Alþýðublaðið - 22.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1926, Blaðsíða 3
r Erlentf simskeyfL Fjárpröng kolanámumannanna. Frá Lundúnum er símaö, að í fyrsta sinni síðan í verkfalls- byrjun hafi skort fé til styrlc- greiðslu námumanna. Fjárskoriur- inn er í tveim námuhéruðum. Byltingin í Portugal. Frá Lissabon er símað, að Costa hermálaráðherra hafi neytt stjórn- arforsetann til þess að afsala sér völdum. Costa hafir hertekið skrif- stofur stjórnarinnar. Uni daginn og vegÍRn. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Qrundarstíg 10, simi 1185. Alþýðuflokksfundur í Bárubúð á fimtudagskvöldið. — 'Nánara auglýst á morgun. Kveðjusamsöngur. Þeir Henrik Dahl og Helge Nissen kgl. hirðsörigvari sungú „Gluntarne“ í gærkveldi fyrir fullskipuðu húsi. Átti þá að verða síðasti samsöngur- inn, en vegna fjölmargra áskorana halda þeir kveðjusamsöng í kvöid, og verður víst úr því ár og dagur, þar til fólk fær að heyra „Glunt- arne“ sungna af jafnmiklu fjö.ri og sldlningi. Veðrið. Hiti 15—5 stig. Norðanátt viðast, hæg. Útlit: Breytileg vindstaða, hægur á Suður- og Suðvestur-landi, skúrir sunnanlands og sennilega seinni partinn á Suðvesturlandi, hægur á norðan á Norður- og Aust- ur-landi. I nótt hægur á útsunnan og sums staðar þoka á Suövestur- og Vestur-landi, breytiieg vindstaða, hægur á Norður- og AUstur-landi. Sólstöður <•' eru í dag, lengstur dagur hér um slóðir. 1 Reykjavík er sól á lofti í dag í 20 st. og 56 mín. Skipafréttir. Fiskirannsóknaskipið „Dana" og enska herskipið fóru í gær og enn fremur Gullfoss. 1 morgun fór Suð- urland til Borgarness. Allsherjarmót í. S. 1. I gærkveldi keptu 1. R. og K. R. í 1500 st. boðhlaupi, og vann K. R. 1 fimtarþraut grískri vann Helgi Ei- ríkss., en næstur var Ósv. Knudsen. I 10 000 st. hlaupi var fljótastur Jón Þórðarson, er rann skeiðið á 39 mín. 50 sek. Kúluvarpið vann Matth. Isieiisson með 18,54 st. 1 grindar- hlaupi setti Reidar Sörensen nýtt met á 19,2 sek. i 400 st. hlaupi vann Sveinbjörn Ingimundarson á 57,4 sek. i kvöld verður kept til úrslita í 4x100 st. boðhlaupi og mótinu þar með slitið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Frú Jónína Jónatansdóttir kom að norðan með „islandi" á- samt öðrum fulltrúum af kvenna- þinginu héðan að sunnan. Lætur hún vel yfir förinni. — Þann 19. júní var minst þess dags um borð í skipinu með því að syngja ýms ættjarðar- ljóð. Frú Jónína Jónatansdóttir hvatti farþega að minnast landsspí- talasjóðsins og safnaði meðal þeirra kr. 216,08. Jarðarför Jóns heitins Þórarinssonar fræðslu- málastjóra fer fram í dag. Verður hann greftraður að Görðum á Álfta- nesi. Kennaraþingið í gær flutti síra Friðrik Hall- grimsson inngangserindi að umræð- um um kristindómsfræðslu, Aðal- steinn Eiríksson söngkennari inn- gangserindi að umræðum um söng- kenslu og Steinþór Sigurðsson (skóla- sij.lra Jónssonar) fyrirlestur um stjörnufræði, auk þess, að ýms fé- lagsmál voru rædd. Steinþór les stjörnufræði við Kaupmannahafnar- háskóla. Guðmundur Björnsson landlæknir rifbrotnaði nýlega, en er nú kom- inn á fæiur aftur. Á stórstúkuþing eru kömin hingað: Frá Akureyri: Halldör Friðjónsson ritstjóri, stór- ritari, Álfheiður Finarsdóttir, kona hans, Steinþór Guðmundsson skóla- stjóri, Ingibjörg Guðmundsdóttir, ícona hans, Guðbjörn Björnsson kaupmaður,» Jón G. Guðmann kaup- maður, Guðlaug ísaksdóttir, kona hans,' Brynleiiur Tobiasson, kennari, stórtemplar, Ar>ú JÓhannsson, ver/A- unarm., Nikolína Sölvadóttír, kona hans og Þórunn Sveinsdóttir liúsfrú. Frá Siglufirði: Jón Sigurðsson kenn- ari. Af Sauðórkróki: Jónas Kristjáns- son læknir. Frá isafirði: síra Guðm. Guðmundsson frá Gufudal ritstjóri og Rebekka Jónsdóttir, kona hans, Jónas Tómasson bóksali, Ástríður E- benesersdóttir frú, Ingveldur Bene- diktsdóttir frú og Guðm. Jónsson frá Mosdal. Frá Hnífsdal: Frú Guðrún Benjamínsdóttir. Frá Dýrafirði: Hannes Kjartansson, Þórður Ölafs- son prófastur og Björn Guðmunds- son frá Núpi. Björg Þcrláksdóttir hefir varið doktorsritgerð við Parisarháskóla. Ekki betra hér. „Vörður“, aðalmálgagn togaraút- gerðarmanna og annara auðborgara, flytur mynd af togaraflotanum í Fleetwood, bundnum við hafnargarð- inn þar, og segir i skýringum neðan við myndina, að stöðvun togaranna sé að kenna kolaverkfallinu. Rit- stjóri „Varðar" hefði átt að líta nið- ur að höfninni hér í Reykjavík; þá hefði hann séð ekki betra ástand, en sá er þó munurinn, að hér er ekki verkfall, heldur stöðvun á tog- urunum eingöngu fyrir ónytjungshátt útgerðarmanna. „Sækjast sér um Iikir.“ Að minsta kosti einn af „Fram- sóknarflokks“-mönnunum glettist að maklegleikum að Jóni Magnússyni á alþingi fyrir það, að hann þakkaði Kristjáni Friðrikssyni kóngi fyrir góða veðrið 1921. Nú hefir „Tím- inn“ tekið söniu trú og Jón, og þarf þá hvorugur annan að öfunda né öðrum að lá. Það er svo sem margt líkt með skyldum. „Vísir“ og ríkislögregla. „Vísir“, sem flutti um eitt skeið hverja greinina annari ósvífnari og vitlausari um nauðsyn og ágæti rik- ishers, svo nefndrar ríkislögreglu, kallar hana nú hégómamál. Fylgis- leysi Sigurðar Eggerz og islands- bankalistans er orðið honum svo mikið áhyggjuefni, að honum finn- ast það smámunir, þótt bandamönn- um „Frelsisliersins" tækist að koma upp vopnuðu liði til að berja p verkamönnum að mussolinskri fyrir- mynd. Kosningaráðleggingar „Morgun- blaðsins“. „Mgbl.“ flytur grein, seni ræður endum til að kjósa C-listann vegna konu, sem er 3. maður á honum. Það gleymdi að bæta því við, að þá þyrftu þeir sömu kjósendur að strika Jón Þorláksson og Þórarinn út, ef nokkur von ætti -að vera fyrir þá til að koma henni að. Nú er eftir að vita, hvort þetta er hrekk- ur við Jón og Þórarinn, og sé verið að borga fyrir sparkið, sem Valtýr fékk, með því að eggja íhaldsmenn undir rós á að strika þá út af listanum, eða þetta er úr sams kon- ar heilræðasjóði og „Mgbl." sótti þá ráðleggingu í við bæjarstjórnar- kosningarnar i vetur, að bezt væri að strika yfir nafn á öðrum lista en þeim, sem kjósandi veldi. Fundurinn á Þingeyri. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Þingeyri, 21. júní. Björn Bi. Jónsson hélt hér lands- mála- og verklýðsfélags-fund á laug- ardagskvöld með ágætis-árangri. Vér þökkum honum komuna og væntum hans aftur i haust. Dýrfirðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.