Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝJÐUBLAÐIÐ Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er íyrst um sinn veitt móttaka hjá Guö- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. frá Vogi, Einar Þorgilsson, Jón A. Jónsson, Sveinn Björnson og Jak. Möller. Nei sögðu: Ben. Sv., Bj. Hallsson, Eir. Ein., Gísli Sv., Gunn. Sig., H, Kr., J. Sig., M. Guðm., Ó. Proppé, P. Jónsson, P. Ott., P. Þórð., Sig. Stef.j Stef. Stef., Sv. Ól., Þorl. Jónss., Þorl. Guðm., Þorst. J. og Þór. J.) Samþ. að vísa pví til 8. umr. Þriðja mál var frumvarp til laga um gjöld til holræsa og gang- stétta á ísafirði. Flutningsm.: Jón A. Jónsson. Samþ. og vísað til 3. umr. í e. hlj. Fjórða mál var frumv. til laga fyrir landsstjórnina, til að tak- marka eða banna innflutning á glysvarningi. Vísað til 2. umr. Fimta mál var frumv. til laga um breyting á lögum nr. 71, 28. nóv. 1919, um iaun embættism. Flutn.m.: Þ. M. J. og B. J. Halls- son. Til máls tóku Þ. M. J., Þór. J., P. Jónss., Sv. Bj. Vísað til 2. umr. í e. hl. og til allsherjarn. með 14 atkv. gegn 7. + pfsiarvottur. „Það verður hverjum list, er hann leikur“. Þess vegna er það fullkomlega skiljanlegt, að blekk- ingar Jakobs Möller gangi eins vel í fólkið, eins og reynslan hefir sýnt; á þeim er hann orðinn þing- maður. En jafnvel snillingum fat- ast í list sinni, ef þeir reiðast, og Jakob Möller hefir auðsjáanlega verið mikið niðri fyrir, þegar hann skrifaði Bullukolla-greinina í Vísi í fyrra dag, úr því hann — meist- arinn í þeim efnum — tiafði ekki betri blekkingu við hendina en það, að Alþýðuflokkurinn (bullukollarn- ir, sem hann nefnir), hafi skömmu áður en framboðsfresturinn var úti látið skila til eins ákveðnasta mótstöðumanns síns hér í bæn- um og umsvifamesta útgerðar- mannsins, að þeir væru fúsir til þess að styðja hann, eða einhvern úr hans hópi, ef hann aðeins kæmi því til leiðar, að einhver frambjóðandi væri í kjöri á móti Jakob Möller! Auðvitað er hvorki fótur eða fit fyrir þessu, því á fundi fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna var tekin ákvörðun um það, að styðja engan, jafnframt sem ákveðið var að hafa engan í kjöri, og var engin dul dregin á þessa ákvörðun flokksins, því hún var þegar birt í blaði flokksins daginn eftir, þ. e. fyrir viku síðan. Vera má að margir eigi erfltt með að skilja hvers vegna Jakob Möller reynir sð telja lesendum Vísis trú um þetta, en tilgangurinn hefir vafalaust verið, að reyna að gera sig að píslarvotti í augum kjós- enda sinna, hins fáfróðari hluta almennings, fa þá til þess að segja eitthvað í þessa leið: „Aumingja Kobbi. Þeir eru svo vondir við hann, þessir jaínaðarmenn, þeir vilja heldur kjósa versta haturs- mann sinn, en hann, bara til þess að gera honum ilt“. En Jakob mun ekki takast að verða píslarvottur í augum fólksins, þó honum finnist það fara sór bezt. En er það ekki ein- kennilegt, að sá sem ófyrirleitn- astur er í árásum sínum á aðra, skuli sjálfur þolu minst og viija nota hvert tækifæri til þess að gera sig að píslarvotti? Verði honum að góðu. Harðsnúin „verð!agsnefnd“. A Englandi hefir vöruverð farið sfhækkandi síðan vopnahléð var samið og einkum síðan farið var að kveðja herinn heim og veldur þetta afarmikilli gremju meða! allra stétta, en öll blöð og aliar opinberar samkomur ræða það með sér, hvernig verjast beri okrurunum. Verðhækkunin nær einkum til íverufata og skófatnaðar, en þó einnig til matvæla, og hefir orðið að grípa til seðlaúthlutunar á ný. Borgarstjórarnir í úthverfum Lund- úna vilja að gefin séu út bráða birgðalög er ákvcði fangelsishegn' ingu iyrir þtð að selja líísnauð- synjar við okurverði, en verzlanir þær, sem slfkan dóm hljóta, skulí gerðar upptækar og eigendum þeirra fyrirmunað að stofna verzl- anir á ný. Frumvarp til laga * þessa átt verður innan skamnts lagt fyrir Parlamentið og að öH' um líkindum samþykt þar. „Fram“- 3njláenzaB í Xhijn. Khöfn 19. febr. Sýkingum af völdum inflúenzu fækkar smátt og smátt hér. Slys í Sæviðarsmdi. Khöfn 18. febr. Frá Konstantinopel er sfniað* að skip, sem hafði meðferðis 4000 flóttamenn frá Odessa [sem þaðan hafa flúið þegar bolsivíkar tóku borgina] hafi rekist á tundurdufl I Bosporus (Sæviðarsundi) og fat' þegar druknað. Eins og skýrt er frá á ööruna stað hér í blaðinu, var frumvarp um fjölgun þingmanna Reykja- víkur fyrir þinginu til annarar umræðu. Var það það fyrsta, serc rætt var um málið, því við fyrstu umræðu var ókkert rætt um það. Nefnd sú, sem hafði þatta mál til meðferðar, varð á það sátt, að undanteknum 1. þm. Reykvíkinga> að rétt væri að láta Reykjavík ekki fá meira en 4 þingmenn að þessu sinni (2 í viðbót). Sveinn Björnsson lagði til, að frumvarp stjórnarinnar yrði samþ- (6 þingm.), en til vara 5! Satt að segja verður ekki skilið, hvað þing- manninum gengur til að slá þann- ig af yfirlýstum og fyllilega rétt- um kröfum kjósenda sinna. Forsætisráðherra tók það fram,-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.