Alþýðublaðið - 08.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1926, Blaðsíða 3
ALfcÝÐUBfcAÐID S Usbi dagliiffi og veglssffi. Nætnrlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- vaidsensstræti 4, símar 1786 og 553. Togararnir. Belgaum kom af veiðum i morgun með 70 tunnur lifrar. Júpíter kvað vera á leið til Englands með afla sinn. Gylfa er verið að búa á veið- ar aftur. Taugaveikin á ísafirði hefir ekki útbreiðst neitt síðan fyrir mánaðamót. Eng- inn sjúklinganna er í hættu nú. Áð- ur en upp komst um veikina þar fór kona þaðan, sem hafði drukkið smitaða mjólk, til Keflavíkur í Guli- bringusýslu. Jafnskjótt og Vilmund- ur læknir hafði 'grun um það gerði hann landlækninum aðvart. Þá var konan orðin veik, en er nú batnað aftur. Þrír unglingar veiktust í Keflavík og liggja nú. Landlæknir hefir góða von um, að veikin breið- ist ekki meira út þar. Er höfð góð gát á henni siðan upp komst. — Að ööru leyti er yfirleitt gott heilsu- far á Suður- og Vestur-landi. — Tveir sjúklingar liggja í taugaveiki í Glerárþorpi við Eyjafjörð. — Fimm lungnabólgusjúklingar i Ak- ureyrarhéraði. — Annars yfirleitt gott heilsufar. (Eftir símtali við landlækninn í morgun.) Verður engin flotasýning? Fullyrt er, að kongurinn eigi ekki að fá þá ánægju, að sjá togaraflot- ann liggja á höfninni. Kvað eiga að koma flotanum fyrir inni i sundum. 40 ár eru i dag frá dánardegi Jóns landlæknis Hjáltalíns. Að gefnu tilefni skal enn einu sinni tekið fram, að greinar undirskrifaðar dulnefni verða því að eins teknar, að höf- undur segi til sín. „Ný dagsbrún“. 4. tbl. er komið út. Verkamenn ættu sérstaklega að lesa þrjár *yr^tu greinarnar með athygli. Blaðið fæst á Bergþórugötu 10 eins og áður. „Timiim“ og kóngsgarðuriun. „Tímanum" þykir ilt til þess að vita, ef kongurinn skyldi verða svo húsnæðislaus, að hann þvrfti t. d. að gista hjá Jóni Magnússyni. Hann heitir því á konungholla menn að skjóta saman og reisa hér konungs- garð. Hafa sumir fyrir satt, að Tryggvi ætli að gefa lóð undir hann í Laufástúninu. Jóni Magnús- syni er því vissast, að verða fljót- ari til og gefa húsið sitt fyrir kongsgarð, svo að Tryggvi geti ekki skákað honum og sölsað kong- inn til sín. Jarðskjálftakippir hafa verið tíðir á Reykjanesi und- anfarna daga. (Símfrétt frá Keykja- nessvita.) • Hljómsveitin þýzka fór til Þingvalla í dag í bifreið- um einstakra manna að forgöngu móttökunefndarinnar. Á morgun heldur hún kirkjuhljómleik. Verð- ur þá leikin cellosolo „Kol Midrei", adagio eftir hebreskum lögum, samin af- Max Rouch, en aðalþátt- urinn á skránni er Eroica sinfónía Beethovens, sem mun vera einhver frægasta sinfónían, sem til er. Beet- hoven ætlaði að tileinka hana Na- póleoni ■ mikla, en reif tiíilbíaðiö í sundur, þegar Napóleon gerðist ein- valdur. Norsk söngkona, frú Erica Darbo, er komin hing- að og syngur í Nýja Bíó í kvöld kl. 7%. Veðríð. Hiti 12—6 stig. Átt austlæg, viðast hæg. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Otlit: Austlæg átt. Orkoma og þoka víða á Suður- og Austur-landi. Næturvörður; er þessa viku i lyfjabúð Lauga- vegar. Herluf Clausen, Simi 39. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,38 100 kr. sænskar .... — 122,01 100 kr. norskar .... — 101,(X) Dollar .......— 4,56»/2 100 frankar franskir. . . — 14,39 100 gyllini hollenzk . . — 183,46 100 gullmörk þýzk... — 108,46 Um Mýrdalslæknishérað sækja: Guðni Hjörleifsson, læknir í Borgarfjarðarhéraði eystra, Krjst- mundur Guðjónsson læknir i Reykj- hrfjarðarhéraði, Páll Sigurðsson, settur læknir í Flateyrarhéraði og Halldór G. Stefánsson, áður hér- aðslæknir á Flateyri. Varnarmálaráðherra dönsku jafnaðarmannastjórnarinn- ar, Laust Rasmnssen, leggur að því, er segir í tilkynningu frá sendi- herra Dana, af stað með „Fyllu“ 1. júlí í ferð til Færeyvja, íslands og Jan Mayen. I för með honum vefður m. a. Zahle fyrrum forsæt- isráðherra. Ætlar ráðherrann að líta eftir vitamálum í Færeyjum, kynna sér fiskveiðaeftirlitið hér og rann- saka stofnun landskjálfta-athugunar- stöðvar á Jan Mayen. Einar skálaglam: Húsið við Norðorá. myndi sennilega ekki vera hvíts manns æði að ljósta því upp, sem hann hafði séð. Ragmenska hans og mannkostaleifar áttu hér því samleið. En hitt flaug honum ekki í hug, að honum bæri siðferðisskylda itíl að hjálpa réttvísinni að því, er hann gæti, til að koma upp jáfn-mikilsverðu máli og þessu, enda hefði það verið alóíslenzk hugsun. Þegar þeir þorsteino gengu til veiðihúss- ins um morguninn, var Jón á báðum áttum, hvað gera bæri. Þegar þeir lögðu af stað, stóð Guðrún á hlaðinu og tók Þorstein afsiðis. Hun var náföl. Það hafði gripið hana ógurleg angist, því að hún vissi, að Þor- steinn hafði farið að hitta majórinn um kvöldið. „Fórst þú til veiðihússins í gærkveldi?" spurði hún. „Já,“ anzaði Þorsteinn dræmt „Leirti þér saman við majórinn ?‘‘ Hún stóð á öndinni, meðan hún beið eftir svarinu. En það kom aldrei. Þorsteinn leit að eins fast frarnan I hana sfundarkorn og lagði svo af stað roeð JónL En Guðrún gekk inn I bæ. Henni var orðið hughægro.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.