soramarkað sig auðvalds-
stéttinni, en þá auglýsingu þótti
Aiþbi. óþarfi að flytja.
Til Valtýs.
Ekki þarf Valtýr að vera grobbinn
yfir þvi, að Alþbl. hafi tekið eftir
„Mgbl.‘ fréttina um, að Ólafur
læknir Þorsteinsson ætlaði utan i
géer. Alþbl. er svo vel kunnugt um,
hve lítið er að marka margar af
fréttum „Mgbl.“, bæði innlendar og
útlendar, að ,því þótti vissara að
spyrja landlækninn um, hvort það
segði satt í þetta skifti, og vissi
hann þá ekki annað en svo væri.
Hins vegar hefir Alþbl. staðið
„Mgbl.“ að því að tína saman frétt-
ir úr Alþbl., en það hefir ekki komið
að sök, því að þær fréttir hafa jafn-
an reynst réttar.