Alþýðublaðið - 05.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1926, Blaðsíða 3
5. júní 1926-. ALÞÝÐUBL,AÐI D S sem skipa'alla hina landkjörslist- ana, sigra eða fulltrúar jafnaðar- manna, alþýðunnar. Auk atkvæðis okkar, hvers einstaklings, kemur mikið undir fortölum okkar við skammsýnni stéttar-bræður og systur. Sýnum nú mált stjórn- málasamtakanna! Látum alþýðu- íistann, A-listcmn, verða at-kvæða- flesta listann við landskjörið. „Sameinaðir stöndum vér.“ Yfirráðin til alpýðunnar! Kjösnm A-Elstaaui! Nafnið Póllánd hefir til skamrns tíma hljómað vel í eyrum manna bæði hér á landi og annars stað- ar. Undir eins og það hefir verið nefnt, hefir það vakið upp hug- myndir um eldheita ættjarðarást, ódrepandi sjálfstæðisþrá og harð- vítuga frelsisbaráttu. Pólverjar áttu mikil og góð ítök í hugum allra réttsýnna manna og frelsis- sinna víðs vegar um heinr. Var litið á þjóð þessa sem píslarvott frelsishugsjónarinnar, og heitar bölbænir þuldar yfir böðlunum, er kúguðu hana og undirokuðu. Alt þetta var nú gott og bless- að. Hitt er verra, að hætt er við, að Pólverjar á þessum síðustu ár- um eftir heimsstyrjöldina hafi mist mikið af þeim sarnhug, er þeir áður gátu glatt sig vjð, og það ekki að ástæðulausu. Með friðarsaiuningnum í Ver- sölum var, eins og kunnugt er, Pólland endurreist og er síðan sjálfstætt og mikið ríki, mikið að minsta kosti að flatarmáli og fólksfjölda. Samt virðist ekki alt vera sem skyldi á bænum þeim. Nú síðast hafa borist fréttir um stjórnarbyltingu i Póllandi. For- • seti lýðveldisins og stjórnin kom- ust undan við illan leik, sumir í bifreiðum, aðrir í flugvélum. .Sem stendur virðist herliðið eða sá hluti þess, er fylgir Pilsudski marskálki, ráða öllu, að minsta kosti í höfuðborginni Varsjá. Er ekki ólíklegt, að til borgarastyrj- aldar dragi í Póllandi. Byltingin er að líkindum hrein ‘herbylting og Pilsudski ekki ólík- iegur til að gerast alræðismaður eftir mussolínskri fyrirmynd. Svona er nú komið hinu unga, nýendurreista pólska lýðveldi. Væri það kaldleg hæðni örlag- anna, ef þessi frelsisþyrsta þjóð léti beygja sig í kné undir ger- ræði einvalds hershöfðingja svo örfáum árum eftir að frelsið lang- þráða aftur var unnið. Þrátt fyrir ýmsa góða kosfj, sem þjóðin hefir átt til brunns að bera, verður því vart neitað, að Pólverjar hafa jafnan átt erfitt með að stjórna sér sjálfir. Að þessi mikla þjóö, þetta volduga ríki, sem Pólland eitt sinn var, skyldi falla sem bráð fyrir refja- brögðum nábúanna og verða margskift á milli þeirra, — því hefir auðvitað ekki tilviljun ein ráðið, — heldur ekki græðgi ná- grannanna ein saman, sem þó vafalaust hefir verið mikil. Að visu lá Pólland illa við, umkringt af ásælnunr stórveldum. En sag- an sýnir, að sivipaða legu hafa örinur ríki átt, og þó tekist að vernda sjtilfstæði sitt, jafnvel þótt smærri væru og máttarminni en Pólland fyrr á tímum. Sannleikurinn er, að Pólverjar, sem annars eru mörgum góðum ' kostum búnir, hafa ávalt verið lélegir stjórnmálamenn. Ekki svo að skilja, að þeir hafi gefið sig of lítið að stjórnmálum, — miklu fremur hið gagnstæða. En póli- tík þeirra hefir skort hagsýni og framsýni. Þeir hafa verið of á- stríðufullir og of sundurlyndir. „Pólskur rikisdagur“ hefir orðið að prðtaki um þá samkundu, þar sem alt skipulag vantar, og skyn- semin er rekin á dyr. Hörð undirokun Jangraára virð- ist alls ekki hafa þroskað þjóðina í þá átt að gera hana færari um að stjórna sér sjálfri. Gætum við freistast til að segjá, aö nú á dögum töluðu pólskir stjórnmála- menn meira og hugsuðu skemra en riokkru sinni áður. Nú ska) .við það kannast, að með Versala-friðinum fengu Pól- verjar að ýmsu leyti erfiða að- stöðu. Var þess tæplega að vænta, að gott samkomulag gæti tekist með þeim ög nágrönnunum, eins og þar var í pottinn búið. Nægir í þvi efni að benda á „póiska ganginn“, sem klýfur Prússland í tvent og rífur frá því Danzig, alþýzkan bæ, og gerir úr honum „fríríki“ undir yfirumsjón Þjóða- bandalagsins, — alt til þess að veita Pólandi aðgang að hafinu eða höfn við Eystrasalt. Ráðstöfun þessi mun vera ein- hver hin . kostulegasta af öllurn gerðum — eða misgerðum — þessa alræmda. friðarfundar, Sjá það allir menn rneð nokkurn veg- in óbrjálaðri skynsemi, að hér hlýtur að verða breyting á fyrr eða síðar, annað hvort með frjáls- um samningum eða ófriði að öðr- um kosti. Þannig bjuggu nú vinir Pól- lands í garðinn fyrir það. Þá hefði verið vel, ef Pólverjar sjálf- ir hefðu gért það, er í þeirra valdi stóð, til að bæta fyrir afglöpin. En það hafa þeir ekki gert, — síður en svo. Þeir hafa þvert á móti bætt gráu ofan á svart. Hjá þeim hefir komið fram sama á- sælnin og yfirgangurinn, sem þeir eitt sinn voru beittir sjálfir. Þeim nægði ekki að fá „ganginn" gegn um þvert þýzka ríkið og að sjá Þýzkaland svift Danzig. Þeir á- sæiclust einnig Efri-Schlesíu frá þessu sama ríki. Og með aðstoð Frakklands tókst þeinr að ná í helztu náma- og iðnaðar-héruðin þar. Sú jesúítiska klíka, er nefnist Þjóðabandalagið, lagði blessun sína ySr þá athöfn. En Pólverjar hafa engan veginn látið sér nægja þetta. Gagnvart nágrðnnum sínum að austan hafa þeir sýnt hinn sama yfirgang. I skjóli hinna voldugu bandamanna — fyrst og fremst Frakklands — hafa þeir sölsað undir sig Vilna- svæðið. En það tilheyrði ríkinu Lithauen, og var borgin Vilna höfuðstaður þess. Gagnvart Rússum sýndu Pól- verjar einnig fullan fjandskap. Leiddu þær skærur, tii blóðugs ó- friðar 1920. X þeim ófriði var hið nýstofnaða lýðveldi nær því kom- ið á heíjarþrömina. Björguðu Frakkar því á síðustu stundu, enda var það þeim skyldast, þar sern vitanlegt var, að einmitt þeir höfðu att Pólverjum út á foraðið. Yfirleitt hefir Pólland hið nýja verið í öllu háð Frakklandi og orðið að danza ef-tir þess pípu. Hefir það og í skopi verið kallc að frönsk nýlenda, og muu það ekki allijarri sanni. En þetta virð- ist hafa fylt pólsku burgeisana of- metnaði. Með Frakkland að bak- hjarli töldu þeir sér ekkert ófært.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.