Alþýðublaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 3
3 Ritarar voru kosnir Þorvarður Þorvarðarson og Pétur Halldórss. Hlntkesti fór fram um það á bæjarstjórnarfundi í gær, hver fulltrúanna af þeim sem síðast voru kosnir, skyldi fara úr bæjar- stjórn eftir tvö ár, og kom upp Wutur frú Jónínu Jónatansdóttir. Pétur Lárusson dró. Euginn inflúenznsjúklingnr. Enginn hefir sýkst hér enn þá af inflúenzu, sagði héraðslæknir f dag kl 12, og útlit er fyrir að engin inflúenza sé í bænum. Veðrið í dag. Reykjavík, SSV, hiti 0,9. ísafjörður, VSV, hiti 0,7. Akureyri, S, hiti 2,0. Seyðisfjörður, SV, hiti 0,7. Grrímsstaðir, SV, hiti 3,0. Vestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Færeyjar, logn, hiti 0,8. Stóru stafirnir merkja áttina, -s- þýðir frost. Loftvog lægst norBur af Vest- fjðröum, suövestlæg átt, frostlaust. Ofl>el<li Sjálfstjórnarliðsins. Meíra en þriðjungur bæjar- fulltrúanna sviftur atkvæðis- rótti um nefndarkosningar. 1 gærkvðldi var fyrsti reglulegi bæjarstjórnarfundurinn, sem hinir nýkosnu fulltrúar tóku sæti á. Pá er jafnan kosiö i allar fastar nefndir í bæjarstjórn, svo sem fasteignanefnd, fjárhagsnefnd o.s.frv og var þaö, meöal annars, á dag- skrá í gær. Undanfarið hefir það verið venja borgarstjóra að kalla fulltrúana saman og ræða um þessar nefud- arkosningar og hvaða mann eða menn af hvorum flokki skyldi velja í þá og þá nefndina. Alþýðuflokksfulltrúarnir í bæjar- stjórn (sem nú eru 6, eins og áður, en 15 eru íulltrúarnir alls, auk borgarstjóra), höfðu haft við- talsfundi sín á meðal um það, í hvaða nefndir þeir vildu fá menn og hverja. Og þar sem þeir eru meira «n þriðjungur bæjarstjómar áttu þeir skylyrðislausan rétt á að ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafa 1 mann af sínum flokki í hverri 3 manna nefnd. Var sendur maður á fund Knúts borgarstjóra til að fregna hvort undirbúningsfundur yrði um nefnd- arkosningarnar. En borgarstjórinn, með blessaða einlægnina, sagði, að það þýddi ekki að hafa neitt samkomulag, það yrði ekki haldið/ Meira var ekki úr honum að hafa. En það kom seinna. Þegar búið var að kjósa forseta á fundinn i gær, var farið fram á það af Alþýðuflokksmönnum, að hlutfallskosning yrði höfð við nefndakosningar. Var það borið undir fundinn og felt. Var þá sýnt hvað í vændum var. Sjálfstjórnarhöfðingjarnir höfðu sem sé komið sér saman um, að þeirra menn skyldu vera í öllum meiriháttar nefndum, og enginn hinna komast í nokkra nefnd, nema eftir því sem Sjálfstjórnar- höfðingjarnir höfðu áður gert sam- þykt um. Nú er það kunnugt, að mestu ræður um úrslit mála starf hinna ýmsu nefnda, og nú nota Sjálf- stjórnarherrarnir meirihluta vald sitt til þess, að útiloka áhrif A3- þýðuflokksfulltrúanna á málin í nefndunum, og þar með útiloka heilar stéttir í bænum frá nokkr- um áhrifum á bæjarmál. Sjálfstjórnarhöfðingjunum hefir gramist það, að Alþýðuflokksfull- trúarnir hafa getað hindrað nokk- uð af braski þeirra með eignir bæjarins, t. d. þegar átti að fleygja í stórkaupmennina hafnarlóðunum. Nú ætla þeir að fá að vera í friði og geta braskað með eignir bæjarins eftir vild. Nú geta þeir í nefndunum und- irbúið svo málin, að ekkert vitnist fyr en að bæjarstjórnarfundum kemur, og fengið þar samþyktir fyrir gerræðum sínum. Það voru þeir Sveinn og Knútur, sem gengust fyrir því, að svifta ranglega mörg hundruð bæjarbúa atkvæðisrétti við næstsiðustu bæj- arstjórnarkosningar. Skömmu síðar kom fram til- laga um sölu haínarlóðanna. Nú hafa þeir ranglega og með *) Hann mun hafa átt við það, að í fyrra vildu tveir Sjálfstjórnar- höfðingjarnir komast í hafnarnefnd, en ekki rúm nema fyrir annan, og sviku þeir þá hvor annan á víxl. ofbeldi svift meira en þriðjung bæjarfulltrúanna atkvæði um þaÖ, hverjir eigi að búa mál undir sam- þyktir í bæjarstjórn. Hvað skyldi koma næst? Alþingi. (í gær.) Sameinað þing. Kosning Jakobs Mðller. Form. kjörbréfanefndar, Gísli Sveinsson, lagði til að kjörbréf J. M. væru tekin gild, samþ. m. öll. gr. atkv. Nedri deild. 1. mál var frumvarp til laga um breytingu á iögum n. 28, 3. nóv. 1915 um kosningar til Al- þingis. (2. umr.). Frumvarpið, sem aðeins var til- komið til að samræma kosninga- lögin hinni nýju stjórnarskrá, var samþ. með lítilsháttar breytingum frá stjórnarskrárnefndinni. Málinu vísað til 3. umræðu. 2. mál var frv. til laga um breyting á lögum nr. 64, 14. nóvbr. 1917 um laun hreppstjóra og aukatekjur m. m. Form. fjárveit- ingan., M. Pét., lagði til fyrir hönd nefndarinnar, að frumvarpið væri samþ. án breytinga. (Efni frv. var það, að hreppstjórar njóti samskonar launauppbótar sem embættis- og sýslunarmenn lands- ins samkvæmt 33. gr. launalag- anna). Hákon Kristófersson and- mælti frumvarpinu, og áleit, að ekki bæri að taka hreppstjóra eina undan og bæta laun þeirra, þvf fleiri embættismenn mættu þá fylgjast með. (Auk framsm. töl- uðu P. Ott., Þorl. Jónsson, Þór- arinn Jónsson, Gísli Sveinsson, Björn Hallsson, Pétur Jónsson, forsætisr., Jón A. Jónsson.) Ekki gat þessi Gísli Sveinsson látið hjá Jíða, að gefa strák sínutn lansan tauminn og ausa sér yfir alþýðu með hinni venjuiegu ósvífni, sem allir Reyicvíkingar kannast við. Frumvarpið var samþ. í e. hl. Vísað til 3. umr. 3. mál var tillaga til þingsá- lyktunar um að skora á stjórnina að láta sömu reglur gilda um út- borgun á launum presta og ann- ara embættismanna rfkisins, Flutn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.