Alþýðublaðið - 05.06.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.06.1926, Blaðsíða 4
I 4 Þeim hefir ekki nægt að endur- vinna sjálfstæðið, svo þjóðin gæti búið að sínu án þess að áreita aðrar þjóðir. Þeir kusu að taka iþátt í hinu stórpólitíska tafli. Þannig hafa árin Jiðið. Stór- pólitíkin skapar fjandskap og ó- vissu út á við, herbúnað og fjár- eyðslu inn 'á við. Fjárhagur Pól- lands hefir stöðugt farið versn- andi, skattarnir orðið þyngri og þyngri. Óánægjan meðal fólksins hefir vaxið. Þrátt fyrir allan. sjálf- stæðisgorgeir, þjóðernisrembing ög hernaðarbrauk hefir mörgum orðið eins og forðum Israeísmönn- um í eyðimörkinni að óska sér aftur til kjötkatla Egyftalands. Þessi óánægja hefir nú undirbúið jarðveginn fyrir byltingu þá, er nú er komin og íyft' hefir herfor- ingjanum og æfintýramanninum Piisudski til valda. Hver er svo þessi Pilsudski ? Hann er fæddur 1867 í Vilna- héraðinu, sem þá ‘var einn hluti Rússlands, af fátæku og ótignu fólki. í æsku tók hann þátt í byltinga-hreyíingunni rússnesku, og eins og svo margir aðrir góðir menn var hann dæmdur tii út- legðar i Síberíu. Eftir að hann siapp þaðan, kom hann heim aftur og gerðist foringi jafnaðannanna. Vann hann að þ.ví tim hríð með miklum dugnaði að efla félags- samtök verkamanna í hinum rúss- neska hluta Póllands. Var það þó örðugt verk og ekki hættulaust, þar sem allur þess konar félags- skapur var bannaður, og alt varð því að fara á huldu. Hann hataði Rússland. Þegar heimsstyrjöldin skall á, óskaði har.n þess eins, að Rússland biði •ósigur. Þóttist hann þar eygja möguleika til pólskrar endurreisn- ar. Piisudski gekk því í lið með Þjóðverjum og barðist gegn Rúss- um. En brátt komst hann ao raun um, að áhugi Þjóðverja og Aust- urríkismanna á frelsismáli Póí- verja orkaði mjög tvímæla. Eftir byltinguna í Rússlandi var þó fjarri því, að Pilsudski vildi nokk- uð hafa saman við Rússa að sælds. Þjóðviérjar höfðu brugðist vonum hans. Nú tók hann aö mæna vona’raugum til Parísar og viðra sig upp við Frakka. Við það komst hann í ónáð hjá Þjóðverj- um og varð jafnvel um tíma að sitja í fangelsi. ALÞÝÐUBLAÐID Eftir Versalafriðinn varð hann sá, er mestu réð í Póllandi. Hon- um tókst þó lítt að leiða land og þjóð inn á braut hamingjunnar, og á mörgum af gönuskeiðum pólskrar pólitíkur á þessum árum < ber hann öðrum fremur ábyrgð- ina. Hann átti ekki minsta sök á pví, að landið lenti í ófriði. við Rússa, eins og áður er á minst. Eftir þann skell bar minna á honum um hríð. Þó mun hann alt af hafa átt allmikið undir sér og allar síðari stjórnir í landinu orðið að taka tillit til hans. Gg nú er hann aftur kominn upp á tindinn. Er Pilsudski jafnaðarmaður? Skín alþýðustéttinni nokkuð gott af því, að hann nái völdum? Þeim spurningum er ekki svo gott að svara. Brestur þar kunnugleika um ástandið í Póllandi og af- stöðu flokka þar. Að vísu hafa jafnaðarmenn og frjálslyridir fylgt honum í þessari síðustjt baráttu, en það spáir ef til vill eigi niíklu um, hvernig stjórn hans muni reynast. Bezt að sjá, hverju fram vindur. Svo virðist, sem hann styðjist viö herinn fyrst og fremst. Margt sýnist ólíklegra en að rás viðburðanna í Póllandi taki svip- aða stefnu, eins og raun hefir á orðið í ftalíu. Mussolini hinn í- talski var líka eitt sinn jafnaðar- manna-foringi og ritstjóri aðal- málgagns jafnaðarmanna þar í landi. Síðustu fregnir herma, að vest- urhluti Póllands hóti að segjast úr lögum við rikið og heimti full- komið sjálfstæði. Ella sé borgara- styrjöld í vændum. Mundi nú líða að nýrri sundur- limun Föllands? Og mundu Pól- verjar ætla að annast skifting- una sjálfir í þetta sinn ? 31. maí — ’26. —rn— Mvað líður likhúsbFggmganni ? Hvað lengi á hún að dragast? Gamla líkhúsið í kirkjugarðin- um er bæjarfélaginu til stór- skammar, maukfíið, svo að það verður ekki einu sinni gert hreint. og bænum getur stafað stórhætta af því sakir húsnæðisvandræðanna. Heilar fjölskyldur verða að hýrast í einu herbergi, en dauðann getur að höndum borið, þegar minst varir. Þá á að geyma lík í kytr- unum 1—2 vikur eins og venja er hér, að lík standi uppi. Það var einróma samþykt á fundum hjá báðum söfnuðum bæjarins í .fyrra að byggja lík- hús og kapellu. Það er þó ekki enn byrjað á verkinu. Það hafa verið samþykt lög, sem heimila safnaðarstjórninni að byggja, og ekki er byrjað, og nú beyrist, að ti! séu menn hér, sem ætli að berjast á móti þessu þarfa máli, en þa® má engum fáum mönnum háldast það uppi, að hindra fram- gang þess. Heilbrigði og sómi bæjarins er í veði. Því ætti fólk að fjölmenna á safnaðarfundinn á sunnudaginn og krefjast þess einum rómi, að kapellan verði bygð þegar í sumar, og muna eft- ir .að biðjá safnaðarstjórnina um vatn á fleiri staði í kirkjugarðin- urn, svo að fölk geti vökvað blómin á leiðunum, og fleira mætti minnast á í sambandi við garðinn. Um dagpatiB ©g vegism* Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Uppsöl- um, sími 1900, og aðra nótt Jón Krist- jánsson, Miðstræti 3, sími 686. 62 ára er í dag Magnús Benediktsson, verkamaður, Bergstaðastræti 45. Katrín Thoroddsen, læknir, hefir nú tekið til starfa hér i bæn- um, sbr. augl. hér i blaðinu i gær, og leggur einkum stund á barnalækn- ingar. Mun mörgun konum þykja vænt um, að kvenlæknir starfar í bænum. Kirkjuhljómleik heldur hljómsveitin þýzka í dóin- kirkjunni á morgun. Jón Leifs hefir látið Alþýðublaðinu í té' eftirfar- andi upplýsingar um lög þau við Galdra-Loft, sem þar verða leikin: Fyrra lagið er mimodrama úr 2. þætti. Það byrjar um leið og Loftur fer út, éftir að Steinunn hafði kastað af sér bolnuin. Við lagið eru skrifaðar pess- ar skýringar: „Loftúr gengur álútuf út úr stofunni. Steinunn stenduragn- dofa. Hún snýr sér hægt fram að áheyrendunum. Andlitið ’ afmyndast. af sársauka. Hún hnígur niður á hnén við bekkinn, yfir komin af gráti. og hristist af ekka, um leið og hún grúfir sig yfir bekkinn. Hún grætur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.