Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 3
14. júli 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Danir „Asfaltslidere“, og eru þeir í engum hávegum haföir. Paö situr pví illa á þessum malbiks-togara að vera að telja eftir viögerðina á Njálsgötu og Grettisgötu, sem litla' sem enga viðgerð hafa fengið í 25 ár, en eru jró um þéttbýlasta bæjar- hverfið. Hann segir, að ekki nema eitt geti réttlætt [rað, að farið sé svona aftan að siðunum, og það sé, að „íbúar þessa úthverfis hafi lagt fram drjúgan part til götu- gerðar-kostnaðarins“. Pað er nú einmitt [>að, sem í- búar þessa „úthverfis" hafa gert. I þessum bæjarhluta hefir búið í aldarfjórðung starfsamt fóík, sem goldið hefir áskilin gjöld sín til bæjarþarfa og lagt frarn vinnu- afl sitt tii sjós og lands til efl- ingar bænum í heild og troðið möglunarlaust aurinn og krapið heim að húsurn sínum, og þætti mörgum þeirra sennilega gaman að sjá framan í þá bæjarmenn, sem ekki „þola þessa ráðsmensku umyrðalaust". Annað mál er það, aó mjög æskilegt væri, að svo mikið fé væri fyrir hendi í bæjarcjóði, að hægt væri að taka tii viðgerðar Þingholtsstræti og Laufásveg o. fl. götur á þessu ári og bæta með því úr hinu mikla atvinnu- leysi, sem nú er í bænum vegna stöðvunar togaraflotans. En það er sennilega ekki eins mikið hjart- ans mál þessa athugula manns. Ég vona nú, að þessi athuguli maður snúi sér að einhverju öðru en að hafa í hótunum við starfsama borgara í bænum og skifti sér ekki frekara af verklegum framkvæmd- um, því að á þeim hefir hann sýnilega lítið vit. Bárdur. 1. sambandsþing Verkalýðssambands Austur- lands var haldió á Seyðisfirði dagana 21. til 24. mai s. !. Þingið sátu 8 fulltrúar frá 4 félögum. Stofnend- ur sambandsins eru þessi félög: Verklýðsíéiag Norðfjarðar. Verkamannafélagið „Fram“, Sf. Jafnaðarmannafélag Seyðisfj. Verkamannafél. „Árvakur“, Ef. Verkakvennafél. „Framtíð“, Ef. Samanlögð félagatalan í öllum þessum félögum mun vera urn 450. Eftir að fulltrúar höfðu lagt fram kjörbréf sín og þau athug- uð, var gengið til stjórnarkosn- ingar. Hlutu þessir kosningu: forseti Jónas Guðmundsson, odd- viti, Norðfirði, ritari Þorvaldur Sigurðsson, kenn- ari, Norðfirði, féhirðir Þorsteinn Víglundsson, búfræðingur, Norðfirði, 1. meðstjórnandi Magnus Stefáns- son, bifreiðarstjóri, Seyðisfirði, 2. meðstjórnandi Jón Jónsson frá Bár, verkstjóri, Eskifirði. Varastjórn: varaforseti Brynjólfur Eiríksson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði, vararitari Arnfinnur Jónsson, skólastjóri, Eskifirði, varaféhirðir Sigurður Eiríksson, verkamaðui-, Norðfirði. Stjórn og varastjórn eru kosnar til eins árs. Allmörg mál tók þingið til um- ræðu og yfirvegunar og voru hin helstu þeirra: 1. Aukning og efling verklýðs- hreyfingarinnar á Austurlandi. 2. Kaupgjaldssamningar. 3. Blaðið „Jafnaðarmaðurinn". Um öll þessi mál urðu miklar umræður, en mestar þó um kaup- gjaldssamningana. — Um „Jafn- aðarmanninn“ var það ákveðið, að Verklýðssambandið tæki við útgáfu hans um mánaðamótin maí og júní.'— Um öll þau mál, er til umræðu og afgreiðslu komu 'á þinginu, verður sambandsfélög- urn send skýrsla, og er því óþarft að fara lengra út í þau hér. Þingið var háð í barnaskólanum á Seyðisfirði. Þetta þing má með réttu telja fyrsta sporið ti! reglu- legra og öflugra samtaka meðal austfirzkrar alþýðu. (,,Jafn.m.“) Umvarp og Esperanto. (Frh.) 2. Grein Correts. Stafróf það, sem kent er við Morse og notað er við ritsíma og firðritun, er alþjóðlegt. Staf- írnir koma einstakir, einn á fæt- ur öðrum, og símritarinn hefir eigi annað að gera er. skrifa þá upp jafnóðum. Til þess að geta skrifað skeytið rétt, þarf hann því ekki að skilja nokkra vitund í orðum þeirn og setningum, er hann tekur á móti. Tungumála- mismunurinn er því eigi mjög örðugur þröskuldur á vegi sím- ritara og firðritara, rneðan þeir þurfa eigi sjálfir beint að skiftast á skeytum. En þá byrja vandræð- in, ef þeir kunna eigi báðir sama málið. Einkum kemur þetta oft fyrir firðritara, því þeir eiga jafn- an mikil mök við menn af öðr- um tungum. Til þess þó að bæta úr þessu að nokkru eru notaðir ýmsir staf- ir eða stafahópar, sem hafa á- kveðna merkingu, og eiga allir loftskeytamenn að vita deili á þeim. En þetta nægir ekki alt af. Þannig hefir enskur firðritari sent mér eftir farandi frásögn, og er þó tungumál hans ekki eitt þeirra, sem fátíðust eru. Hann segir svo: „Mjög fáar stöðvar í Bretlandi og Ameríku skilja önnur mál en ensku. Lenda því frönsk skip eða ítölsk oft í vandræðum að eiga við þær. Sjálfur hefi ég reynt svipuð vandræði. Þá var ég á enska skipir.u Dennistán, För- inni var heitið til Buenos-Aires í Argentínu. Á leiðinni mættum við eitt sinn skipi nokkru, er vdð þektum ekki. Ég kallaði til þéss og spurði: „QRA?“ (Hver er stöðin?). Það svaraði: „Asturía frá Argentínu“. Þá spurði ég: „QRD? QRF?“ (Hvaðan komið þið? Hvert ætlið þið?). Svmrið var: „QRD. Cadix (á Spáni) QRF. Montevideo". Ég skýrði skipstjór- anum frá þessu, og sagði hann mér að spyrja, hvernig væður þeir hefðu fengið á leiðinni. Nú grán- aði gamanið. Ég kunni ekki stakt orð í spænsku og spurði því á ensku: „Hvernig heíir veðrið ver- ið?“ Þeir svöruðu einhverju á spænsku, en ég skildi það ekkí. Einn af stýrimönnunum kunni dá- lítið i frönsku, og þýddi hann spurninguna á það mál, og sendi ég hana svo til Asturíu. Svarið var hið sama og áður. Þeir gátu ekki skilið spurningu mína. Ég reyndi Esperantó, en alt kom fyrir elcki. Það reyndist ókleift að halda áfrarn samtalinu." Þó er íirðtalið miklu örðugra viðfangs heldur en firðritunin. Ef menn skilja ekki brðið strax, þá er það með öllu glatað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.