Alþýðublaðið - 08.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1926, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐID j ALÞÝÐUBLABEB 3 kemur út á hverjum virkum degi. • ! Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við : < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; í til kl. 7 síðd. <í Skrifstofa á sama stað opin kl. ; < 9V2—10Vs árd. og kl. 8—9 siðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; t mártuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. ; j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j } (i sama húsi, sömu símar). ; <' Lanðkjor og helrtri konur. Þetta er í fyrsta skifti, sem ég gríp pe'nna í þeim tiigangi að skrifa blaðagrein, en ástæðan til þess er sú, að kynsystur mínar hinúm megin frá — úr yfirráða- stétt — hafa rétt mér, fátækri al- þyðukonu, sína mjúku og ólúnu, giófaklæddu hönd og gefið mér „Kvennablaðið". Ég verð að játa, að þetta er í fyrsta skifti, sem kynsystur mínar úr yfirráðastétt virða mig viðtals í slíkum málum, og stend.ég því á nokkrum tímamótum. Ég baða mig í nýju Ijósi „stéttakœrleik- ans“(i). En nóg um það. Mig langar að eins með nokkrum orðum til að svara þessari sendingu þeirra, kynsystra minna, því að þó að ég sé ekki gædd miklum gáfum eða víðlesin, vil ég svara, þegar á mig er yrt, þótt úr yfirráðastétt sé. * Ég man árið 1922, þegar kyn- systur mínar úr yfirráðastétt tóku til fótanna um þvert og endilangt fsland í atkvæðaleit handa Ingi- björgu H. Bjarnason. Þá var ekki komið til mín. En ég stóð álengdar og sá og heyrði. Ingibjörg var ímynd allra kven- legra kosta. Hún átti aö starfa að heill okkar kvenna i ýmsum málum. Hún þekti móðurástina og tilfinningar barnanna. Þess vegna var hún -sjálfkjörinn fulltrúi þeirra. Hún átti ekki að tilheyra flokki. Hún átti að leggja sína græðandi hönd á allar flokkadeil- ur og milda hjörtu karlanna í þingsalnum. Alt gott átti Ingi- björg að vera og gera. Og margir komust við af trú á þessa al- góðu gyðju. Ingibjörg var kosin, og nú hefir hún setið þrjú þing. „kforgunblaðinu", blaði heldri mannanna, danskra og íslenzkra, varð sú skyssa á rétt eftir kosn- ingarnar, að lýsa Ingibjörgu haldsmaim“. Reis þá Ingibjörg upp með tárin í augunum af sann- leiksást og lýsti þetta ekki sann- leika, og blaðið bað hana fyrir- gefningar. En það merkilega gerð- ist, að „Mgbl.“ fór með sannleika, — því að Ingibjörg hefir reynst Jóni Magnússyni hið traustasta gönguprik í allri hennar þingsögu. Nú í annað sinn koma þær, heldri kþnurnar, fram með lands- kjörslista. Þær skjóta máli sínu til okkar alþýðukvenna. Það er ekki heldur ný bóla, að yfirráða- stéttin reyni að klifra upp eftir sliguðu baki undirokuðu stéttar- innar. Enn þá lýsa þær yfir flokksleysi sínu. Bríet og Guðrún í Ási þykjast ólofaðar vera. En við alþýöukonur erum orðnar tor- tryggnar, og samt ættum við að vera enn þá tortryggnari, því að þá myndu færri byrðar hvíla á okkur og réttlátara skipulag vera. „Kvennablaðið" brosir ofur- fleðulega, talar um „köllun kon- unnar“, um samtök kvenna, um kröfur þeirra o. s. frv.; en þegar þær skrifa, þessar konur, þá fer auðséð að þær skrifa að eins um kröfur yfirraðastéttarkvenna. Þær vita það ekki, að kröfur okkar eru ólíkar þeirra. Við höfum alt aðrar kröfur aö gera en kynsystur okk- ar hinum megin. Staða okkar í þjóðfélaginu er eins ólík og nótt og dagur. Við berum hita og þunga lífs- anna og sífelds strits. Þær eru önnum kafnar í veizluhöldum og kaffidrykkjum. Við vökum eftir eiginmönnum okkar og sonum, þegar þeir þurfa að þræla fram á nótt, og við þekkjum það að liggja andvaka á næturnax vegna áhyggna yfir því, með hverju við eigum að næra börnin okkar á morgun, með hverju við eigum að klæöa þau eða hvernig vjð eigum að varna því, að þau veikist vegna kulda í kjallaraholurmi eða á hana- bjálkaloftinu. En yfirráðastéttar- koniH' sofa til kl. 12 á daginn og nota hendur vinnustúlkunnar til að ganga á, þegar hún liggur í gólfinu við að breinsa það, sem „frúin“ og „herrann" hafa spíg- sporað um kvöldið áður. Þið'eruð hálf-grunnar, þið, sem standið fyrir ofan okkur í stig- anum! Ykkur þýðir ekki að koma til okkar með loforðum. Við alþýðu- konur stöndum að eins með þeirri stétt, sem við tilheyrum. Eins og við tökum þátt í lífs- baráttu eiginmanna okkar, eins stöndum við fastar eins og bjarg við hlið þeirra í stéttabaráttunni. Við þekkjum ykkar hugmyndir um einstaklingsframtak og eignar- rétt. Við þekkjum líka einstaklings- framtak eigenda „Kveldúlfs", „Kola & Salts“ og margra annara gróðafélaga, sem eiginmenn ykk- ar yfirráðastéttarkvenna stjórna og eiga. Við látum ekki blindast af fagurgala ykkar, sem betlið við dyr okkar. Þið verðið a,ð fara að skilja það, að við, sem erum fæddar í stétt verkalýðsins og höfum þol- að þrældóminn og kúgunina, — við tökum öflugan þátt í því að brjóta niður vald hins verandi skipulags. Þið gnæfið fyrir ofan höfuð okkar, alþýðukvenna, í mannfélagsstiganum, en við al- þýðukonur, — kona og móðir ör- gigans, — við réttum hendurnar upp fyrir okkur og brjótum hverja tröppu í stiganum, þar til hann liggur í mylsnu fyrir fót- um okkar. Meðal annars þess vegna kjós- um við að eins jafnaðarmenn & þing og enga aðra. Alpýðukona. Landsk|orið. Verkamenn og sjómenn, sem fara burt úr bænum og kosning- arrétt eiga við landskjörið I sum- ar, ættu aÖ skila atkvæði sínu í skrifstofu bæjarfógeta, áður en þeir fara að heiman. Skrifstofa bæjarfógetans er opin frá kl. 1 til 5 síðdegis á virkum dögunn Þeir, sem dvelja utan heimilis- sveitar, geta skilað atkvæði sínu hjá hreppstjóra eða sýslumanníi. Listi Alþýðuflokksins er A-list- irou

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.