Alþýðublaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ unina, hvað annaö er þá hægt að taka til bragðs, en heimta að ríkið taki x taumana? Hvernig er um síldarverzlunina S ár? Allir vita, að síldarkaup- mennirnir og útgerðarmennirnir hafa nú vel flestir tapað á henni, mörgum miljónum samtals, vegna Jess að þeir voru svo vitgrannir, að selja hana ekki á meðan þeim buðust rúmar 90 krónur fyrir tunnuna og vís var stórgróði á útveginum. Nú er síldin fallin niður úr öllu valdi, víst niður í 40 kr. tunnan. Þeirra sjötta skiln- ingarvit, hin stjórnlausa brall- löngun, þrátt fyrir vissu um á- gætan hagnað, ef síldin hefði verið seld, hafði sagt þeim að síldarverðið færi upp í 100 kr. tunnan. En eigum við líka að láta lcyit liggja, að kaupmennirnir hafi tapað þannig fyrir landið mörg- um miljónum, vegna óstjórnar á þessum atvinnuvegi? Eigum við ekki að heimta, að löggjafarvaldið sjái um, aö slíkar aðfarir geti ekki átt sér stað aftur? „Það kemur engum við“, segir Vísir og Mgbl., kaupmenn eru „einstak- lingar', öðru máli hefði vérið að gegna, ef landið hefði haft á hendi síldarverzlunina og gert slíkt hið sama. Útflutningsnefndin gerði reyndar aidrei annað eins, og varð þó fyrir eftirminnilegum árásum af Vísis hálfu. Hverjar eru afleiðingar síldar- bralls þessara margdýrkuðu aug- lýsingablaða átrúnaðargoða, kaup- mannanna? Ekkert er líklegra nú en þetta heimskulega brall hafi í íör með sér, að sildarútvegurinn, .sem gefið hefir þúsundum manna atvinnu á sumrin, dragi inn segl- in eða hætti alveg um stund. „Einstaklingarnir", kaupmenn og útgerðarmenn, hafa eyðilagt hann og sig. En með því hafa þeir eyðilagt eina aðalbjaigráðalind landsins um langan tíma. Kemur það engum við? Bankarnir hafa sett fast svo mikið fé í þennan atvinnuveg, að þeir verða nú, þegar tapið skeilur á, að skera við nögl sér fé til allra landsþarfa. í öðru eins húa- næðisleysi, eins og nú er í Rvík, er næstum ómögulegt að fá húsa- byggingalán, þó að yfirfljótandi trygging sé á bak við. Það er ráðsmenska „einstaklinganna', sem er þess valdandi, að menn geta nú varla fengið þak yfir liöfuðið, og að allar stærri framkvæmdir leggjast sennilega í dá og yfir vofir alment atvinnuleysi. Kemur það engum við? „Það keinur eng- um við“, segir Vísir og Mgbl., kaupmenn og útgerðarmenn, sem stjórna síldarútveginum, eru „ein- staklingar*. Þeir mega stjórna honum illa og tapa. Almenningur á ekki að skifta sér af því. En hverjum kemur þetta meira við, en almenningi, sem lifir með- al annars á þessum atvinnuvegi og verður fyrir barðinu á dýrtíð- inni og atvinnuleysinu, ef hann eða aðrir atvinnuvegir ganga illa? Við getum víst allir — nema kaupmannaliðið, Vísir og Mgbl. — orðið sammála um þetta. Allir at- vinnuvegir landsins eru samfeld heild, sem við verðum að sjá um að séu í sem beztu lagi, ef almenn- ingi á að líða vel. Þar höfum við allir sameiginlega hagsmuni, hvort sem við erum sjómann eða dag- launamenn, iðnaðarmenn eða starfs- menn þess opinbera eða einstak- lingar. Við eigum ekki að þola óstjórn á atvinnuvegunum. Stjórn þeirra er opinbert mál, hvort held* ur sem þeir eru reknir af þjóð- inni sjálfri, samvinnufélögum eða „einstaklingum". Alveg eins og við höfum í stjórnmálunum horfið frá einveldisstjórn og fengið lýð- stjórn, eins hverfum við frá ein- veldisstjórn á atvinnuvegunum og heimtum eftirlit þjóðarinuar með atvinnurekstri einstaklinganna. Sé óstjórn á einum eða fleirum at- vinnuvegum, verður löggjafarvaldið að taka í taumana. Atvinnurekend- urnir eru i rauninni embættismenn okkar, þó að laun þeirra séu ekki fast’ kaup. Ef við látum „einstaklingana“ afskiftalaust og eftirlitslaust bralla með undirstöðu allrar framleiðslu landsins, þá getum við búist, við því, að þeir setji landið á höfuðið þá og þegar, og þar með eru allir landsmenn dottnir i þann brunn, sem hægt hefði verið að byrgja. Umvöndun Vísis og Mgbl. yfir verzlunarrekstrinum nær ekki Iengra en til landsverzlunarinnar. En hvað sem annars hefur verið hægt að segja um hana, hversu margfalt betur hefir hún þó ekki verið rekin heldur en t. d. síldar- verzlun „einstaklinganna“. Þar Aug'lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyfst um sinn veitt móttaka hjá Ovfi’ geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og & afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr* 1,50 cm. dálksbr. hefðu kaupmannablöðin g0ta® stungið á kýlinu. Alþýðuflokkurinnn mun í^at telja skyldu sína, að hafa eftirlit með atvinnurekstri „einstaklingá sem landsins. Það mál kemujr öllum við. Hcðinn Valdimarsson. Ii dapn 09 vogii. Koll bullinn úr Jakob Möllcf mun sfðar vfsað heim til föður* húsanna, með hans eigin orðuun> Annars má merkilegt heita, slfkt skuli vera koraið úr kolli al- þingismanns, þar eð sama hljóð er í þvf og fótasparki. PingmannafjölgUD Reykj** víkur er til annarar uraraeðu f neðri deild í dag. Þá mun komá í tjós hinn rétti litur hinna hátt- virtu. Líklega standa þingmcno Reykjavíkur sig hraustlega °S hopa hvergi, eila eru þeir verfi en trébútar á þingi. Ró að menn segi, að svo OS svo margir Reykvíkingar sétt ko'snir á þing í öðrnm kjðr* dæmnm, þá íiafa málefni bæj* arins ckki gagn af þessnm þing- mönnum þegar til kemur. Peir eru kosnir af ntanbæjar kjóí* endnm, og verða að líta á þeirr* vilja, til þess að ná endnr- kosningn, þv£ að annars f»st hún ekki. lndriði Einarsson. »Reykjavík fyrrum og nú«- Forseti bæjarstjórnar vaf kosinn í gær Sveinn Björnssofl» með öilum atkvaeðum Sjálfstjórn- arliðsins. Sigurður Jónsson var kosinn varaforseti á sama hátt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.