Alþýðublaðið - 02.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝ-BUBLAÐIÐf kemur út á hverjtfm yirkum degi. } Afgreiðsla í Aiþýðuhúsinu við í Hveriisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. } til kl. 7 síðd. . ¦<; Skrifstofa. á sama stað opin kl. | 9Va—10V2 árd. ogkl.8—9 siðd. [ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skriistofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t hver mm. eindáika. ? Prentsmiðjá: AlDýðuprentsmjðjan [ (i sama húsi, sömu simar). } Kosníngin í gær. Af 6114 manns, sem- kosningar- rétt höfðu hér í Reykjavík, kusu \\m eða yfir 3700. Á Akureyri kusu 670 af um 900 kjósendum. I Hafnarfirði kusu 530 af á 9. hundraði á kjörskrá. I Vestm.eyj- um kusu 550 af 880. A ísafirði kusu á,5. hundrað.— A Hellis- sandi notaði kjörstjórnin það ó- þokkabragð að slíta kjörfundi kl. 4, á meðan fjöldi sjómanna var úti á sjó. Þar kusu því að eins 40—50. Frá stórstúkwþingiim. Helztu samþyktir auk þeirra, er áður hafa verið birtar hér i blað- inu: Stórstúkuþingið samþykkir: I. að skora á framkvæmdanefnd sína að krefjast þess af ríkis- stjórninni að h ifa fullkomið eftir- með áfengisverzlun ríkisins, svo að trygt verði, að starfsmenn við verzlunina geti ekki misbrúkað stöðu sína eða að áfengi sé af- hent frá verzluninni á nokkurn annan háít en til er ætlast sam- kvæmt fyrirmælum laga. II. að fela framkvæmdanefnd- inni að fá þvi framgengt, að komið veröi á opinberu eftirliti með ölgerð í landinu, svo og með innfluttum öltegúndum, og III. að fela hehni að fá því til vegar komið, að sett verði í lög um veitingasölu og gistihússhald ákvæði um, að treita skuli, — þeg- ar brotið er í þriðja sinn á sama stað, — sem refsingu við ólög- íegum áfengisveitingum banni gegn því, að vínveitingar fari fram a. m. k." 12 næstu mánuði í því húsnæði, og að veitingamaður missi rétt. til veitingaleyfis eftir ;fyrsta brot'-.á áfeugislöggjöfinni. IV. Stórstúkan krefst þess, að ákvæðum bannlaganna um inn- siglun áfengis í skipum, er'koma til landsins, sé stranglega fylgt, og felur framkvæmdanefndinni að veita málinu sérstaka athygli. V. Að gefnu tilefni skorar stór- stúkan alvarlega á ríkisstjórnina, að senda ekki drykkjumenn til annara landa í erindum rikisins. Askorun var .samþykt, þar sem stórstúkuþingið krafðist opinbers eftirlits til hindrunar vinveiting- um á opinberum samkomum, -svo sem í réttum. Jafnframt voru samþykt :mót- mæli gegn því, að íslenzkum strandvarnaskipum verði heimilað að Kafa vínforða. Fyrirspurn barst stórtemptar. Var hún þess efnis, hvort templurum væri leyfi- legt að vinna opinberiega .að kosningu andbanninga til bæjar- stjórnar eða þings. — Svar -stór- templars: Yfirleitt ekki. tþróttamál. FB., 28. júní. í Aðalfundur Iþróttasambands Is- lands var haldinn hér 19. þ. m. í húsi Eimskipafélags Islands. Yms iþróttamál voru til umræðu, t. d. um nndirbúning næstu Olym- píuleika og þúsund ára hátíðina á Þingvöllum 1930. Forseti Iþróttasambandsins, Axel V. Tulinius framkvæmdarstjóri, baðst undan endurkosningu, en í hans stað var kosinn Benedikt G. Waage. Axel-V. Tuliniusthefir verið forseti J. S. I. frá stofnun þess (22. jan. 1912) og hefir starfað mjög mikið fyrir iþrótta- m'álin. Enn fremur voru kosnir tveir meðstjórnendur, og hlutu kosningu Halldór Hansen læknir og Magnús Kjaran kaupmaður. En fyrir voru í stjórninni: Guðm. Kr. Guðmundsson bókhaldari og Pétur Sigurösson bökavörður. Æfifélagar í. S. I. hafa, nýlega gerst: Steindór fimleikakennari Björnsson 'fiá Gröf, Péíur Sigurðs- son bókavörður og Ólafur Sveins- son vélsetjari. Æfifélagar íþrótta- sambandsins eru nú orðnir 35. Islandsglíman verður oiáð ihér -um miðjap júlímánuð, iþegar glímuflokkur sá, sem nú<«r<i Ðan- mötítu, er kominn heim aftur. Innlend tfðindi. Vestmannaeýjum, FB., 28. júni. Skipafregnir. Brezkt herskip, Godetia, kom í gær úr eftirlits ferð og heimsókn- ar í kringum land. Það nýbrigði bar við hér í dag, ,að timbur- skonnorta, hlaðin tfmbri til Gísla Johnsens, lagðist upp að bryggju, og er það í fyrsta skifti, að haf- skip legst hér,að bryggju. Bryggj- an er eign Gísla Johnsens. Ðm daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Listaverkasafn Einars Jónssonar verður írá 1. júlí til 1. september opið daglega kl. 1—3. Aðgangur er 1 króna, en ókeypis á sunnudögum og miðviku- dögum. Jarðarför Jóns heitins Ma,gnússonar forsæt- isráðherra fór fram í dag. Hersktpið „Geysir" kom liingaö í nótt. Veðrið. Hiti 15—11 st. Átt suðlæg og vestlæg, hæg. Útlit: I .dag ;suðlæg átt, hægur á Austurlandi, dálítil úr- koma á Suður->og Vestur-landi. I nótt sunnanátt, úrkoma sunnanlands. Alþýðub ökasafnið 'verður lokað þennan mánuð. Skorað er á \pá, sem bækur hafa *að láni, að skila þeim sem fyrst. Pálini Hannesson hefir lokið meistaraprófi í nátt- úrufræði við háskólann í ;Kaup- mannahöfn. Stúdentsprófi hafa lokið 43 nemendur við mentaskólann. Er skólanum var sagt upp í fyrra dag, gáfu 25.ára og 40 ára stúdentar „Bræðrasjóði" sínar 1000 krónurnar hvorir. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung- frú Valgerður Gísladóttir Hveriis- götu 91 og-Einar Qestsson frá Norð- urkoti á Miðnesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.