Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1926, Blaðsíða 4
4 Umvarpssíöðvurr, fer nú fjölg- andi. Umvarpa þær ekki að eins sönghljómum, heldur einnig ræð- um og margvíslegum tilkynning- um. Umvarpið heyris.t víða úr löndum. Og pó að sönghljómar séu alþjóðamál, þá er alt öðru máli að gegna um ræðurnar. En samt þarfnast jafnvel hljóm- listin allsherjarmáls. Þannig hefi ég íengið bréf frá mörgum ensk- um umvarpsheyrendum, þar sem þeir hafa spurt mig, hvort stöð mín gæti ekki greint heiti söng- laganna „líka á ensku“. En hvaða gagn myndu þeir hafa af því, Spánverjarnir, ítalirnir eða Tékkó- slafarnir, sem hljómleikana heyrðu ? Það hlýtur að vera ölltlm auð- skilið án þess, að fleiri orð séu um þáð hcíð, að það er ekki nema mjög lítill hluti þeirra manna, sem heyrt geta, sem skilja umvarp á þjóðtungunum. Þess vegna er það, að Hugh S. Pöcock, aðalritstjóri mikla, enska um- varpsblaðsins „Wireless World“, með réttu kallar Esperanto „lykil heimsumvarpsins". 3. Skýrsla Eptcns. Það var kvöld eitt í marzmán- uði 1922, að ég heyrði firðíal í fyrsta sinni á æfinni, og þótíi mikið til koma. Tck ég nú að leggja mig efíir þeim fræðum af kappí. Sá ég þegar, að hve mikl- um notum Esperanto gæti þar orðið. En ég vissi ekki tiþaðaðrir hefðu þá skoðun. Þá sá ég einu sinni bréf frá dr. Pierre Corret í „Wireless WorId“. Þess var getið neðanmáls, að bréf það væri frumriíað á Esperanto. Ég skrif- aði Corret strax, og tókst vin- fengi gott með okkur. Viö mint- umst á að koma á fót félagi til að útbreiða Esperanto meðal um- varpsmar.na og umvarpsvísindi meðal esperantisía. Hr. Lendorff í Kaupmannahöfn skrifaði okkur líka um þetta efni, og dag nokk- urn í janúar 1924 ákváðum við loks að stofna félagiö. Nokkrum vikum síðar fengum við bréf frá Sambandi amerískra umvarpsfélaga, þar sem það til- kynti okkur, að það hefði mánuð- tim saman rætt um það að fá allsherjarmál fyrir umvarpið. Ætl- aði þaö nú að skrifa umvarpsíé- lögum hvarvetna í heimi um þetta nLÞÝt/UDLAtÍlu efni. Enn fremur kvaðst það hafa fengið meðmæli með fleiri hjálp- armálum en Esperanto, en áður en það tæki nokkra ákvörðun vildi það komast eftir því, hver allsherjarmál væru útbreiddust. í ágúst ákvað félag þetta loks að velja Esperanto, því að það hafði fengið bréf svo hundruðum skifti, sem öll mæltu með því, og sum frá merkum mönnum eða félög- um. Ákvörðun þessi hafði mikil áhrif víða í öðrum heimsálfum. Þá var það og allmikill atburð- ur og áhrifaríkur, að ræðu þeirri, er konungur Breta hélt, þegar heimssýningin brezka var opnuð, var umvarpað á Esperanto.i Heppn- aðist það ágætlega, og heyrðist ræðan í 18 löndum. Ráðstefna var haldin í Genf (í Sviss) í apríl 1924. Sátu þar ýms- ir fulltrúar umvarpsstöðva og firðtalsfélaga. Mælti sú ráðstefna eindregið fram með Esperanto og vék því . til allra umvarpsstöðva, að þær skildu umvarpa einhverju á Esperanto a. m. k. vikulega. Getið verður síðar um árangur þann, sem orðið heíir af ráðstefnu þessari eða þá af verkum ein- stakra manna, er áhuga hafa á þessum málum. Edouard Belin — hinum fræga franska vísindamanni, sem fundið heíir upp að senda myndir sím- leiðis eða þráðlaust með firðtækj- um, — hefir verið boðið áð vera heiðursforseti í 1. R. A„ og þáði hann boð .það með þökkum. Nú hefir I. R. A. skrifstofur i 22 ríkjum, en meðlimir þess eru í meira en 30; þeir eru alls 500. (Frh.) Reykjavik, 9. marz 1926. Ól. Þ. Krrisfjánsson. Utn dagkn ogj veglatiB. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6 B, sími 614. Gullfoss kom í gærkveldi frá útlöndum. • Til sildveiða eru farín norður skipin: „Aldan“ „Langanes“ og „Rifsnes“. Guðspekifélagið. Fundur i samkomusal þess kl. 8Vs í kvöld. Svisslendingurinn Conrad Englert flytur erindi á norsku um' dr. Rudolþh Steiner og starf hans. Th. Stauning fórsætisráðherra og kona hans fóru í gær í boði Alþýðuflokksins austur í Þrastaskóg og að Ölfus- árbrú. Höfðu þau mikla ífiiægju af þeirri ferð, enda var veður gott fyrir austan. í gærkveldi héldu nokkrir alþýðuflokksmenn hjónun- um samsæti á „Hótel lsland“. Yfir borðum bar ráðherrann í ræðu fram ósk sína um það, að íslenzkri al- þýðu mætti auðnast, að flokkur hennar yxi sem fljótast svo, að al- þýða gæti rutt burtu auðvaldsskipu- laginu og bygt upp skipulag jafnað- arstefnunnar á Islandi. Þurkur virðist nú kominn með hundadög- unum, og sýnast hjnir endurfæddu, gömlu hundadágar þannig'ekki með öllu marklausir. Knattspyrnukappleikurinn í gærkveldi fór svo, að íslenzka sveitin vann tvo leiki, en norska sveitin engan. Meiri þróttur virtist i leik íslendinga, en aftur meiri leikni hjá Norðmönnunum. 1 kvöld keppa sveitirnar í siðara sinn. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 ltr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. . kr. 22,15 . — 120,77 . - 122,22 . — 100,06 . - 4,56V2 . — 11,90 . — 183,46 , — 108.58. Stefán Pétursson cand. phil., sem undanfarið hefir stundað sagnfræðinám í Berlin, hef- ir samið doktorsritgerð, er hann ver bráðlega, um muninn á sögu- speki Hegels og hinni efnalegu söguskoðun Karls Marx. Þenna dag — 14. júlí — 1850 fæddist vísinda- maðurinn alkunni Björn M. Ólsen prófessor. Fyrirlestur. Þórstínu Jackson í gærkveldi var fróðlegur og vel fluttur. Lýsti hún örðugleikum þeim, sem íslenzku landnemarnir vestan hafs áttu við að búa. Lýsti hún því, hversu mjög samheldni þeirra hefði orðið þeim til styrktar í lífsbaráttunni, ekki sizt meðan eríiðleikarnir voru mestir. Sýndi hún margar skuggamyndir, sem yfirleitt voru skýrar og sumar ágætlega, t. d. af líkneski Þorfinns karlsefnis, sem Einar Jónsson lista- maður gerði. Þórstína kvað íslenzka menningu eiga skilið að breiðast út meðal þjóðanna og verða „móð- ins“, líkt og frönsk menning er orð- in, og kvað hana geta orðið stór- þjóðunum til blessunar. Vildi hún láta Islendinga sjálfa stuðla að því. — Þórstína hefir ritað landnáms- sögu íslendinga í Norður-Dakota,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.