Alþýðublaðið - 29.06.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.06.1926, Blaðsíða 5
ALÞtÐUBLAÐIÐ 5 Almenniir Alþýðuflokksfundnr verður haldinn í BÍÓ-HÚSINU í HAFNABFIRBI miðvikudaginn 30. júní kl. SVa síðdegis. Á fundinum ialar meðal annara efsti rnaður á lista Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson. W Aiþýðuflokksmenn! Fjðlmennið á fundinn! ‘W U. M. F. í. u. M. F. í. Héraðsmét ungmennafélaga austan fjalls verður háð að Þjórsártúni laugardag 3. júlí n. k. og hefst kl. 1 e. h. Verður par kept í íþróttum, ræður haldnar o. fl. til skemtunar. Héraðssambandið „Skarphéðinnu. Sími 39. Frá Alþýðubrauðgerðiimi. Vinar- brauð fást strax kl. 8 á morgnnna. Á sjóinannafélagsfundi í gær var samþyktur kauptaxti sá, sem birtur er á öðrum stað í blaðinu. Voru fundarmenn einhuga um að neita smánarkaupi því, sem útgerðarmenn norðan og vestau bjóða nú. Útgerðarmenn hér hafa ekki enn þá látið á sér bóla til samninga og munu sennilega ætla sér að sigla 4 kjöll'ar stéttarbræðra sinna um kjörin. Pað er bersýnilegt, að þeir ætla að nota sér átvinnu- leysi og neyð manna iil að ráða þá fyrir smánarkaup það, sem áður hefir verið nefnt hér í blaðinu. Sjó- menn ættu því að. fyikja sér sam- an og ráða sig ekki eftir öðrum kjörum en þeim, sem félagið hefir ákveðið, — Sjóníenn! Standið fast saman um hagsmuni ykkar, og látið ekki bilbug á ykkur finna, þó að þröngt sé fyrir dyrum. Knattspyrnumótið. Við kappleik í gærkveldi milli K. R. og Vestmannaeyinga vann K. R. með 6 : 2. I kvöld keppa Valur og Fram. Útsvörin. Atbygli er hér með vakin á því, að dráttarvextir leggjast á útsvör hér í bænum, sem eigi eru greidd íyrir 1. júlí. Skrifstofa bæjargjald- kera er opin kl. 10—12 f. h. og 1-5 e. h, Hættur veiðum er togarinn Gylfi. Bætist við minjasafnið um gagnsemi(!) ein- staklingsframtaksins. Prestastefnunni lauk í gærkveldi. Sóttu hana 36 prestar. B-listinn y — kvennalistinn — heldur almenn- an kvenkjósendafund í Bárubúð kl. 4 síðd. á morgun. Frambjóðendur list- ans og fleiri tala. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. honum um kvöldiíð í húsinu. Ég hafði aldrei komið þar fyrr.“ „Munið þér, hvenær þér voruð seinast með hann ?“ „Ég slægði með honum lax þá um daginn." „Hvenær vissuð þér, að þér höfðuð mist hnífinn ?“ „Þegar ég sá hann við prófið morguninn eftir að majórinn fanst.“ „Urðuð þér nokkuð varir við Maxwell, þjóninn ?“ „Nei.“ Gunnlaugur sýslumaður komst ekki lengra en þetta með Þorstein, hvernig sem hann lét. Hann lét teyma hann til sín úr gæzlu- varðhaldinu og í það aftur hvað eftir ann- að og á ýmsum tímum sólarhringsins, en alt kom fyrir ekki, og jafnvel þótt hann eitt sinn um miðja nótt léti leiða Þorstein þangað, sem majórinn stóð uppi, og yfir- heyrði hann þar, breytti Þorsteinn framburði sínum í engu, Og Gunnlaugur leiddi vitni og yfirheyrði og áminti um sannsögli, svo að brakaði í hverju tré. En ekkert vitni vissi neitt nema Jón gamli í Halastaðakoti, og honum bar alveg saman við Þorstein. Gunnlaugur sá, að meira var ekki að hafa, og lauk rann- sókninni, og sama daginn lét hann grafa þá majórinn og Maxwell. Brezki konsúllinn í Reykjavík hafði spurst fyrir í Lundúnum, hvort ætti að senda líkin til Englands, en fékk það svar, að engir aðstandendur gæfu sig frarn, svo að það væri óþarfi. Öll sýslan, alt landið hafði staðið á önd- inni, meðan rannsóknin stóð yfir, og þó enginn dómstóll væri enn búinn að dæma í máiinu, var almenningsálitið, sem er skjót- virkasti dómstóll í heimi, búið að kveða upp sinn dóm, — sektardóm yfir Þorsteini, — morðingjanum. Enginn. efaði, að hann væri það, og það hefði beinlínis verið rot-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.